Óvæntar kærleikskveðjur Guðrúnar vekja athygli á Selfossi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. október 2021 20:25 Guðrún María byrjaði að setja fallegar kveðjur til fólks og er nú byrjuð að fá send blóm til baka. Aðsent Guðrún María Jóhannsdóttir, starfsmaður á pósthúsinu Selfossi, tók upp á því á dögunum að skrifa litlar kærleikskveðjur til viðskiptavina á minnismiðum með sendingum. Nú fær hún blóm til baka frá þakklátum viðskiptavinum. Þetta hefur vakið mikla athygli bæjarbúa á Selfossi sem kunna vel að meta kærleiksmiðana hennar. Nú hefur Guðrún María ekki undan að sækja blóm í póstbox sem henni eru að berast frá þakklátum viðskiptavinum. Þetta framtak Guðrúnar hefur vakið mikla lukku í bænum og meðal annars ratað á Facebook-síðu íbúa á Selfossi þar sem fólk talar um hversu krúttlegt og fallegt það sé að fá kærleikskveðjur með Póstinum frá starfmanni sem langar að gleðja náungann. Íbúar á Selfossi birtu myndir af miðum Guðrúnar Maríu á íbúasíðu.Aðsent „Þetta byrjaði eiginlega bara á því að ég átti sjálf svolítið auman dag. Ég var eitthvað pínu leið og hugsaði bara með mér að það væri örugglega fullt af fólki sem ætti alveg eins dag. Þannig ég hugsaði með mér að þá gæti verið notalegt að fá einhver falleg skilaboð með sér út í daginn,“ segir Guðrún María. Guðrún María vonar að fólk komi kærleikanum áfram. „Ég hef notað þetta voða mikið í gegnum tíðina, mestmegnis heima við, set í nestisboxið hjá krökkunum og á spegilinn og svona." Vonar Guðrún að fólk komi boðskapnum áfram og deili gleðinni. Blómasending í póstbox frá ánægðum einstaklingi sem fékk miðasendingu frá Guðrúnu Maríu.Aðsent „Viðskiptavinir Póstsins kunna svo sannarlega að meta þetta framtak og blóm hafa verið skilin eftir handa henni í Póstboxinu. Litlu hlutirnir geta gert svo mikið og það er gott að vera góður,“ segir Guðrún Hulda Waage, pósthússtjóri á Selfossi, ánægð með nöfnu sína. Góðverk Árborg Pósturinn Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið „Blessunarlega ekkert stoppaður af foreldrum mínum“ Tíska og hönnun Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira
Þetta hefur vakið mikla athygli bæjarbúa á Selfossi sem kunna vel að meta kærleiksmiðana hennar. Nú hefur Guðrún María ekki undan að sækja blóm í póstbox sem henni eru að berast frá þakklátum viðskiptavinum. Þetta framtak Guðrúnar hefur vakið mikla lukku í bænum og meðal annars ratað á Facebook-síðu íbúa á Selfossi þar sem fólk talar um hversu krúttlegt og fallegt það sé að fá kærleikskveðjur með Póstinum frá starfmanni sem langar að gleðja náungann. Íbúar á Selfossi birtu myndir af miðum Guðrúnar Maríu á íbúasíðu.Aðsent „Þetta byrjaði eiginlega bara á því að ég átti sjálf svolítið auman dag. Ég var eitthvað pínu leið og hugsaði bara með mér að það væri örugglega fullt af fólki sem ætti alveg eins dag. Þannig ég hugsaði með mér að þá gæti verið notalegt að fá einhver falleg skilaboð með sér út í daginn,“ segir Guðrún María. Guðrún María vonar að fólk komi kærleikanum áfram. „Ég hef notað þetta voða mikið í gegnum tíðina, mestmegnis heima við, set í nestisboxið hjá krökkunum og á spegilinn og svona." Vonar Guðrún að fólk komi boðskapnum áfram og deili gleðinni. Blómasending í póstbox frá ánægðum einstaklingi sem fékk miðasendingu frá Guðrúnu Maríu.Aðsent „Viðskiptavinir Póstsins kunna svo sannarlega að meta þetta framtak og blóm hafa verið skilin eftir handa henni í Póstboxinu. Litlu hlutirnir geta gert svo mikið og það er gott að vera góður,“ segir Guðrún Hulda Waage, pósthússtjóri á Selfossi, ánægð með nöfnu sína.
Góðverk Árborg Pósturinn Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið „Blessunarlega ekkert stoppaður af foreldrum mínum“ Tíska og hönnun Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira