Klukkan átta í kvöld var ákveðið að rýma sex bæi sem standa sunnan þeirra bæja sem þegar hafa verið rýmdir í Kinn.
Í tilkynningu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að búið sé að hafa samband við íbúa bæjanna og hafi þeir þegar yfirgefið rýmingarstaðina.
Þá hafi Vegagerðin tekið ákvörðun um að loka veginum um Kinn frá Gvendarstöðum að sunnan og vestan við afleggjarann að Vaði.
Stöðufundur vegna frekari skriðuhættu verði haldinn um hádegisbil á morgun.