Bæjarar hófu Meistaradeildina á 3-0 sigri á Barcelona og hélt gott gengi þeirra áfram í kvöld er Kyiv mætti á Allianz-völlinn. Robert Lewandowski kom Bæjurum yfir með marki úr vítaspyrnu og tvöfaldaði forystuna með marki þegar tæpur hálftími var liðinn, staðan 2-0 í hálfleik.
Serge Gnabry þrumaði knettinum í slá og inn um miðbik síðari hálfleiks. Leroy Sané kom Bayern í 4-0 og hinn skemmtilegi Eric Maxim Choupo-Moting tryggði glæsilegan 5-0 sigur með marki á 87. mínútu.
Í G-riðli vann Salzburg 2-1 sigur á Lille þar sem Karim Adeyemi skoraði bæði mörk heimamanna úr vítaspyrnum. Í hinum leik riðilsins gerðu Wolfsburg og Sevilla 1-1 jafntefli.

Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.