Alvarlegasti misbrestur í lýðveldissögunni Eiður Þór Árnason skrifar 29. september 2021 23:52 Karl Gauti Hjaltason og Helga Vala Helgadóttir eru sammála um að staðan sé snúin Vísir Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, segir að þetta sé í fyrsta sinn í lýðveldissögu Íslands sem alvarlegur misbrestur hafi komið upp við framkvæmd kosninga. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, segir stöðuna vera fádæma klúður. „Það var ekkert að kosningunum sjálfum og ekkert að talningunni sjálfri. Það voru gefnar út lokatölur að morgni sunnudags og síðan hefst einhver atburðarás sem hefur verið gagnrýnd afskaplega mikið, meðal annars af mér og versnar sífellt með hverjum deginum,“ sagði Karl Gauti í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við getum sem lýðræðissamfélag ekki liðið það að horft sé fram hjá því ef svona alvarlegir ágallar eru á framkvæmdinni eins og þarna hafa komið í ljós.“ Margar spurningar hafa vaknað um framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi eftir að niðurstöður breyttust í endurtalningu. Þá hefur komið fram að kjörseðlar hafi ekki verði innsiglaðir áður en kjörstjórn yfirgaf þá að lokinni talningu, líkt og kveðið á er um í lögum. Landskjörstjórn gaf út í gær að hún hafi ekki fengið staðfest að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningastað hafi verið fullnægjandi. Málið væri nú í höndum Alþingis sem eigi að úrskurða um lögmæti niðurstöðunnar. Staðan önnur ef búið væri að breyta stjórnarskránni Helga Vala segir það mjög auðvitað mjög óheppilegt að alþingismenn þurfi núna að ákveða hvort niðurstöðurnar úr Norðvesturkjördæmi séu lögmætar. „Þarna fara persónur og leikendur að skipta mjög miklu máli og það í rauninni gerir þetta allt mjög flókið hérna inni [á Alþingi]. Það er ekki atkvæða að þvælast á milli flokka heldur innan flokka.“ Hún bætir við að ef tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands hafi orðið að veruleika væri staðan önnur, samkvæmt þeim væri hægt að senda ákvörðunina til nefndar utan Alþingis. Viltu endurkosningu? „Ég ætla bara ekki alveg að tjá mig um það hvaða leið eigi að fara en þetta er alveg fádæma klúður,“ segir Helga Vala. Karl Gauti segir að yfirkjörstjórnin í Norðvesturkjördæmi geti enn afturkallað ákvarðanir sínar. Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
„Það var ekkert að kosningunum sjálfum og ekkert að talningunni sjálfri. Það voru gefnar út lokatölur að morgni sunnudags og síðan hefst einhver atburðarás sem hefur verið gagnrýnd afskaplega mikið, meðal annars af mér og versnar sífellt með hverjum deginum,“ sagði Karl Gauti í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við getum sem lýðræðissamfélag ekki liðið það að horft sé fram hjá því ef svona alvarlegir ágallar eru á framkvæmdinni eins og þarna hafa komið í ljós.“ Margar spurningar hafa vaknað um framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi eftir að niðurstöður breyttust í endurtalningu. Þá hefur komið fram að kjörseðlar hafi ekki verði innsiglaðir áður en kjörstjórn yfirgaf þá að lokinni talningu, líkt og kveðið á er um í lögum. Landskjörstjórn gaf út í gær að hún hafi ekki fengið staðfest að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningastað hafi verið fullnægjandi. Málið væri nú í höndum Alþingis sem eigi að úrskurða um lögmæti niðurstöðunnar. Staðan önnur ef búið væri að breyta stjórnarskránni Helga Vala segir það mjög auðvitað mjög óheppilegt að alþingismenn þurfi núna að ákveða hvort niðurstöðurnar úr Norðvesturkjördæmi séu lögmætar. „Þarna fara persónur og leikendur að skipta mjög miklu máli og það í rauninni gerir þetta allt mjög flókið hérna inni [á Alþingi]. Það er ekki atkvæða að þvælast á milli flokka heldur innan flokka.“ Hún bætir við að ef tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands hafi orðið að veruleika væri staðan önnur, samkvæmt þeim væri hægt að senda ákvörðunina til nefndar utan Alþingis. Viltu endurkosningu? „Ég ætla bara ekki alveg að tjá mig um það hvaða leið eigi að fara en þetta er alveg fádæma klúður,“ segir Helga Vala. Karl Gauti segir að yfirkjörstjórnin í Norðvesturkjördæmi geti enn afturkallað ákvarðanir sínar.
Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira