Njarðvík og Haukum spáð sigri í Subway deildunum í körfubolta í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2021 12:31 Subway-deild karla hefst á fimmtudaginn. vísir/sigurjón Benedikt Guðmundsson gerir Njarðvík að Íslandsmeisturum á fyrsta ári sínu í Ljónagryfjunni og Helena Sverrisdóttir kemur með Íslandsbikarinn heim á Ásvelli ef marka má spá félaganna sjálfra. Subway deildirnar í körfubolta voru kynntar í dag á árlegum kynningarfundi fyrir leiktíðina í úrvalsdeildum karla og kvenna en hann var haldinn á Grand Hótel. Stærsta frétt fundarins var að venju spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í deildunum um lokaniðuröðun. Það kom hins vegar líka fram að Körfuknattleikssamband Íslands og rekstraraðili Subway veitingastaðanna á Íslandi hafa gert með sér samning um að úrvalsdeildir karla og kvenna verða kenndar við Subway næstu árin. Haukum var spáð öruggum sigri í Subway deild kvenna en næstu lið eru Valur og Fjölnir. Skallagrímur fellur úr deildinni. Nýliðar Njarðvíkur rétt missa af úrslitakeppnina því fjórða liðið inn í hana er Keflavík. ÍR kemur upp í 1. deildina í staðinn. Haukarkonur hafa unnið tvo titla á síðustu dögum auk þess að komast áfram í Evrópukeppni fyrst íslenska kvennaliða í körfunni. Liðið fékk til sín bestu körfuboltakonu landsins í Helenu Sverrisdóttur en hún hjálpað Valskonum að vinna titilinn á síðustu leiktíð. Njarðvík er spáð sigri í Subway deild karla en næstir verða Keflvíkingar. Stjarnan, Valur og Tindastóll eru ekki langt á eftir og það má því búast við spennandi keppni. Njarðvíkingar urðu bikarmeistarar á dögunum en töpuðu síðan á móti Þór úr Þorlákshöfn í Meistarakeppni KKÍ um helgina. Það breytti því samt ekki að á sama og Njarðvík er spáð efsta sæti þá eiga ríkjandi Íslandsmeistarar hjá Þór úr Þorlákshöfn bara að enda í áttunda og síðasta sætinu inn í úrslitakeppnina. Nýliðar Breiðabliks og Vestra fara aftur niður í 1. deildina samkvæmt spánni en upp í staðinn koma Haukar og Höttur sem féllu bæði síðasta vor. SUBWAY DEILD KVENNA - Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna 1. Haukar 284 stig 2. Valur 204 3. Fjölnir 200 4. Keflavík 136 5. Njarðvík 90 6. Breiðablik 80 7. Grindavík 53 8. Skallagrímur 33 - SUBWAY DEILD KARLA- Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna 1. Njarðvík 398 stig 2. Keflavík 367 3. Stjarnan 329 4. Valur 323 5. Tindastóll 312 6. KR 235 7. Grindavík 223 8. Þór Þ. 215 9. ÍR 146 10. Þór Ak. 107 11. Breiðablik 102 12. Vestri 51 - 1. deild karla- Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna: Haukar 334 stig Höttur 283 Sindri 227 Álftanes 217 Fjölnir 157 Skallagrímur 143 Selfoss 139 Hamar 118 Hrunamenn 88 ÍA 34 - 1. deild kvenna- Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna: ÍR 342 stig KR 298 Stjarnan 287 Þór Ak. 283 Ármann 235 Hamar-Þór 155 Aþena-UMFK 151 Tindastóll 145 Snæfell 128 Fjölnir b 108 Vestri 79 Subway-deild kvenna Subway-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Subway deildirnar í körfubolta voru kynntar í dag á árlegum kynningarfundi fyrir leiktíðina í úrvalsdeildum karla og kvenna en hann var haldinn á Grand Hótel. Stærsta frétt fundarins var að venju spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í deildunum um lokaniðuröðun. Það kom hins vegar líka fram að Körfuknattleikssamband Íslands og rekstraraðili Subway veitingastaðanna á Íslandi hafa gert með sér samning um að úrvalsdeildir karla og kvenna verða kenndar við Subway næstu árin. Haukum var spáð öruggum sigri í Subway deild kvenna en næstu lið eru Valur og Fjölnir. Skallagrímur fellur úr deildinni. Nýliðar Njarðvíkur rétt missa af úrslitakeppnina því fjórða liðið inn í hana er Keflavík. ÍR kemur upp í 1. deildina í staðinn. Haukarkonur hafa unnið tvo titla á síðustu dögum auk þess að komast áfram í Evrópukeppni fyrst íslenska kvennaliða í körfunni. Liðið fékk til sín bestu körfuboltakonu landsins í Helenu Sverrisdóttur en hún hjálpað Valskonum að vinna titilinn á síðustu leiktíð. Njarðvík er spáð sigri í Subway deild karla en næstir verða Keflvíkingar. Stjarnan, Valur og Tindastóll eru ekki langt á eftir og það má því búast við spennandi keppni. Njarðvíkingar urðu bikarmeistarar á dögunum en töpuðu síðan á móti Þór úr Þorlákshöfn í Meistarakeppni KKÍ um helgina. Það breytti því samt ekki að á sama og Njarðvík er spáð efsta sæti þá eiga ríkjandi Íslandsmeistarar hjá Þór úr Þorlákshöfn bara að enda í áttunda og síðasta sætinu inn í úrslitakeppnina. Nýliðar Breiðabliks og Vestra fara aftur niður í 1. deildina samkvæmt spánni en upp í staðinn koma Haukar og Höttur sem féllu bæði síðasta vor. SUBWAY DEILD KVENNA - Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna 1. Haukar 284 stig 2. Valur 204 3. Fjölnir 200 4. Keflavík 136 5. Njarðvík 90 6. Breiðablik 80 7. Grindavík 53 8. Skallagrímur 33 - SUBWAY DEILD KARLA- Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna 1. Njarðvík 398 stig 2. Keflavík 367 3. Stjarnan 329 4. Valur 323 5. Tindastóll 312 6. KR 235 7. Grindavík 223 8. Þór Þ. 215 9. ÍR 146 10. Þór Ak. 107 11. Breiðablik 102 12. Vestri 51 - 1. deild karla- Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna: Haukar 334 stig Höttur 283 Sindri 227 Álftanes 217 Fjölnir 157 Skallagrímur 143 Selfoss 139 Hamar 118 Hrunamenn 88 ÍA 34 - 1. deild kvenna- Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna: ÍR 342 stig KR 298 Stjarnan 287 Þór Ak. 283 Ármann 235 Hamar-Þór 155 Aþena-UMFK 151 Tindastóll 145 Snæfell 128 Fjölnir b 108 Vestri 79
SUBWAY DEILD KVENNA - Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna 1. Haukar 284 stig 2. Valur 204 3. Fjölnir 200 4. Keflavík 136 5. Njarðvík 90 6. Breiðablik 80 7. Grindavík 53 8. Skallagrímur 33 - SUBWAY DEILD KARLA- Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna 1. Njarðvík 398 stig 2. Keflavík 367 3. Stjarnan 329 4. Valur 323 5. Tindastóll 312 6. KR 235 7. Grindavík 223 8. Þór Þ. 215 9. ÍR 146 10. Þór Ak. 107 11. Breiðablik 102 12. Vestri 51 - 1. deild karla- Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna: Haukar 334 stig Höttur 283 Sindri 227 Álftanes 217 Fjölnir 157 Skallagrímur 143 Selfoss 139 Hamar 118 Hrunamenn 88 ÍA 34 - 1. deild kvenna- Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna: ÍR 342 stig KR 298 Stjarnan 287 Þór Ak. 283 Ármann 235 Hamar-Þór 155 Aþena-UMFK 151 Tindastóll 145 Snæfell 128 Fjölnir b 108 Vestri 79
Subway-deild kvenna Subway-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira