Sjáðu Dagnýju skora á móti Man. City: Var búin að bíða lengi eftir fyrsta markinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2021 12:30 Markaskorarar West Ham, Yui Hasegawa og Dagný Brynjarsdóttir, fagna hér marki á móti Manchester City ásamt liðsfélögum sínum. Getty/Charlotte Tattersall Dagný Brynjarsdóttir og félagar hennar í West Ham unnu frábæran útisigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina. West Ham liðið hefur þar með unnið tvo leiki í röð í fyrsta sinn á leiktíðinni og er komið upp í fimmta sætið. Dagný kom sínu liði á bragðið með því að skora fyrsta mark leiksins en það var líka hennar fyrsta mark fyrir West Ham. Yui Hasegawa innsiglaði síðan sigurinn. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Það er frábær tilfinning að ná að vinna hérna. Við höfum trú á okkur sjálfum og komum ekki hingað til að vera með. Við vissum að við gætum gert þetta að erfiðum degi fyrir þær af því við höfum gert það áður,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir í viðtali við heimasíðu West Ham. „Vikan fyrir leikinn var erfið, bæði með að koma okkur í betra form og líka að skoða mikið af taktík. Það hefur kannski ekki verið það skemmtilegasta en þetta gerir það allt þess virði. Við fengum ekki mikið af færum en nýttum þau vel og vörðumst sem eitt lið,“ sagði Dagný. Það má sjá svipmyndir frá leiknum hér fyrir neðan og þar á meðal markið hjá íslensku landsliðskonunni. Manchester City 0-2 West Ham United The highlights from our big win on the road! pic.twitter.com/WMu0QlEfvD— West Ham United Women (@westhamwomen) October 4, 2021 „Þetta eru frábær úrslit fyrir okkur og vonandi getum við byggt ofan á þetta,“ sagði Dagný Hún var búin að bíða svolítið eftir fyrsta markinu fyrir félagið sem hún hefur haldið með frá unga aldri. „Ég hef beðið lengi eftir að skora mitt fyrsta mark í vínrauða og bláa búningnum. Ég fékk eitt tækifæri í dag og til allrar hamingju þá fór boltinn í netið,“ sagði Dagný. „Úrslitin voru þó það mikilvægasta en ég er ánægð með markið og ná að skora fyrir klúbbinn sem ég hef stutt svo lengi,“ sagði Dagný. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) Enski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Sjá meira
West Ham liðið hefur þar með unnið tvo leiki í röð í fyrsta sinn á leiktíðinni og er komið upp í fimmta sætið. Dagný kom sínu liði á bragðið með því að skora fyrsta mark leiksins en það var líka hennar fyrsta mark fyrir West Ham. Yui Hasegawa innsiglaði síðan sigurinn. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Það er frábær tilfinning að ná að vinna hérna. Við höfum trú á okkur sjálfum og komum ekki hingað til að vera með. Við vissum að við gætum gert þetta að erfiðum degi fyrir þær af því við höfum gert það áður,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir í viðtali við heimasíðu West Ham. „Vikan fyrir leikinn var erfið, bæði með að koma okkur í betra form og líka að skoða mikið af taktík. Það hefur kannski ekki verið það skemmtilegasta en þetta gerir það allt þess virði. Við fengum ekki mikið af færum en nýttum þau vel og vörðumst sem eitt lið,“ sagði Dagný. Það má sjá svipmyndir frá leiknum hér fyrir neðan og þar á meðal markið hjá íslensku landsliðskonunni. Manchester City 0-2 West Ham United The highlights from our big win on the road! pic.twitter.com/WMu0QlEfvD— West Ham United Women (@westhamwomen) October 4, 2021 „Þetta eru frábær úrslit fyrir okkur og vonandi getum við byggt ofan á þetta,“ sagði Dagný Hún var búin að bíða svolítið eftir fyrsta markinu fyrir félagið sem hún hefur haldið með frá unga aldri. „Ég hef beðið lengi eftir að skora mitt fyrsta mark í vínrauða og bláa búningnum. Ég fékk eitt tækifæri í dag og til allrar hamingju þá fór boltinn í netið,“ sagði Dagný. „Úrslitin voru þó það mikilvægasta en ég er ánægð með markið og ná að skora fyrir klúbbinn sem ég hef stutt svo lengi,“ sagði Dagný. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen)
Enski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Sjá meira