Lét árekstur ekki á sig fá og afhenti lundann að viðstöddu forystufólki Eiður Þór Árnason skrifar 30. september 2021 19:42 Mia Hansen-Løve frá Frakklandi og Joachim Trier frá Noregi fengu verðlaunin í dag. Samsett Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti í dag heiðursverðlaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík – RIFF við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Kvikmyndaleikstjórarnir Joachim Trier frá Noregi og Mia Hansen-Løve frá Frakklandi fengu heiðursverðlaunin þetta árið fyrir framúrskarandi listræna sýn í kvikmyndagerð. Voru verðlaunin afhent að viðstöddu forystufólki í íslenskri kvikmyndagerð, þátttakendum í kvikmyndahátíðinni og aðstandendum hennar. „Það er óhætt að fullyrða að Joachim og Mia séu með áhugaverðustu og eftirsóttustu ungu leikstjórum samtímans og því er það mikill heiður að þau hafi þekkst boðið um að koma á RIFF. Þau voru bæði með nýjar myndir í Cannes í sumar sem fengu afbragðs dóma og verða þær sýndar á RIFF ásamt eldri myndum þeirra. Mynd Joachims Versta manneskja í heimi hlaut verðlaun í Cannes fyrir besta kvenleik. Bergman Eyja eftir Miu hlaut mikla athygli og lof gagnrýnanda í Cannes í sumar,“ segir í tilkynningu frá RIFF. Rob Roth leikstjóri, Debbie Harry tónlistarkona, Inga Margrét Jónsdóttir verkefnastjóri, Guðni Th. Jóhannesson forseti, Mia Hansen-Løve leikstjóri, Joachim Trier leikstjóri og Hrönn Marínósdóttir framkvæmdastjóri.Vísir/Vilhelm Verðlaunaafhendingin átti að hefjast klukkan 16 en hálftíma síðar voru heiðursgestir ekki enn mættir. Þeir voru þá fastir í umferð vegna þriggja bíla áreksturs sem varð á Reykjavíkurvegi til móts við Arnarnesið. Guðni sló á létta strengi á Bessastöðum á meðan og bauð fólki að fá sér veitingar þótt heiðursgestirnir væru ekki mættir. Versta manneskja í heimi (Worst person in the World) eftir Joachim Trier er opnunarmynd RIFF þetta árið. Að vanda er heill flokkur tileinkaður verðlaunahöfunum og verða til sýnis þrjár myndir eftir bæði Miu og Joachim á hátíðinni. Meðal þeirra sem áður hafa hlotið verðlaunin eru leikarinn Mads Mikkelsen og kvikmyndaleikstjórarnir Milos Forman, Jim Jarmusch, Peter Greenaway og Susanne Bier. Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður var einnig viðstaddur athöfnina. Vísir/Vilhelm Mia Hansen-Løve Mia fæddist í París árið 1981 og lærði leiklist og starfaði sem gagnrýnandi áður en hún fann fjöl sína sem leikstjóri. Höfundarverk hennar samanstendur af sjö kvikmyndum í fullri lengd sem hafa hlotið verðlaun (Silfurbjörninn á Berlínarhátíðinni m.a.) og lof áhorfenda sem og gagnrýnanda. Kvikmyndaleikstjórinn Mia Hansen-Løve tók við lundanum en fuglinn er einkennismerki kvikmyndahátíðarinnar. Vísir/Vilhelm Kvikmyndir hennar eru einkar persónulegar og blanda því sjálfsævisögulega og skáldaða á merkilegan máta. Þaulhugsaður og hófstilltur stíll, sem hefur verið lýst sem gagnsæum, er sérkenni myndanna og leiðir áhorfendur rakleitt inn í söguheiminn. Frásagnirnar, jafnan gáfulegar, einkennast af miklum samtölum og setja persónusköpun og andrúmsloft í forgrunn. Einstakar og tilfinningalega djúpar kvikmyndir hennar skipa framvarðasveit franska bíósins í dag. Eins og áður sagði verða þrjár myndir sýndar eftir Miu á hátíðinni og eiga þær allar sammerkt að vera lýsandi fyrir stíl hennar en það er Bergman eyja/Bergman Island um par sem lokar sig af á eyju í gömlu afdrepi Ingmars Bergman til að ljúka við kvikmyndahandrit. Það sem verður/Things to Come fjallar um ástríðufulla konu sem er heimspekiprófessor, leikin af Isabelle Huppert. Þegar eiginmaður hennar yfirgefur hana fyrir aðra konu, öðlast hún óvænt frelsi. Að lokum er það Eden saga um táninginn Paul. Hann stofnar plötusnúðahóp ásamt vinum sínum og í sameiningu demba þeir sér í nætur kynlífs, vímuefna og tónlistar. Tónlistar- og kvikmyndaleikkonan Debbie Harry, leikstjórinn Rob Roth, Guðni Th. Jóhannesson forseti, leikstjórinn Joachim Trier og Hrönn Marínósdóttir, framkvæmdastjóri RIFF.Vísir/Vilhelm Joachim Trier Joachim þykir einn áhugaverðasti leikstjóri á Norðurlöndunum um þessar mundir og er sagður hafa mótandi áhrif þegar kemur að nútíma kvikmyndagerð þrátt fyrir ungan aldur. Hann steig sín fyrstu skref bak við myndavélina við gerð hjólabrettamyndbanda sem unglingur. Síðar stundaði hann kvikmyndagerðarnám í Danmörku og Bretlandi þar sem stuttmyndir hans vöktu strax mikla athygli. Guðni Th. Jóhannesson forseti veitti Joachim Trier verðlaunin á Bessastöðum síðdegis í dag. Með þeim er Inga Margrét Jónsdóttir, verkefnastjóri RIFF.Vísir/Vilhelm Fyrstu tvær kvikmyndir hans í fullri lengd, Reprise (2006) og Ósló 31. ágúst (2011), gerast í höfuðborg Norðmanna og mætti lýsa sem klassískum raunsæissögum af ungu fólki á krossgötum. Báðar nutu mikillar velgengni á kvikmyndahátíðum beggja vegna Atlantshafsins. Þeim fylgdi hann eftir með frumraun sinni á enskri tungu, Louder Than Bombs (2015), sem skartar stjörnum á borð við Isabelle Huppert og Jesse Eisenberg en sú mynd verður sýnd á hátíðinni auk nýjustu myndar Joachims The Worst Person in the World opnunarmynd RIFF í ár. Þriðja myndin úr smiðju Joachims verður Ósló, 31. ágúst / Oslo, August 31st og fjallar um dag í lífi Anders, fíkils í bata, sem fer í leyfi frá meðferðarstofnun í einn dag til að fara í atvinnuviðtal. Bíó og sjónvarp Forseti Íslands RIFF Tengdar fréttir Árekstur við Arnarnesið tefur fyrir veislu á Bessastöðum Þriggja bíla árekstur varð á Reykjavíkurvegi til móts við Arnarnesið um fjögurleytið í dag. Miklar tafir eru á umferð í suðurátt sem stendur vegna árekstursins sem veldur töfum á veislu á Bessastöðum. 30. september 2021 16:31 Joachim Trier og Mia Hansen - Löve hljóta heiðursverðlaun RIFF á Bessastöðum Kvikmyndaleikstjórarnir Joachim Trier frá Noregi og Mia Hansen - Löve frá Frakklandi hljóta heiðursverðlaun RIFF í ár fyrir framúrskarandi listræna sýn. 16. september 2021 18:00 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Sjá meira
Voru verðlaunin afhent að viðstöddu forystufólki í íslenskri kvikmyndagerð, þátttakendum í kvikmyndahátíðinni og aðstandendum hennar. „Það er óhætt að fullyrða að Joachim og Mia séu með áhugaverðustu og eftirsóttustu ungu leikstjórum samtímans og því er það mikill heiður að þau hafi þekkst boðið um að koma á RIFF. Þau voru bæði með nýjar myndir í Cannes í sumar sem fengu afbragðs dóma og verða þær sýndar á RIFF ásamt eldri myndum þeirra. Mynd Joachims Versta manneskja í heimi hlaut verðlaun í Cannes fyrir besta kvenleik. Bergman Eyja eftir Miu hlaut mikla athygli og lof gagnrýnanda í Cannes í sumar,“ segir í tilkynningu frá RIFF. Rob Roth leikstjóri, Debbie Harry tónlistarkona, Inga Margrét Jónsdóttir verkefnastjóri, Guðni Th. Jóhannesson forseti, Mia Hansen-Løve leikstjóri, Joachim Trier leikstjóri og Hrönn Marínósdóttir framkvæmdastjóri.Vísir/Vilhelm Verðlaunaafhendingin átti að hefjast klukkan 16 en hálftíma síðar voru heiðursgestir ekki enn mættir. Þeir voru þá fastir í umferð vegna þriggja bíla áreksturs sem varð á Reykjavíkurvegi til móts við Arnarnesið. Guðni sló á létta strengi á Bessastöðum á meðan og bauð fólki að fá sér veitingar þótt heiðursgestirnir væru ekki mættir. Versta manneskja í heimi (Worst person in the World) eftir Joachim Trier er opnunarmynd RIFF þetta árið. Að vanda er heill flokkur tileinkaður verðlaunahöfunum og verða til sýnis þrjár myndir eftir bæði Miu og Joachim á hátíðinni. Meðal þeirra sem áður hafa hlotið verðlaunin eru leikarinn Mads Mikkelsen og kvikmyndaleikstjórarnir Milos Forman, Jim Jarmusch, Peter Greenaway og Susanne Bier. Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður var einnig viðstaddur athöfnina. Vísir/Vilhelm Mia Hansen-Løve Mia fæddist í París árið 1981 og lærði leiklist og starfaði sem gagnrýnandi áður en hún fann fjöl sína sem leikstjóri. Höfundarverk hennar samanstendur af sjö kvikmyndum í fullri lengd sem hafa hlotið verðlaun (Silfurbjörninn á Berlínarhátíðinni m.a.) og lof áhorfenda sem og gagnrýnanda. Kvikmyndaleikstjórinn Mia Hansen-Løve tók við lundanum en fuglinn er einkennismerki kvikmyndahátíðarinnar. Vísir/Vilhelm Kvikmyndir hennar eru einkar persónulegar og blanda því sjálfsævisögulega og skáldaða á merkilegan máta. Þaulhugsaður og hófstilltur stíll, sem hefur verið lýst sem gagnsæum, er sérkenni myndanna og leiðir áhorfendur rakleitt inn í söguheiminn. Frásagnirnar, jafnan gáfulegar, einkennast af miklum samtölum og setja persónusköpun og andrúmsloft í forgrunn. Einstakar og tilfinningalega djúpar kvikmyndir hennar skipa framvarðasveit franska bíósins í dag. Eins og áður sagði verða þrjár myndir sýndar eftir Miu á hátíðinni og eiga þær allar sammerkt að vera lýsandi fyrir stíl hennar en það er Bergman eyja/Bergman Island um par sem lokar sig af á eyju í gömlu afdrepi Ingmars Bergman til að ljúka við kvikmyndahandrit. Það sem verður/Things to Come fjallar um ástríðufulla konu sem er heimspekiprófessor, leikin af Isabelle Huppert. Þegar eiginmaður hennar yfirgefur hana fyrir aðra konu, öðlast hún óvænt frelsi. Að lokum er það Eden saga um táninginn Paul. Hann stofnar plötusnúðahóp ásamt vinum sínum og í sameiningu demba þeir sér í nætur kynlífs, vímuefna og tónlistar. Tónlistar- og kvikmyndaleikkonan Debbie Harry, leikstjórinn Rob Roth, Guðni Th. Jóhannesson forseti, leikstjórinn Joachim Trier og Hrönn Marínósdóttir, framkvæmdastjóri RIFF.Vísir/Vilhelm Joachim Trier Joachim þykir einn áhugaverðasti leikstjóri á Norðurlöndunum um þessar mundir og er sagður hafa mótandi áhrif þegar kemur að nútíma kvikmyndagerð þrátt fyrir ungan aldur. Hann steig sín fyrstu skref bak við myndavélina við gerð hjólabrettamyndbanda sem unglingur. Síðar stundaði hann kvikmyndagerðarnám í Danmörku og Bretlandi þar sem stuttmyndir hans vöktu strax mikla athygli. Guðni Th. Jóhannesson forseti veitti Joachim Trier verðlaunin á Bessastöðum síðdegis í dag. Með þeim er Inga Margrét Jónsdóttir, verkefnastjóri RIFF.Vísir/Vilhelm Fyrstu tvær kvikmyndir hans í fullri lengd, Reprise (2006) og Ósló 31. ágúst (2011), gerast í höfuðborg Norðmanna og mætti lýsa sem klassískum raunsæissögum af ungu fólki á krossgötum. Báðar nutu mikillar velgengni á kvikmyndahátíðum beggja vegna Atlantshafsins. Þeim fylgdi hann eftir með frumraun sinni á enskri tungu, Louder Than Bombs (2015), sem skartar stjörnum á borð við Isabelle Huppert og Jesse Eisenberg en sú mynd verður sýnd á hátíðinni auk nýjustu myndar Joachims The Worst Person in the World opnunarmynd RIFF í ár. Þriðja myndin úr smiðju Joachims verður Ósló, 31. ágúst / Oslo, August 31st og fjallar um dag í lífi Anders, fíkils í bata, sem fer í leyfi frá meðferðarstofnun í einn dag til að fara í atvinnuviðtal.
Bíó og sjónvarp Forseti Íslands RIFF Tengdar fréttir Árekstur við Arnarnesið tefur fyrir veislu á Bessastöðum Þriggja bíla árekstur varð á Reykjavíkurvegi til móts við Arnarnesið um fjögurleytið í dag. Miklar tafir eru á umferð í suðurátt sem stendur vegna árekstursins sem veldur töfum á veislu á Bessastöðum. 30. september 2021 16:31 Joachim Trier og Mia Hansen - Löve hljóta heiðursverðlaun RIFF á Bessastöðum Kvikmyndaleikstjórarnir Joachim Trier frá Noregi og Mia Hansen - Löve frá Frakklandi hljóta heiðursverðlaun RIFF í ár fyrir framúrskarandi listræna sýn. 16. september 2021 18:00 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Sjá meira
Árekstur við Arnarnesið tefur fyrir veislu á Bessastöðum Þriggja bíla árekstur varð á Reykjavíkurvegi til móts við Arnarnesið um fjögurleytið í dag. Miklar tafir eru á umferð í suðurátt sem stendur vegna árekstursins sem veldur töfum á veislu á Bessastöðum. 30. september 2021 16:31
Joachim Trier og Mia Hansen - Löve hljóta heiðursverðlaun RIFF á Bessastöðum Kvikmyndaleikstjórarnir Joachim Trier frá Noregi og Mia Hansen - Löve frá Frakklandi hljóta heiðursverðlaun RIFF í ár fyrir framúrskarandi listræna sýn. 16. september 2021 18:00