Veirulyf í pilluformi virðist draga mjög úr innlögnum og dauðsföllum af völdum Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. október 2021 12:03 Ef lyfið fær markaðsleyfi yrði um að ræða þáttaskil í baráttunni gegn Covid-19. AP/Merck Veirulyfið molnupiravir virðist draga verulega úr sjúkrahúslinnlögnum og dauðsföllum meðal nýgreindra Covid-sjúklinga. Lyfjafyrirtækin á bak við lyfið hyggjast sækja um markaðsleyfi sem allra fyrst. Ef lyfið kemst í almenna notkun væri um að ræða þáttaskil í baráttunni við Covid-19 en öll þau veirulyf sem sýnt hefur verið fram á að gagnist gegn Covid eru gefin í æð. Molnupiravir er hins vegar tekið í pilluformi. Rannsókn lyfjafyrirtækjanna Ridgeback Biotherapeutics og Merck náði til 775 fullorðinna einstaklinga með væg eða miðlungs einkenni Covid-19. Allir áttu sameiginlegt að vera með undirliggjandi sjúkdóm. Helmingur var settur á fimm daga kúr af molnupiravir en hinn fékk lyfleysu. Í hópnum sem fékk lyfið voru 28 sjúklingar (7 prósent) lagðir inn á sjúkrahús en enginn dó. Í hópnum sem fékk lyfleysuna voru 53 (14 prósent) lagðir inn og átta létust. Þegar niðurstöðurnar lágu fyrir lagði sjálfstæður hópur sérfræðinga til að rannsókninni yrði hætt og hafa talsmenn Merck gefið út að þeir hyggist sækja um markaðsleyfi eins fljótt og auðið er. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækjunum tveimur tilkynntu 35 prósent þátttakenda í lyfjahópnum um aukaverkanir og 40 prósent þátttakenda í lyfleysuhópnum. 1,3 prósent þátttakenda sem fengu lyfið hættu notkun þess en 3,4 hættu notkun lyfleysunnar. Molnupiravir var upphaflega þróað af lyfjaþróunarstofnun Emory University (DRIVE) og var þá kallað EIDD-2801. Það var afar umdeilt á sínum tíma, aðallega vegna þess eiginleika að geta valdið stökkbreytingum gena. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Lyf Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Ef lyfið kemst í almenna notkun væri um að ræða þáttaskil í baráttunni við Covid-19 en öll þau veirulyf sem sýnt hefur verið fram á að gagnist gegn Covid eru gefin í æð. Molnupiravir er hins vegar tekið í pilluformi. Rannsókn lyfjafyrirtækjanna Ridgeback Biotherapeutics og Merck náði til 775 fullorðinna einstaklinga með væg eða miðlungs einkenni Covid-19. Allir áttu sameiginlegt að vera með undirliggjandi sjúkdóm. Helmingur var settur á fimm daga kúr af molnupiravir en hinn fékk lyfleysu. Í hópnum sem fékk lyfið voru 28 sjúklingar (7 prósent) lagðir inn á sjúkrahús en enginn dó. Í hópnum sem fékk lyfleysuna voru 53 (14 prósent) lagðir inn og átta létust. Þegar niðurstöðurnar lágu fyrir lagði sjálfstæður hópur sérfræðinga til að rannsókninni yrði hætt og hafa talsmenn Merck gefið út að þeir hyggist sækja um markaðsleyfi eins fljótt og auðið er. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækjunum tveimur tilkynntu 35 prósent þátttakenda í lyfjahópnum um aukaverkanir og 40 prósent þátttakenda í lyfleysuhópnum. 1,3 prósent þátttakenda sem fengu lyfið hættu notkun þess en 3,4 hættu notkun lyfleysunnar. Molnupiravir var upphaflega þróað af lyfjaþróunarstofnun Emory University (DRIVE) og var þá kallað EIDD-2801. Það var afar umdeilt á sínum tíma, aðallega vegna þess eiginleika að geta valdið stökkbreytingum gena.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Lyf Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira