Stöngin út þegar Brady bætti met og fagnaði sigri á gamla heimavellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2021 10:00 Tom Brady hafði ástæðu til að brosa eftir sigur Tampa Bay Buccaneers í Foxborough í nótt. Getty/Maddie Meyer Tom Brady valdi heldur betur staðinn til að verða sá leikstjórnandi sem hefur kastað boltanum fyrir flesta jarda en það gerði hann í sigurleik á heimavelli New England Patriots í nótt. Bandaríkjamenn kunna að búa til móment og það var því engin tilviljun að Brady var að spila á Gillette leikvanginum í Foxborough þegar spámenn sáu þetta met falla. Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers unnu 19-17 sigur á Patriots þar sem sparkarinn Ryan Succop sem skoraði vallarmarkið sem að lokum skildi á milli liðanna. From 56 yards out.... so close. : #TBvsNE on NBC : https://t.co/50pf7DlJse pic.twitter.com/NfdQM9KOgi— NFL (@NFL) October 4, 2021 Þar með var ekki öll sagan sögð því Patriots liðið fór upp völlinn og fékk sitt tækifæri til að skora sigurvallarmark þegar 55 sekúndur voru eftir af leiknum. 56 jarda vallarmarkstilraun Nick Folk fór hins vegar í stöngina og út sem þýddi að Tampa Bay vann leikinn. Brady þurfti 68 jarda til að bætta sendingamet Drew Brees og kastaði alls 269 jarda. Brady náði þó ekki að senda snertimarkssendingu í leiknum. Aðdragandi leiksins snerist nær eingöngu um Tom Brady og hans gamla þjálfara Bill Belichick, sem þjálfar enn Patriots. Það hefur aftur á móti lítið gengið í New England síðan að liðið missti Brady. Nothing but love between @TomBrady and his former @Patriots teammates and coaches. #TheReturn pic.twitter.com/YaxnqNVZwM— NFL (@NFL) October 4, 2021 „Ég er ekkert að fara tárast hérna. Ég hef þegar farið í gegnum það. Þetta var heimili mitt í tuttugu ár og ég á bestu minningarnar héðan,“ sagði Tom Brady. „Ég get aðeins kastað boltanum ennþá og ég er ánægður að ég er með nokkra með mér sem geta gripið þá. Þetta er skemmtilegt met að eiga en maður nær engum árangri í þessari íþrótta nema að hafa ótrúlega liðsfélaga. Strákarnir stóðu sig frábærlega í að grípa bolta frá mér í 22 ár,“ sagði Brady. Brady vann sex meistaratitla með New England Patriots liðinu á tuttugu árum og leikurinn í nótt var í fyrsta sinn sem hann spilaði sem leikmaður Tampa Bay Buccaneers á gamla heimavellinum. "I'll be part of this community for a long time."#ForeverNE (via @SNFonNBC) pic.twitter.com/WhyCHOpiM8— NFL (@NFL) October 4, 2021 NFL Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Sjá meira
Bandaríkjamenn kunna að búa til móment og það var því engin tilviljun að Brady var að spila á Gillette leikvanginum í Foxborough þegar spámenn sáu þetta met falla. Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers unnu 19-17 sigur á Patriots þar sem sparkarinn Ryan Succop sem skoraði vallarmarkið sem að lokum skildi á milli liðanna. From 56 yards out.... so close. : #TBvsNE on NBC : https://t.co/50pf7DlJse pic.twitter.com/NfdQM9KOgi— NFL (@NFL) October 4, 2021 Þar með var ekki öll sagan sögð því Patriots liðið fór upp völlinn og fékk sitt tækifæri til að skora sigurvallarmark þegar 55 sekúndur voru eftir af leiknum. 56 jarda vallarmarkstilraun Nick Folk fór hins vegar í stöngina og út sem þýddi að Tampa Bay vann leikinn. Brady þurfti 68 jarda til að bætta sendingamet Drew Brees og kastaði alls 269 jarda. Brady náði þó ekki að senda snertimarkssendingu í leiknum. Aðdragandi leiksins snerist nær eingöngu um Tom Brady og hans gamla þjálfara Bill Belichick, sem þjálfar enn Patriots. Það hefur aftur á móti lítið gengið í New England síðan að liðið missti Brady. Nothing but love between @TomBrady and his former @Patriots teammates and coaches. #TheReturn pic.twitter.com/YaxnqNVZwM— NFL (@NFL) October 4, 2021 „Ég er ekkert að fara tárast hérna. Ég hef þegar farið í gegnum það. Þetta var heimili mitt í tuttugu ár og ég á bestu minningarnar héðan,“ sagði Tom Brady. „Ég get aðeins kastað boltanum ennþá og ég er ánægður að ég er með nokkra með mér sem geta gripið þá. Þetta er skemmtilegt met að eiga en maður nær engum árangri í þessari íþrótta nema að hafa ótrúlega liðsfélaga. Strákarnir stóðu sig frábærlega í að grípa bolta frá mér í 22 ár,“ sagði Brady. Brady vann sex meistaratitla með New England Patriots liðinu á tuttugu árum og leikurinn í nótt var í fyrsta sinn sem hann spilaði sem leikmaður Tampa Bay Buccaneers á gamla heimavellinum. "I'll be part of this community for a long time."#ForeverNE (via @SNFonNBC) pic.twitter.com/WhyCHOpiM8— NFL (@NFL) October 4, 2021
NFL Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Sjá meira