„Ég er eiginlega bara partí plötusnúður“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. október 2021 10:00 Kristján Berg Fiskikóngurinn Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Kristján Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Fiskikóngsisn og Heitirpottar.is, segist vakna á nóttunni enda vekjaraklukkan stillt á rúmlega klukkan fimm. Þá þarf að huga að hvernig bátum hefur gengið að afla. Eitt það skemmtilegasta sem Kristján gerir er að vera plötusnúður og skemmta fólki. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna yfirleitt á nóttunni, þegar flestir eru sofandi. Vekjaraklukkan mín er stillt á 05:15. Yfirleitt mættur í fiskbúðina á Sogavegi rétt fyrir klukkan sex.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Það fyrsta sem ég geri er að setja hundana út að pissa, við vorum að fá okkur tvo hvolpa. Síðan athuga ég veðurspánna fyrir daginn og næstu daga, enda byggist reksturinn minn mikið uppá veðri; hvort bátarnir sem ég kaupi af komist út að veiða fisk eða ekki. Síðan skoða ég hvað ég keypti af fiski á fiskmarkaðinum í gær, hvað bátarnir komu með að landi og hvernig fiskvinnslan verður í byrjun dags. Síðan, oftast hoppa ég í heitapottinn og tek tíu mínútur þar, slaka á og skipulegg daginn. Potturinn er eiginlega minn sálfræðingur. Ég kem alltaf í góðu skapi úr pottinum, ferskur, hress og glaður, tilbúinn í daginn. Ég mæli með þessu.“ Hvað einkennir þig og þína tónlist í hlutverki DJ Kristján? „Ég er eiginlega bara partí plötusnúður. Ég vann í mörg ár á skemmtistaðnum Thorvaldsen, þegar hann var og hét það. Átti fimm góð ár þar. Ég spila eiginlega bara alla tónlist, en meira svona eldri tónlist í bland við nýtt og ferskt efni. Undanfarið hef ég ekki spilað mikið. Mitt síðast gigg var í 40 ára afmæli Seljaskóla þar sem voru rétt um eitt þúsund manns. Næsta gigg verður á Spáni, en ég er að fara út að spila golf og mitt hlutverk er svo að sjá um lokahófið, þar sem 200-300 manns verða í mat og drykk, sem endar svo í partí með DJ Kristjáni. Ég hef ekki áhyggjur af því. Þetta er svo hresst lið og allir í stuði í útlöndum. Svo hefur enginn farið á diskó í næstum tvö ár. Þannig að það er mikil tilhlökkun að fá að Dj-ast smá aftur, fá fólk til þess að dansa og brosa. Ég fæ mikið út úr því. Mér finnst rosalega gaman að skemmta fólki, þá skemmti ég mér best.“ Kristján býst við góðu stuði með Íslendingum á Spáni í kvöld enda segir hann þetta svo hresst lið þarna í útlöndum.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Það er alger breyting á fiskverslun minni á Sogavegi. Þar er planið að stækka verslunina, hafa meira pláss fyrir viðskiptavinina, meira vöruúrval og jafnvel að opna þar Fish&chips veitingastað. Síðan er ég búinn að fá byggingarleyfi á Höfðabakka, þar er ætlunin að teikna og stækka verslun og húsnæði. Ég er líka að hugsa um stækkun húsnæðis á Fosshálsi þar sem ég er að selja heita potta. Þá eru verkefni næsta árs á borðinu þar sem ég þarf að tryggja að koma vörum til landsins, þannig að ég eigi nóg til af pottum fyrir næsta ár og ég er byrjaður nú þegar að fá potta til landsins. Þetta ár var frekar erfitt vegna þess að það var eiginlega vöruskortur hjá okkur í heitum pottum. Mikil sala en erfitt að fá flutning til landsins, það hefur tekið mikið á. Síðan er markmiðið að reyna að lækka forgjöfina í golfi. Ef tími gefst til. Mér er bara alltaf svo kalt og þoli illa að vera í kulda og finnst ekki skemmtilegt að spila inni golf. En ég verð bara að bíta á jaxlinn og æfa mig úti á æfingasvæðinu því ég get ekki hugsað mér að taka eitt ár í viðbót með hærri forgjöf en Jón Vilberg vinur minn. Það myndi kæta hann of mikið.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég geri þetta eiginlega bara autopilot. Ég er búinn að selja fisk í þrjátíu og tvö ár og þetta er alltaf sama prógrammið. Potta hef ég selt í sextán ár, það er eiginlega orðið það sama, nema að salan er búin að vera rosaleg undanfarin fjögur ár. Þetta Covid hefur sett allt á hliðina og hefur krafist meiri undirbúnings og skipulagningar. Núna er ég til dæmis að kaupa potta fyrir næsta ár sem byrjar samt eiginlega hjá mér í apríl, maí á vorin. Sem er galið að þurfa að gera með svona löngum fyrirvara en þess þarf. Varðandi skipulagið sjálft er ég rosalega gamaldags. Ég er með allt handskrifað í dagbók. það hefur virkað fyrir mig í þrjá áratugi og virkar fínt enn. Sem betur fer, því að ég er algjör símaböðull og þá er gott að vera með dagbókina sína, alltaf á sama stað. Hún bilar ekki og verður ekki batteríslaus, heldur utan um allt mitt og sinnir því sem ég þarf að muna. Reyndar er ágætt að gleyma bara stundum einhverju, því maður þarf ekki að gera allt og vera alls staðar. Til dæmis er ágætt að gleyma símanum sínum heima einstaka sinnum. Það er eins og að taka sumarfrí þótt maður sé í vinnunni. Mæli með því að þið prófið þetta: Takið símalausan dag!“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég fer oftast upp í beddann um hálftíu. Horfi á tíufréttir og og sofna fljótlega eftir það. Ég er mjög fljótur að sofna. Í gamla daga gat ég sofnað í strætó þó svo það voru mikil læti þá í strætó í den...“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Liðin tíð að vaka frameftir og allt betra eftir fjölskyldusund Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, vaknar snemma og klárar helst hreyfingu dagsins á „ókristilegum tíma“ að eiginmanninum finnst. Hún segir það liðna tíð að geta vakað lengi fram eftir, reynir að vera með fyrri part vinnuvikunnar þyngri en síðari hlutann og í uppáhaldi eru sundferðir fjölskyldunnar. Þar stendur Sundhöll Reykjavíkur meðal annars upp úr, sem Ásta upplifir eins og að fara í sund á safni. 25. september 2021 10:00 „Er þetta ekki miðaldrakrísa? sagði einhver. Pottþétt, svaraði ég“ Þessa dagana þeysist Jón Kaldal um Ítalíu á mótorhjóli. Hann segir að eftir aldarfjórðung í faginu líti hann alltaf á sjálfan sig sem blaðamann. Í dag rekur hann félagið Forsíða og starfar við það að finna sjónarhorn, draga saman upplýsingar eða setja þær fram með hætti sem vekur athygli eða forvitni. Að því leytinu til, er starfið í dag náskylt blaðamennskunni. 18. september 2021 10:01 „Það eru bara fyrstu tvö skrefin sem eru erfið“ Unnur Guðrún Pálsdóttir, sem alltaf er kölluð Lukka, viðurkennir að vinnan í Greenfit á hug hennar allan. Hún segir markmið Greenfit að bjarga heilbrigðiskerfinu og fjárhag landsmanna því þar er viðskiptavinum kennt að lesa lykiltölur sínar varðandi heilsu. Sjálf elskar hún þennan árstíma þegar haustið er að byrja. Sérstaklega þá morgna þegar hún vaknar snemma og skellir sér út að hjóla. 11. september 2021 10:01 Vakin með knúsi en tjaldútilegurnar með eiginmanninum bestar Alma Dagbjört Möller landlæknir fær knús frá hundunum sínum þegar hún vaknar eldsnemma á morgnana og hlakkar alltaf til dagsins. Hún segir tjaldútilegu með eiginmanninum á hálendinu bestu leiðina til að aftengja sig frá daglegu amstri og í sumar fékk hún það nýja hlutverk að fara í morgungöngur með tvíburaömmustelpur í vagni. Í vinnunni gerir hún það sama og svo margir: Skrifar niður lista yfir helstu verkefni dagsins. 28. ágúst 2021 10:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna yfirleitt á nóttunni, þegar flestir eru sofandi. Vekjaraklukkan mín er stillt á 05:15. Yfirleitt mættur í fiskbúðina á Sogavegi rétt fyrir klukkan sex.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Það fyrsta sem ég geri er að setja hundana út að pissa, við vorum að fá okkur tvo hvolpa. Síðan athuga ég veðurspánna fyrir daginn og næstu daga, enda byggist reksturinn minn mikið uppá veðri; hvort bátarnir sem ég kaupi af komist út að veiða fisk eða ekki. Síðan skoða ég hvað ég keypti af fiski á fiskmarkaðinum í gær, hvað bátarnir komu með að landi og hvernig fiskvinnslan verður í byrjun dags. Síðan, oftast hoppa ég í heitapottinn og tek tíu mínútur þar, slaka á og skipulegg daginn. Potturinn er eiginlega minn sálfræðingur. Ég kem alltaf í góðu skapi úr pottinum, ferskur, hress og glaður, tilbúinn í daginn. Ég mæli með þessu.“ Hvað einkennir þig og þína tónlist í hlutverki DJ Kristján? „Ég er eiginlega bara partí plötusnúður. Ég vann í mörg ár á skemmtistaðnum Thorvaldsen, þegar hann var og hét það. Átti fimm góð ár þar. Ég spila eiginlega bara alla tónlist, en meira svona eldri tónlist í bland við nýtt og ferskt efni. Undanfarið hef ég ekki spilað mikið. Mitt síðast gigg var í 40 ára afmæli Seljaskóla þar sem voru rétt um eitt þúsund manns. Næsta gigg verður á Spáni, en ég er að fara út að spila golf og mitt hlutverk er svo að sjá um lokahófið, þar sem 200-300 manns verða í mat og drykk, sem endar svo í partí með DJ Kristjáni. Ég hef ekki áhyggjur af því. Þetta er svo hresst lið og allir í stuði í útlöndum. Svo hefur enginn farið á diskó í næstum tvö ár. Þannig að það er mikil tilhlökkun að fá að Dj-ast smá aftur, fá fólk til þess að dansa og brosa. Ég fæ mikið út úr því. Mér finnst rosalega gaman að skemmta fólki, þá skemmti ég mér best.“ Kristján býst við góðu stuði með Íslendingum á Spáni í kvöld enda segir hann þetta svo hresst lið þarna í útlöndum.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Það er alger breyting á fiskverslun minni á Sogavegi. Þar er planið að stækka verslunina, hafa meira pláss fyrir viðskiptavinina, meira vöruúrval og jafnvel að opna þar Fish&chips veitingastað. Síðan er ég búinn að fá byggingarleyfi á Höfðabakka, þar er ætlunin að teikna og stækka verslun og húsnæði. Ég er líka að hugsa um stækkun húsnæðis á Fosshálsi þar sem ég er að selja heita potta. Þá eru verkefni næsta árs á borðinu þar sem ég þarf að tryggja að koma vörum til landsins, þannig að ég eigi nóg til af pottum fyrir næsta ár og ég er byrjaður nú þegar að fá potta til landsins. Þetta ár var frekar erfitt vegna þess að það var eiginlega vöruskortur hjá okkur í heitum pottum. Mikil sala en erfitt að fá flutning til landsins, það hefur tekið mikið á. Síðan er markmiðið að reyna að lækka forgjöfina í golfi. Ef tími gefst til. Mér er bara alltaf svo kalt og þoli illa að vera í kulda og finnst ekki skemmtilegt að spila inni golf. En ég verð bara að bíta á jaxlinn og æfa mig úti á æfingasvæðinu því ég get ekki hugsað mér að taka eitt ár í viðbót með hærri forgjöf en Jón Vilberg vinur minn. Það myndi kæta hann of mikið.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég geri þetta eiginlega bara autopilot. Ég er búinn að selja fisk í þrjátíu og tvö ár og þetta er alltaf sama prógrammið. Potta hef ég selt í sextán ár, það er eiginlega orðið það sama, nema að salan er búin að vera rosaleg undanfarin fjögur ár. Þetta Covid hefur sett allt á hliðina og hefur krafist meiri undirbúnings og skipulagningar. Núna er ég til dæmis að kaupa potta fyrir næsta ár sem byrjar samt eiginlega hjá mér í apríl, maí á vorin. Sem er galið að þurfa að gera með svona löngum fyrirvara en þess þarf. Varðandi skipulagið sjálft er ég rosalega gamaldags. Ég er með allt handskrifað í dagbók. það hefur virkað fyrir mig í þrjá áratugi og virkar fínt enn. Sem betur fer, því að ég er algjör símaböðull og þá er gott að vera með dagbókina sína, alltaf á sama stað. Hún bilar ekki og verður ekki batteríslaus, heldur utan um allt mitt og sinnir því sem ég þarf að muna. Reyndar er ágætt að gleyma bara stundum einhverju, því maður þarf ekki að gera allt og vera alls staðar. Til dæmis er ágætt að gleyma símanum sínum heima einstaka sinnum. Það er eins og að taka sumarfrí þótt maður sé í vinnunni. Mæli með því að þið prófið þetta: Takið símalausan dag!“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég fer oftast upp í beddann um hálftíu. Horfi á tíufréttir og og sofna fljótlega eftir það. Ég er mjög fljótur að sofna. Í gamla daga gat ég sofnað í strætó þó svo það voru mikil læti þá í strætó í den...“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Liðin tíð að vaka frameftir og allt betra eftir fjölskyldusund Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, vaknar snemma og klárar helst hreyfingu dagsins á „ókristilegum tíma“ að eiginmanninum finnst. Hún segir það liðna tíð að geta vakað lengi fram eftir, reynir að vera með fyrri part vinnuvikunnar þyngri en síðari hlutann og í uppáhaldi eru sundferðir fjölskyldunnar. Þar stendur Sundhöll Reykjavíkur meðal annars upp úr, sem Ásta upplifir eins og að fara í sund á safni. 25. september 2021 10:00 „Er þetta ekki miðaldrakrísa? sagði einhver. Pottþétt, svaraði ég“ Þessa dagana þeysist Jón Kaldal um Ítalíu á mótorhjóli. Hann segir að eftir aldarfjórðung í faginu líti hann alltaf á sjálfan sig sem blaðamann. Í dag rekur hann félagið Forsíða og starfar við það að finna sjónarhorn, draga saman upplýsingar eða setja þær fram með hætti sem vekur athygli eða forvitni. Að því leytinu til, er starfið í dag náskylt blaðamennskunni. 18. september 2021 10:01 „Það eru bara fyrstu tvö skrefin sem eru erfið“ Unnur Guðrún Pálsdóttir, sem alltaf er kölluð Lukka, viðurkennir að vinnan í Greenfit á hug hennar allan. Hún segir markmið Greenfit að bjarga heilbrigðiskerfinu og fjárhag landsmanna því þar er viðskiptavinum kennt að lesa lykiltölur sínar varðandi heilsu. Sjálf elskar hún þennan árstíma þegar haustið er að byrja. Sérstaklega þá morgna þegar hún vaknar snemma og skellir sér út að hjóla. 11. september 2021 10:01 Vakin með knúsi en tjaldútilegurnar með eiginmanninum bestar Alma Dagbjört Möller landlæknir fær knús frá hundunum sínum þegar hún vaknar eldsnemma á morgnana og hlakkar alltaf til dagsins. Hún segir tjaldútilegu með eiginmanninum á hálendinu bestu leiðina til að aftengja sig frá daglegu amstri og í sumar fékk hún það nýja hlutverk að fara í morgungöngur með tvíburaömmustelpur í vagni. Í vinnunni gerir hún það sama og svo margir: Skrifar niður lista yfir helstu verkefni dagsins. 28. ágúst 2021 10:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Liðin tíð að vaka frameftir og allt betra eftir fjölskyldusund Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, vaknar snemma og klárar helst hreyfingu dagsins á „ókristilegum tíma“ að eiginmanninum finnst. Hún segir það liðna tíð að geta vakað lengi fram eftir, reynir að vera með fyrri part vinnuvikunnar þyngri en síðari hlutann og í uppáhaldi eru sundferðir fjölskyldunnar. Þar stendur Sundhöll Reykjavíkur meðal annars upp úr, sem Ásta upplifir eins og að fara í sund á safni. 25. september 2021 10:00
„Er þetta ekki miðaldrakrísa? sagði einhver. Pottþétt, svaraði ég“ Þessa dagana þeysist Jón Kaldal um Ítalíu á mótorhjóli. Hann segir að eftir aldarfjórðung í faginu líti hann alltaf á sjálfan sig sem blaðamann. Í dag rekur hann félagið Forsíða og starfar við það að finna sjónarhorn, draga saman upplýsingar eða setja þær fram með hætti sem vekur athygli eða forvitni. Að því leytinu til, er starfið í dag náskylt blaðamennskunni. 18. september 2021 10:01
„Það eru bara fyrstu tvö skrefin sem eru erfið“ Unnur Guðrún Pálsdóttir, sem alltaf er kölluð Lukka, viðurkennir að vinnan í Greenfit á hug hennar allan. Hún segir markmið Greenfit að bjarga heilbrigðiskerfinu og fjárhag landsmanna því þar er viðskiptavinum kennt að lesa lykiltölur sínar varðandi heilsu. Sjálf elskar hún þennan árstíma þegar haustið er að byrja. Sérstaklega þá morgna þegar hún vaknar snemma og skellir sér út að hjóla. 11. september 2021 10:01
Vakin með knúsi en tjaldútilegurnar með eiginmanninum bestar Alma Dagbjört Möller landlæknir fær knús frá hundunum sínum þegar hún vaknar eldsnemma á morgnana og hlakkar alltaf til dagsins. Hún segir tjaldútilegu með eiginmanninum á hálendinu bestu leiðina til að aftengja sig frá daglegu amstri og í sumar fékk hún það nýja hlutverk að fara í morgungöngur með tvíburaömmustelpur í vagni. Í vinnunni gerir hún það sama og svo margir: Skrifar niður lista yfir helstu verkefni dagsins. 28. ágúst 2021 10:01