Lífið

Stórt skref að segja bæði upp vinnunni og taka áhættuna

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Linda Rakel Jónsdóttir og Ingi Torfi Sverrisson gáfu út bók saman og reka saman fyrirtæki.
Linda Rakel Jónsdóttir og Ingi Torfi Sverrisson gáfu út bók saman og reka saman fyrirtæki. Ísland í dag

Ingi Torfi Sverrisson og unnusta hans Linda Rakel Jónsdóttir tóku u-beygju í lífinu þegar þau sögðu upp öruggum störfum og stofnuðu eigið fyrirtæki.

ITS sérhæfir sig í því að þjálfa og leiðbeina fólki að ná tökum á sínu mataræði með macro- eða makrósumataræði, aðferð sem byggir á því að vigta og skrá allt ofan í sig. 

Ingi Torfi segir að þetta gangi út á að þau vinna með næringarefnin kolvetni, prótein og fitu.

„Það er grunnhugmyndin að hafa það mælanlegt og í fyrirfram ákveðnu magni fyrir hvern og einn,“ útskýrir Ingi Torfi. Í viðtali í Ísland í dag sögðu þau gagnrýnisraddir ekki á sig fá og eru sífellt að bæta við sig viðskiptavinum.

„Ég var örugglega búin að prófa alla kúrana,“ viðurkennir Linda Rakel. „Safakúr, melónukúr, Paleo, fasta, 5:2, ég prófaði þetta allt. Þegar ég byrjaði að telja macros þá kemur svo mikil þekking, sem er það sem gerir þetta af lífsstíl. Þú lærir svo mikið af þessu.“

Þau segja að þeirra aðferð sé ekki megrunarkúr. Gagnrýnisraddirnar snúist oftast um það að vigta allt ofan í sig. Í viðtalinu segja þau að margir sem gagnrýna vini sína fyrir að standa í þessu, endi oft sjálfir í þjálfun hjá þeim eftir smá tíma.

„Árangurinn er oft svo augljós. Þegar við tölum um árangur þá tölum við líka um líðan, svefn og orkustig,“ segir Ingi Torfi. „Ef þú ert vel nærður þá verður skapið betra og blóðsykurinn jafnari. Þú verður bara skemmtilegri.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.