„Ótrúlega stórt og frábært skref fyrir kvennakörfuna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2021 09:31 Helena Sverrisdóttir og stöllur hennar urðu bikarmeistarar um þarsíðustu helgi og í fyrradag tryggðu þær sér sæti í riðlakeppni EuroCup. vísir/bára Helena Sverrisdóttir átti stórleik þegar Haukar tryggðu sér sæti í riðlakeppni EuroCup í fyrradag. Haukar töpuðu fyrir Sportiva á Asóreyjum, 81-79, en fóru áfram, 160-157 samanlagt. Helena skoraði 32 stig í leiknum, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Hún hitti úr sex af tíu skotum sínum inni í teig og fjórum af sex skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá skoraði hún átta stig af vítalínunni. Fyrir frammistöðu sína var Helena valin í lið umferðarinnar hjá FIBA. Who's your #EuroCupWomen Qualifiers second-leg MVP ? Kolby Morgan (@elazigioisk) @nausial_ (Sportiva/AzorisHotels) @HelenaSverris (Haukar) Brittany Brewer (@liegepanthers) @kalanibrown21 (@HataywBasket)VOTE and let us know — EuroCup Women (@EuroCupWomen) October 1, 2021 Helena var að stíga upp í flugvél þegar blaðamaður Vísis náði tali af henni í gær. Hún var að vonum glöð í bragði enda sæti í riðlakeppni EuroCup í höfn þrátt fyrir tapið. „Við byrjuðum ömurlega og lentum strax mikið undir. En við héldum haus og trúðum því alltaf að við gætum komið til baka,“ sagði Helena. Sportiva byrjaði leikinn miklu betur, skoraði fyrstu tíu stig hans og komst í 21-2. Haukar náðu þó fljótlega áttum og voru bara níu stigum undir í hálfleik, 48-39. Frammistaða Hauka í seinni hálfleik var svo miklu betri en í þeim fyrri. Í 3. leikhluta skoraði Sportiva til að mynda aðeins tíu stig. Þjöppuðum okkur saman í vörninni „Þær svínhittu og það gekk allt upp hjá þeim. Á meðan fengum við ágætis færi sem við kláruðum ekki. Við vissum að það yrði ekki svoleiðis allan leikinn. Við þjöppuðum okkur saman í vörninni og hægt og rólega komum við til baka,“ sagði Helena. Að hennar sögn renndu Haukar nokkuð blint í sjóinn fyrir einvígið gegn Sportiva. „Maður áttaði sig ekki alveg á styrkleikanum. Við vissum að þetta væri kannski ekki sterkasta liðið sem við gátum fengið. En að sama skapi er þetta atvinnumannalið með tvo bandaríska leikmenn. Við vissum alltaf að þetta yrði erfitt en höfðum trú á að því að við gætum strítt þeim,“ sagði Helena. Haukar unnu fyrri leikinn á Ásvöllum, 81-79, sem gaf þeim byr undir báða vængi fyrir leikinn á Asóreyjum. „Þar fundum við að við gátum alveg strítt þeim og gott betur. Það hjálpaði okkur í gær, að vita að þær væru ekki tuttugu stigum betri en við,“ sagði Helena. Miklu stærri keppni en áður Haukar eru fyrsta íslenska kvennaliðið sem kemst í riðlakeppni EuroCup. Andstæðingarnar þar verða Villeneuve D'Ascq ESB og Tarbes Gespe Bigorre frá Frakklandi og tékkneska liðið KP Brno. Liðin mætast heima og að heiman og því bíða Hauka sex Evrópuleikir í haust. „Þessi keppni er orðin miklu stærri en hún var og fleiri góð lið. Þetta er ótrúlega stórt og frábært skref fyrir kvennakörfuna,“ sagði Helena. „Þetta eru frábær lið sem við mætum, atvinnumannalið, og þetta verður verðugt verkefni fyrir okkur.“ Sem fyrr segir leika Haukar sex Evrópuleiki til viðbótar fram að áramótum. Dagskrá liðsins verður því ansi þétt næstu vikurnar. „Þetta er hörku dagskrá. Við byrjum í riðlakeppninni 14. október og hún verður í sex vikur. Svo kemur landsliðshlé og við erum auðvitað með marga leikmenn þar. Þetta verður hörkuvinna og við þurfum að vera sérstaklega duglegar að hugsa um líkamann,“ sagði Helena. Vonast eftir velvilja vinnuveitenda og skólastjóra „Það mun mæða mikið á þjálfurunum að stýra álaginu á æfingum því við spilum mjög mikið. En þetta er mjög spennandi. Vonandi verða vinnuveitendur og skólastjórar góðir við liðið svo allir komist í ferðalögin. Það fer mikill tími og vinna í þetta og vonandi gengur þetta allt vel,“ sagði Helena. Hún vildi ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu í leiknum í fyrradag. „Ég tók bara þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar sem er miklu vinna en vanalega hjá mér. En ég skoraði og það var það sem vantaði hjá okkur. Ég reyni bara að gera það sem ég get til að hjálpa liðinu að vinna og það tókst í gær. Mér er drullusama hvernig ég spila á meðan liðinu gengur vel,“ sagði Helena að lokum. Körfubolti Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
Helena skoraði 32 stig í leiknum, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Hún hitti úr sex af tíu skotum sínum inni í teig og fjórum af sex skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá skoraði hún átta stig af vítalínunni. Fyrir frammistöðu sína var Helena valin í lið umferðarinnar hjá FIBA. Who's your #EuroCupWomen Qualifiers second-leg MVP ? Kolby Morgan (@elazigioisk) @nausial_ (Sportiva/AzorisHotels) @HelenaSverris (Haukar) Brittany Brewer (@liegepanthers) @kalanibrown21 (@HataywBasket)VOTE and let us know — EuroCup Women (@EuroCupWomen) October 1, 2021 Helena var að stíga upp í flugvél þegar blaðamaður Vísis náði tali af henni í gær. Hún var að vonum glöð í bragði enda sæti í riðlakeppni EuroCup í höfn þrátt fyrir tapið. „Við byrjuðum ömurlega og lentum strax mikið undir. En við héldum haus og trúðum því alltaf að við gætum komið til baka,“ sagði Helena. Sportiva byrjaði leikinn miklu betur, skoraði fyrstu tíu stig hans og komst í 21-2. Haukar náðu þó fljótlega áttum og voru bara níu stigum undir í hálfleik, 48-39. Frammistaða Hauka í seinni hálfleik var svo miklu betri en í þeim fyrri. Í 3. leikhluta skoraði Sportiva til að mynda aðeins tíu stig. Þjöppuðum okkur saman í vörninni „Þær svínhittu og það gekk allt upp hjá þeim. Á meðan fengum við ágætis færi sem við kláruðum ekki. Við vissum að það yrði ekki svoleiðis allan leikinn. Við þjöppuðum okkur saman í vörninni og hægt og rólega komum við til baka,“ sagði Helena. Að hennar sögn renndu Haukar nokkuð blint í sjóinn fyrir einvígið gegn Sportiva. „Maður áttaði sig ekki alveg á styrkleikanum. Við vissum að þetta væri kannski ekki sterkasta liðið sem við gátum fengið. En að sama skapi er þetta atvinnumannalið með tvo bandaríska leikmenn. Við vissum alltaf að þetta yrði erfitt en höfðum trú á að því að við gætum strítt þeim,“ sagði Helena. Haukar unnu fyrri leikinn á Ásvöllum, 81-79, sem gaf þeim byr undir báða vængi fyrir leikinn á Asóreyjum. „Þar fundum við að við gátum alveg strítt þeim og gott betur. Það hjálpaði okkur í gær, að vita að þær væru ekki tuttugu stigum betri en við,“ sagði Helena. Miklu stærri keppni en áður Haukar eru fyrsta íslenska kvennaliðið sem kemst í riðlakeppni EuroCup. Andstæðingarnar þar verða Villeneuve D'Ascq ESB og Tarbes Gespe Bigorre frá Frakklandi og tékkneska liðið KP Brno. Liðin mætast heima og að heiman og því bíða Hauka sex Evrópuleikir í haust. „Þessi keppni er orðin miklu stærri en hún var og fleiri góð lið. Þetta er ótrúlega stórt og frábært skref fyrir kvennakörfuna,“ sagði Helena. „Þetta eru frábær lið sem við mætum, atvinnumannalið, og þetta verður verðugt verkefni fyrir okkur.“ Sem fyrr segir leika Haukar sex Evrópuleiki til viðbótar fram að áramótum. Dagskrá liðsins verður því ansi þétt næstu vikurnar. „Þetta er hörku dagskrá. Við byrjum í riðlakeppninni 14. október og hún verður í sex vikur. Svo kemur landsliðshlé og við erum auðvitað með marga leikmenn þar. Þetta verður hörkuvinna og við þurfum að vera sérstaklega duglegar að hugsa um líkamann,“ sagði Helena. Vonast eftir velvilja vinnuveitenda og skólastjóra „Það mun mæða mikið á þjálfurunum að stýra álaginu á æfingum því við spilum mjög mikið. En þetta er mjög spennandi. Vonandi verða vinnuveitendur og skólastjórar góðir við liðið svo allir komist í ferðalögin. Það fer mikill tími og vinna í þetta og vonandi gengur þetta allt vel,“ sagði Helena. Hún vildi ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu í leiknum í fyrradag. „Ég tók bara þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar sem er miklu vinna en vanalega hjá mér. En ég skoraði og það var það sem vantaði hjá okkur. Ég reyni bara að gera það sem ég get til að hjálpa liðinu að vinna og það tókst í gær. Mér er drullusama hvernig ég spila á meðan liðinu gengur vel,“ sagði Helena að lokum.
Körfubolti Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira