Alþjóðleg handtökuskipun hafði verið gefin út á hendur hinum 55 ára Mark Lorentzon vegna málsins en hann fannst látinn í sjónum við Stenpiren í Gautaborg í morgun, að því er segir í frétt Aftonbladet.
Mikil sprenging varð í fjölbýlishúsi við götuna Övre Husargatan í hverfinu Annedal í Gautaborg á þriðjudagsmorgun og voru rúmlega tuttugu flutt á sjúkrahús og þar af voru fjórir alvarlega særðir.
Fljótlega fór lögregla að beina sjónum sínum að Lorentzon, en til stóð að bera manninn út úr íbúðinni sama dag.
Hann átti ekki sakaferil að baki en hafði þó verið kærður fyrir áreitni á síðasta ári.