Hvað ætlar þú að prenta í matinn? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir og Brynja Laxdal skrifa 29. september 2021 11:31 Matarmenning er hverri þjóð mikilvæg enda speglar hún sögu okkar og er lituð af tíðarfari og náttúru. Hún er byggð á hefðum en innblásin af samtímanum. Matarsmekkur okkar er að verða hnattrænni og sumir óttast að matarmenning okkar sé að þynnast út vegna þess og ekki minnka áhyggjurnar vegna hraðrar þróunar á framleiðslumöguleikum matvæla. Það er komin ný kynslóð matar á sjónarsviðið, nýir próteingjafar bætast við fæðukeðjuna og hver veit nema eftir nokkur ár hættum við að spyrja hvað er í matinn heldur hvað eigum við að prenta í matinn. Því er nefnilega spáð er að þrívíddar matarprentarar verði jafn algeng heimilisvara og örbylgjuofninn. Við gætum t.d. líka farið að framleiða svínasíður eða nautalundir með stofnfrumutækni og slegið á umræður um skortstöðu og innflutning og hver veit nema við förum að rækta suðræna ávexti hérlendis með stofnfrumutækni. Lóðréttur landbúnaður mun færast í aukana þar sem ræktuð eru salöt, grænsprettur, æt blóm og meira að segja er wasabi framleitt hér á landi með vatnsræktarkerfi. Jarðhitinn til matvælaframleiðslu er alveg sér á báti fyrir okkur Íslendinga og endalausir möguleikar til að nýta hann. Þrátt fyrir þessa nýju tækni munum við ætíð eiga okkar matarmenningu sem á rætur til forfeðra okkar sem sýndu ótrúlega hæfni til að lifa af kalda og dimma vetur. Matarferðaþjónusta er hratt vaxandi grein innan ferðaþjónustunnar og fellur vel að þeim atvinnugreinum sem eru um allar landsbyggðir. Hún er vaxandi af því að yngri kynslóðin um 20 – 40 ára vill fræðast um menningu og sögu í gegnum matinn. En fljótlega fara fleiri þættir að skipta máli því heilsa, umhverfisvernd og sjálfbærni er neytendum hugleikið og við þurfum líka að læra að miðla þessum upplýsingum í gegnum matinn. Þörf er á markvissri kynningarstefnu sem hefur það að markmiði að skapa áhuga og eftirspurn eftir matartengdri afþreyingu og nærsamfélagsneyslu en ekki síður að bregðast við þeim áhuga og þeirri eftirspurn sem þegar er til staðar. Efla þarf samfélagsvitund um þá sérstöðu til matvælaframleiðslu sem við búum við, þekkingu á matararfleifð okkar og um tækifæri til framtíðar. Að byggja upp áfangastað sem ætlar sér sess sem eftirsóttur mataráfangastaður krefst öflugrar samvinnu og samtakamáttar til að slagkraftur skilaboðanna verði sterkur. Þjónusta og gæði þurfa að fylgjast að við markaðssetningu og innviðir þurfa að vera tilbúnir til að standa undir fyrirheitum og væntingum. Nýta þarf meðbyrinn sem er til staðar og knýja á um nauðsynlegar breytingar til að standa undir ímynd Íslands sem áhugaverðs mataráfangastaðar. Til að fara enn frekar yfir öll þau óþrjótandi tækifæri sem framtíðin hefur uppá að bjóða í mat og ferðaþjónustu verður efnt til viðburðaveislu á Austurlandi fimmtudaginn 30.september sem hefst með ráðstefnunni Nordic Food in Tourism. Ráðstefnan er hluti af þriggja ára verkefni sem er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og leitt af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Íslenska ferðaklasanum og Matís með samstarfi allra Norðurlandanna. Auk ráðstefnunnar fimmtudaginn 30. september er efnt til Matarmóts á föstudaginn og lausnarmótið Hacking Austurland verður í gangi frá 30. September – 2.október. Enn er opið fyrir skráningu á streymishluta ráðstefnunnar inni á www.nordicfoodintourism.is. Upplýsingar um matarmótið má finna á www.austurbru.is. Ráðstefnan fer fram á ensku og hefst kl 10:00. Alls hafa um 250 manns víðs vegar að úr heiminum skráð sig á ráðstefnuna enda þétt og áhugaverð dagskrá með innlendum og erlendum fyrirlesurum. Allar nánari upplýsingar má finna hér: www.nordicfoodintourism.is Höfundar eru verkefnastjórar og tengiliðir verkefnisins. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans Brynja Laxdal, verkefnastjóri Nordic Food in Tourism Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matur Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Matarmenning er hverri þjóð mikilvæg enda speglar hún sögu okkar og er lituð af tíðarfari og náttúru. Hún er byggð á hefðum en innblásin af samtímanum. Matarsmekkur okkar er að verða hnattrænni og sumir óttast að matarmenning okkar sé að þynnast út vegna þess og ekki minnka áhyggjurnar vegna hraðrar þróunar á framleiðslumöguleikum matvæla. Það er komin ný kynslóð matar á sjónarsviðið, nýir próteingjafar bætast við fæðukeðjuna og hver veit nema eftir nokkur ár hættum við að spyrja hvað er í matinn heldur hvað eigum við að prenta í matinn. Því er nefnilega spáð er að þrívíddar matarprentarar verði jafn algeng heimilisvara og örbylgjuofninn. Við gætum t.d. líka farið að framleiða svínasíður eða nautalundir með stofnfrumutækni og slegið á umræður um skortstöðu og innflutning og hver veit nema við förum að rækta suðræna ávexti hérlendis með stofnfrumutækni. Lóðréttur landbúnaður mun færast í aukana þar sem ræktuð eru salöt, grænsprettur, æt blóm og meira að segja er wasabi framleitt hér á landi með vatnsræktarkerfi. Jarðhitinn til matvælaframleiðslu er alveg sér á báti fyrir okkur Íslendinga og endalausir möguleikar til að nýta hann. Þrátt fyrir þessa nýju tækni munum við ætíð eiga okkar matarmenningu sem á rætur til forfeðra okkar sem sýndu ótrúlega hæfni til að lifa af kalda og dimma vetur. Matarferðaþjónusta er hratt vaxandi grein innan ferðaþjónustunnar og fellur vel að þeim atvinnugreinum sem eru um allar landsbyggðir. Hún er vaxandi af því að yngri kynslóðin um 20 – 40 ára vill fræðast um menningu og sögu í gegnum matinn. En fljótlega fara fleiri þættir að skipta máli því heilsa, umhverfisvernd og sjálfbærni er neytendum hugleikið og við þurfum líka að læra að miðla þessum upplýsingum í gegnum matinn. Þörf er á markvissri kynningarstefnu sem hefur það að markmiði að skapa áhuga og eftirspurn eftir matartengdri afþreyingu og nærsamfélagsneyslu en ekki síður að bregðast við þeim áhuga og þeirri eftirspurn sem þegar er til staðar. Efla þarf samfélagsvitund um þá sérstöðu til matvælaframleiðslu sem við búum við, þekkingu á matararfleifð okkar og um tækifæri til framtíðar. Að byggja upp áfangastað sem ætlar sér sess sem eftirsóttur mataráfangastaður krefst öflugrar samvinnu og samtakamáttar til að slagkraftur skilaboðanna verði sterkur. Þjónusta og gæði þurfa að fylgjast að við markaðssetningu og innviðir þurfa að vera tilbúnir til að standa undir fyrirheitum og væntingum. Nýta þarf meðbyrinn sem er til staðar og knýja á um nauðsynlegar breytingar til að standa undir ímynd Íslands sem áhugaverðs mataráfangastaðar. Til að fara enn frekar yfir öll þau óþrjótandi tækifæri sem framtíðin hefur uppá að bjóða í mat og ferðaþjónustu verður efnt til viðburðaveislu á Austurlandi fimmtudaginn 30.september sem hefst með ráðstefnunni Nordic Food in Tourism. Ráðstefnan er hluti af þriggja ára verkefni sem er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og leitt af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Íslenska ferðaklasanum og Matís með samstarfi allra Norðurlandanna. Auk ráðstefnunnar fimmtudaginn 30. september er efnt til Matarmóts á föstudaginn og lausnarmótið Hacking Austurland verður í gangi frá 30. September – 2.október. Enn er opið fyrir skráningu á streymishluta ráðstefnunnar inni á www.nordicfoodintourism.is. Upplýsingar um matarmótið má finna á www.austurbru.is. Ráðstefnan fer fram á ensku og hefst kl 10:00. Alls hafa um 250 manns víðs vegar að úr heiminum skráð sig á ráðstefnuna enda þétt og áhugaverð dagskrá með innlendum og erlendum fyrirlesurum. Allar nánari upplýsingar má finna hér: www.nordicfoodintourism.is Höfundar eru verkefnastjórar og tengiliðir verkefnisins. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans Brynja Laxdal, verkefnastjóri Nordic Food in Tourism
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun