Arnar Davíð í öðru sæti í móti á evrópsku mótaröðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2021 16:31 Arnar Davíð Jónsson. Mynd/Keilusamband Íslands Arnar Davíð Jónsson úr Keilufélagi Reykjavíkur náði flottum árangri á evrópsku mótaröðinni í keilu um helgina. Arnar varð þá í öðru sæti á Brunswick Open 2021 mótinu í Wittelsheim í Frakklandi en mótið er hluti af evrópsku mótaröðinni. Arnar Davíð hafði komið sér upp í fyrsta sætið fyrir lokaúrslitin en tapaði þar gegn Svíanum Carl Eklund í tveimur leikjum fyrst 245 gegn 244 og svo 213 gegn 258. Þetta er engu að síður góður árangur hjá Arnari Davíð sem er aftur farinn að minna á sig síðan að hann vann evrópsku mótaröðina 2019 fyrstur Íslendinga og varð í framhaldinu fimmti í kjöri Íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins. Arnar Davíð endaði í 26. sæti forkeppni mótsins með 1.411 seríu eða 235,17 í meðaltal og tryggði sig þar með inn í úrslitakeppnina. Það er einmitt í úrslitakeppninni þar sem Arnar Davíð er alla jafna í essinu sínu og þar vann hann sig jafnt og þétt upp listann. Í úrslitastigi eitt af fimm vann Arnar Davíð sig upp í sautjánda sæti með 220,5 í meðaltal eftir fjóra leiki. Í úrslitastigi tvö vann hann sig enn ofar og endaði í sjöunda sæti með 247,75 í meðaltal eftir fjóra leiki. Arnar Davíð fór niður í áttunda sætið í úrslitastigi þrjú með meðaltal upp á 232,0 en það var síðasta sætið sem gaf rétt á loka úrslitastiginu. Arnar Davíð var aftur á móti í miklu stuði í fjórða og síðasta úrslitastiginu og kom sér í efsta sætið með frábærri spilamennsku með 242,0 í meðaltal í sjö leikjum. Efstu tveir léki svo til úrslita í mótinu og þar hafði eins og áður sagði Svíinn Carl Eklund betur. Arnar fékk fimm þúsund evrur fyrir silfrið eða 753 þúsund íslenskar krónur. Nú er skammt er á milli móta hjá Arnari nú þegar mótaröðin virðist vera að komast í eðlilegt horf. Næsta mót Opna norska mótið hefst um komandi helgi og mun Arnar Davíð keppa seinni helgina á því móti. Keila Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Sjá meira
Arnar varð þá í öðru sæti á Brunswick Open 2021 mótinu í Wittelsheim í Frakklandi en mótið er hluti af evrópsku mótaröðinni. Arnar Davíð hafði komið sér upp í fyrsta sætið fyrir lokaúrslitin en tapaði þar gegn Svíanum Carl Eklund í tveimur leikjum fyrst 245 gegn 244 og svo 213 gegn 258. Þetta er engu að síður góður árangur hjá Arnari Davíð sem er aftur farinn að minna á sig síðan að hann vann evrópsku mótaröðina 2019 fyrstur Íslendinga og varð í framhaldinu fimmti í kjöri Íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins. Arnar Davíð endaði í 26. sæti forkeppni mótsins með 1.411 seríu eða 235,17 í meðaltal og tryggði sig þar með inn í úrslitakeppnina. Það er einmitt í úrslitakeppninni þar sem Arnar Davíð er alla jafna í essinu sínu og þar vann hann sig jafnt og þétt upp listann. Í úrslitastigi eitt af fimm vann Arnar Davíð sig upp í sautjánda sæti með 220,5 í meðaltal eftir fjóra leiki. Í úrslitastigi tvö vann hann sig enn ofar og endaði í sjöunda sæti með 247,75 í meðaltal eftir fjóra leiki. Arnar Davíð fór niður í áttunda sætið í úrslitastigi þrjú með meðaltal upp á 232,0 en það var síðasta sætið sem gaf rétt á loka úrslitastiginu. Arnar Davíð var aftur á móti í miklu stuði í fjórða og síðasta úrslitastiginu og kom sér í efsta sætið með frábærri spilamennsku með 242,0 í meðaltal í sjö leikjum. Efstu tveir léki svo til úrslita í mótinu og þar hafði eins og áður sagði Svíinn Carl Eklund betur. Arnar fékk fimm þúsund evrur fyrir silfrið eða 753 þúsund íslenskar krónur. Nú er skammt er á milli móta hjá Arnari nú þegar mótaröðin virðist vera að komast í eðlilegt horf. Næsta mót Opna norska mótið hefst um komandi helgi og mun Arnar Davíð keppa seinni helgina á því móti.
Keila Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Sjá meira