Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum FH, en framtíð Kristins hefur verið talsvert í umræðunni. Hann fundaði meðal annars með Breiðabliki áður en hann ákvað að ganga í raðir FH.
Velkominn í Kaplakrika #ViðerumFH pic.twitter.com/aLLAfKV1m6
— FHingar (@fhingar) October 2, 2021
Eins og áður segir mun Kristinn spila undir stjórn Ólafs jóhannessonar, en þeir tveir þekkjast ágætlega. Saman urðu þeir Íslandsmeistarar með Val árin 2016 og 2018.
Kristinn er 28 ára sóknarmiðjumaður, en hann gekk fyrst til liðs við Hlíðarendaliðið árið 2012. Hann spilaði einnig eitt tímabil með Sundsvall árið 2017.