Belichick: Ef einhver getur leikið til fimmtugs þá er það Tom Brady Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2021 16:45 Tom Brady heldur áfram að fara á kostum með Tampa Bay Buccaneers þrátt fyrir að vera orðinn 44 ára gamall. Getty/Julio Aguilar Það er mikil spenna í Bandaríkjunum fyrir endurkomu Tom Brady á gamla heimavöllinn sinn í NFL-deildinni um helgina. NFL meistararnir í Tampa Bay Buccaneers heimsækja þá New England Patriots. Þetta verður fyrsti leikurinn sem Tom Brady spilar á sínum gamla heimavelli þar sem hann réð ríkjum í tuttugu ár sem leikstjórnandi liðsins og vann á þeim tíma sex meistaratitla. Þjálfari Brady allan þann tíma var Bill Belichick sem er enn þjálfari New England Patriots liðsins. Belichick hefur auðvitað fengið mikið af Brady spurningum í vikunni. Brady. Belichick. Sunday Night. The TA Game of the Week pic.twitter.com/b85MsV0EN6— NFL Total Access (@NFLTotalAccess) September 28, 2021 „Hvað segið þið? Ekkert í fréttum í þessari viku,“ sagði Bill Belichick í gríni þegar hann mætti á blaðamannafundinn. Auðvitað vissi hann að það voru allir fjölmiðlamenn komnir til að fá eitthvað frá honum um Brady. „Ekkert sem Tom gerir kemur mér á óvart. Hann er frábær leikmaður sem leggur mikið á sig og hugsar vel um sig,“ sagði Belichick. Bill Belichick and @tomecurran have an exchange back and forth on Tom Brady... pic.twitter.com/Vcz7DAUTly— NBC Sports Boston (@NBCSBoston) September 27, 2021 „Hann hefur talað um það að spila þar til að hann verður fimmtugur. Ef einhver getur það þá er það hann,“ sagði Belichick. „Tom hefur átt ótrúlegan feril. Það er ekki nóg til af lýsingarorðum og hástigsorðum svo hægt sé hrósa honum fyrir allt sem hann hefur afrekað og heldur áfram að afreka. Það er ótrúlega tilkomumikið,“ sagði Belichick. Patriots Home Record under Bill Belichickwith Tom Brady 121-20with all other QBs 14-14 pic.twitter.com/P0nsYUuQsX— NFL on CBS (@NFLonCBS) September 22, 2021 Mikið hefur verið rætt og skrifað um slæmt samkomulag á milli þeirra sem hafi átt þátt í því að Brady flúði New England Patriots eftir allan þennan tíma. „Ég held að það sé gott, það hefur alltaf verið gott,“ sagði Belichick. Hann gerði líka lítið úr staðreyndum í nýrri bók sem gerir mikið úr ósætti þeirra tveggja. Þar kemur meðal annars fram að Belichick hafi ekki fundið tíma til að kveðja Brady í persónu. NFL Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Sjá meira
Þetta verður fyrsti leikurinn sem Tom Brady spilar á sínum gamla heimavelli þar sem hann réð ríkjum í tuttugu ár sem leikstjórnandi liðsins og vann á þeim tíma sex meistaratitla. Þjálfari Brady allan þann tíma var Bill Belichick sem er enn þjálfari New England Patriots liðsins. Belichick hefur auðvitað fengið mikið af Brady spurningum í vikunni. Brady. Belichick. Sunday Night. The TA Game of the Week pic.twitter.com/b85MsV0EN6— NFL Total Access (@NFLTotalAccess) September 28, 2021 „Hvað segið þið? Ekkert í fréttum í þessari viku,“ sagði Bill Belichick í gríni þegar hann mætti á blaðamannafundinn. Auðvitað vissi hann að það voru allir fjölmiðlamenn komnir til að fá eitthvað frá honum um Brady. „Ekkert sem Tom gerir kemur mér á óvart. Hann er frábær leikmaður sem leggur mikið á sig og hugsar vel um sig,“ sagði Belichick. Bill Belichick and @tomecurran have an exchange back and forth on Tom Brady... pic.twitter.com/Vcz7DAUTly— NBC Sports Boston (@NBCSBoston) September 27, 2021 „Hann hefur talað um það að spila þar til að hann verður fimmtugur. Ef einhver getur það þá er það hann,“ sagði Belichick. „Tom hefur átt ótrúlegan feril. Það er ekki nóg til af lýsingarorðum og hástigsorðum svo hægt sé hrósa honum fyrir allt sem hann hefur afrekað og heldur áfram að afreka. Það er ótrúlega tilkomumikið,“ sagði Belichick. Patriots Home Record under Bill Belichickwith Tom Brady 121-20with all other QBs 14-14 pic.twitter.com/P0nsYUuQsX— NFL on CBS (@NFLonCBS) September 22, 2021 Mikið hefur verið rætt og skrifað um slæmt samkomulag á milli þeirra sem hafi átt þátt í því að Brady flúði New England Patriots eftir allan þennan tíma. „Ég held að það sé gott, það hefur alltaf verið gott,“ sagði Belichick. Hann gerði líka lítið úr staðreyndum í nýrri bók sem gerir mikið úr ósætti þeirra tveggja. Þar kemur meðal annars fram að Belichick hafi ekki fundið tíma til að kveðja Brady í persónu.
NFL Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Sjá meira