Tvö af þeim bestu í heimi fá tækifæri til að bæta fyrir vonbrigðin á EM í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2021 15:01 Samuel Umtiti fagnar sigurmarki Frakka á móti Belgíu í undanúrslitum HM 2018. Getty/Stefan Matzke Efsta lið heimslistans mætir heimsmeisturunum í seinni undanúrslitaleik Þjóðadeildarinnar í kvöld og í boði er sæti í úrslitaleiknum á móti Spánverjum á sunnudaginn. Úrslitavika Þjóðadeildarinnar hófst í gær með því að hið unga lið Spánverja varð fyrsta landsliðið í þrjú ár til að vinna Evrópumeistara Ítala. Gestgjafarnir eru því úr leik í keppninni en spila um þriðja sætið á sunnudaginn. Belgía og Frakkland mætast í kvöld á heimavelli Juventus og ætla sér bæði að bæta fyrir vonbrigðin á EM í sumar. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Nations League semi-final: Belgium v France Their first meeting since the World Cup in 2018 pic.twitter.com/4vJ9qbe5CO— Goal (@goal) October 7, 2021 Árið 2021 hefur ekki verið gott ár fyrir þessi frábæru knattspyrnulandslið og það sem ræður því er dapurt gengi, á þeirra mælikvarða, á Evrópumótinu í júní og júlí. Belgar duttu þar út á móti verðandi meisturum Ítala í átta liða úrslitunum en Frakkar komust ekki í gegnum Svisslendinga í sextán liða úrslitunum. Belgarnir eru því enn að bíða eftir fyrsta titli sínum en gullkynslóðin er að eldast og tíminn því að renna frá leikmönnum hennar. Frakkar mættu aftur á móti á Evrópumótið í sumar sem ríkjandi heimsmeistarar og því var tapið á móti Sviss ein allra óvæntustu úrslit mótsins. Liðin eru bæði meðal fjögurra efstu á heimslistanum og án efa tvö af bestu knattspyrnulandsliðum heims í langan tíma. Tonight at 20:45 CET in Turin... Who'll book their place in the final? #UNLFixtures | @bookingcom— UEFA Nations League (@EURO2024) October 7, 2021 Nú fá þau því tækifæri til að eyða út leiðinlegum minningum sumarsins 2021 með því að vinna Þjóðadeildina í fyrsta sinn. Frakkar hafa líka hikstað eftir Evrópumótið þrátt fyrir að þeir séu þó enn í efsta sæti riðilsins. Í síðasta glugga gerði liðið jafntefli á móti Bosníu og Úkraínu en náð að vinna Finnland á heimavelli. Belgar eru aftur á móti á toppi síns riðils í undankeppni EM með meira en tvöfalt fleiri stig en næsta þjóð í riðlinum. Belgar unnu alla þrjá leiki sína í septemberglugganum. Það sem meira er að þetta verður fyrsta viðureign Belga og Frakka síðan að Frakkland vann undanúrslitaleik þeirra á HM í Rússlandi 2018 á leið sinni að heimsmeistaratitlinum. Nú standa Frakkar aftur í vegi fyrir því að Belgarnir komist í úrslitaleik. Leikur Belgíu og Frakklands hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir Fráfall Frans páfa boðar mjög gott fyrir Arsenal Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Sjá meira
Úrslitavika Þjóðadeildarinnar hófst í gær með því að hið unga lið Spánverja varð fyrsta landsliðið í þrjú ár til að vinna Evrópumeistara Ítala. Gestgjafarnir eru því úr leik í keppninni en spila um þriðja sætið á sunnudaginn. Belgía og Frakkland mætast í kvöld á heimavelli Juventus og ætla sér bæði að bæta fyrir vonbrigðin á EM í sumar. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Nations League semi-final: Belgium v France Their first meeting since the World Cup in 2018 pic.twitter.com/4vJ9qbe5CO— Goal (@goal) October 7, 2021 Árið 2021 hefur ekki verið gott ár fyrir þessi frábæru knattspyrnulandslið og það sem ræður því er dapurt gengi, á þeirra mælikvarða, á Evrópumótinu í júní og júlí. Belgar duttu þar út á móti verðandi meisturum Ítala í átta liða úrslitunum en Frakkar komust ekki í gegnum Svisslendinga í sextán liða úrslitunum. Belgarnir eru því enn að bíða eftir fyrsta titli sínum en gullkynslóðin er að eldast og tíminn því að renna frá leikmönnum hennar. Frakkar mættu aftur á móti á Evrópumótið í sumar sem ríkjandi heimsmeistarar og því var tapið á móti Sviss ein allra óvæntustu úrslit mótsins. Liðin eru bæði meðal fjögurra efstu á heimslistanum og án efa tvö af bestu knattspyrnulandsliðum heims í langan tíma. Tonight at 20:45 CET in Turin... Who'll book their place in the final? #UNLFixtures | @bookingcom— UEFA Nations League (@EURO2024) October 7, 2021 Nú fá þau því tækifæri til að eyða út leiðinlegum minningum sumarsins 2021 með því að vinna Þjóðadeildina í fyrsta sinn. Frakkar hafa líka hikstað eftir Evrópumótið þrátt fyrir að þeir séu þó enn í efsta sæti riðilsins. Í síðasta glugga gerði liðið jafntefli á móti Bosníu og Úkraínu en náð að vinna Finnland á heimavelli. Belgar eru aftur á móti á toppi síns riðils í undankeppni EM með meira en tvöfalt fleiri stig en næsta þjóð í riðlinum. Belgar unnu alla þrjá leiki sína í septemberglugganum. Það sem meira er að þetta verður fyrsta viðureign Belga og Frakka síðan að Frakkland vann undanúrslitaleik þeirra á HM í Rússlandi 2018 á leið sinni að heimsmeistaratitlinum. Nú standa Frakkar aftur í vegi fyrir því að Belgarnir komist í úrslitaleik. Leikur Belgíu og Frakklands hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir Fráfall Frans páfa boðar mjög gott fyrir Arsenal Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Sjá meira