Misstu Helenu og vita ekki hvort Hildur Björg verði frá í vikur eða mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 14:01 Hildur Björg Kjartansdóttir í leik Valsliðinu í fyrra. Vísir/Bára Dröfn Helena Sverrisdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir hafa verið tvær bestu körfuboltakonur landsliðsins undanfarin ár og lykilmenn í landsliðinu. Íslandsmeistarar Vals voru með þær báðar á síðasta tímabili en eru nú án þeirra beggja. Hildur Björg er enn í Val en er að glíma við höfuðmeiðsli og þjálfari Valsliðsins veit ekki hvenær hún kemur til baka. Subway-deild kvenna í körfubolta fer af stað í kvöld með heilli umferð og þar hefja Valskonur titilvörn sína en Körfuboltakvöld ræddi stöðuna hjá Valsliðinu sem missti eins og flestir vita Helenu Sverrisdóttur til Hauka fyrir þetta tímabil. Kjartan Atli Kjartansson stýrði upphitunarþætti Körfuboltakvölds um Subway deild kvenna í gær og með honum voru þær Pálína María Gunnlaugsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir. „Valsliðið. Íslandsmeistararnir. Nú mun mæða á Hildi Björgu Kjartansdóttur, sem hefur verið að glíma við höfuðmeiðsli sem eru mjög erfið meiðsli. Ég spurði Ólaf Jónas þjálfara Vals, um Hildi Björgu í dag,“ sagði Kjartan Atli. Hver er staðan á Hildi Björgu? „Ekki hugmynd. Við vonum það besta en hún er bara að hitta sérfræðinga og vonandi fær hún bara grænt ljós einhvern tímann. Við vitum ekki hvort það séu vikur eða mánuðir,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson. „Gugga (Guðbjörg Sverrisdóttir, fyrirliði) er reyndar líka búin að vera frá og verður frá í einhverjar vikur. Það eru því má skarð að fylla en það eru ungar stelpur sem bíða spenntar og eru tilbúnar í það að taka pláss á gólfinu,“ sagði Ólafur. Kjartan Atli fór yfir tölfærði Hildar en er á því að hennar framlag til liðsins sé ekki alltaf mælanlegt í tölum. „Hún er ein af okkar bestu körfuboltakonum. Hún er hávaxin, ofboðslega klár körfuboltakona og góð að klára. Það er leiðinlegt að heyra um þessi höfuðmeiðsli og hún hefur verið að berjast við þetta. Hún var líka að berjast við þetta í fyrra,“ sagði Pálína. Það má horfa á allt spjallið um Hildi og Valsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Hildur Björg Kjartansdóttir og Valsliðið Heil umferð fer fram í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld og Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki í beinni. Fyrst verður sýnt beint frá leik Fjölnis og Breiðabliks sem hefst klukkan 18.15. Svo strax á eftir verður sýnt beint frá leik Hauka og Njarðvíkur sem hefst klukkan 20.15. Körfuboltakvöld kvenna verður síðan á dagskrá klukkan 17.00 á morgun. Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Hildur Björg er enn í Val en er að glíma við höfuðmeiðsli og þjálfari Valsliðsins veit ekki hvenær hún kemur til baka. Subway-deild kvenna í körfubolta fer af stað í kvöld með heilli umferð og þar hefja Valskonur titilvörn sína en Körfuboltakvöld ræddi stöðuna hjá Valsliðinu sem missti eins og flestir vita Helenu Sverrisdóttur til Hauka fyrir þetta tímabil. Kjartan Atli Kjartansson stýrði upphitunarþætti Körfuboltakvölds um Subway deild kvenna í gær og með honum voru þær Pálína María Gunnlaugsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir. „Valsliðið. Íslandsmeistararnir. Nú mun mæða á Hildi Björgu Kjartansdóttur, sem hefur verið að glíma við höfuðmeiðsli sem eru mjög erfið meiðsli. Ég spurði Ólaf Jónas þjálfara Vals, um Hildi Björgu í dag,“ sagði Kjartan Atli. Hver er staðan á Hildi Björgu? „Ekki hugmynd. Við vonum það besta en hún er bara að hitta sérfræðinga og vonandi fær hún bara grænt ljós einhvern tímann. Við vitum ekki hvort það séu vikur eða mánuðir,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson. „Gugga (Guðbjörg Sverrisdóttir, fyrirliði) er reyndar líka búin að vera frá og verður frá í einhverjar vikur. Það eru því má skarð að fylla en það eru ungar stelpur sem bíða spenntar og eru tilbúnar í það að taka pláss á gólfinu,“ sagði Ólafur. Kjartan Atli fór yfir tölfærði Hildar en er á því að hennar framlag til liðsins sé ekki alltaf mælanlegt í tölum. „Hún er ein af okkar bestu körfuboltakonum. Hún er hávaxin, ofboðslega klár körfuboltakona og góð að klára. Það er leiðinlegt að heyra um þessi höfuðmeiðsli og hún hefur verið að berjast við þetta. Hún var líka að berjast við þetta í fyrra,“ sagði Pálína. Það má horfa á allt spjallið um Hildi og Valsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Hildur Björg Kjartansdóttir og Valsliðið Heil umferð fer fram í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld og Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki í beinni. Fyrst verður sýnt beint frá leik Fjölnis og Breiðabliks sem hefst klukkan 18.15. Svo strax á eftir verður sýnt beint frá leik Hauka og Njarðvíkur sem hefst klukkan 20.15. Körfuboltakvöld kvenna verður síðan á dagskrá klukkan 17.00 á morgun.
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti