Óvissa um framtíð Hannesar og Valsmenn svara ekki Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2021 11:31 Hannes Þór Halldórsson átti gott tímabil með Val en liðið olli vonbrigðum. mynd/Hafliði Breiðfjörð Landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi Hannes Þór Halldórsson gæti verið á förum frá Val þrátt fyrir að eiga enn eftir eitt ár af samningi sínum við félagið. Fótbolti.net greindi frá því á sunnudag að hollenski markvörðurinn Guy Smit væri á förum til Vals eftir frábæra frammistöðu með Leikni á sinni fyrstu leiktíð í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. Koma Smits á Hlíðarenda vekur upp spurningar um framtíð Hannesar sem í haust lagði landsliðshanskana á hilluna. Hann verður orðinn 38 ára gamall þegar næsta leiktíð hefst í Pepsi Max-deildinni. Hannes vildi ekkert tjá sig um málið við Vísi. Sigurður Kristinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vals, sagði leikmannamál á könnu formannsins Barkar Edvardssonar en Börkur hefur ekki svarað þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Uppfært klukkan 12.45: Vísir náði tali af Berki eftir að greinin birtist en hann sagði aðeins að Hannes væri með samning til eins árs í viðbót hjá Val og vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Í stuttu samtali við Fótbolta.net svaraði Hannes, aðspurður hvort einhverjar viðræður væru í gangi: „Nei, það eru engar og næst ekki í neinn niðri á Hlíðarenda." Hannes þótti leika vel í sumar en lið Vals olli miklum vonbrigðum og endaði í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar auk þess að falla úr leik gegn Lengjudeildarliði Vestra í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Smit er 25 ára gamall og hefur varið mark Leiknis síðustu tvö tímabil. Þeir Hannes voru á sama tíma hjá hollenska félaginu NEC Nijmegen tímabilið 2015-16. Kristinn rætt við önnur félög Kristinn Freyr Sigurðsson er á förum frá Val en hann hefur átt í viðræðum við Breiðablik og fleiri félög hafa sýnt honum áhuga. Hann er samningslaus en hans mál ættu að skýrast í vikunni. Kristinn, sem er uppalinn hjá Fjölni, hefur verið í burðarhlutverki hjá Val um langt árabil. Hann hefur leikið með Val frá árinu 2012, ef undan er skilin ein leiktíð með Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni 2017. Kristinn, sem verður þrítugur á jóladag, var í byrjunarliði Vals í 18 leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar og kom við sögu í öllum leikjum nema einum. Hann skoraði eitt mark. Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
Fótbolti.net greindi frá því á sunnudag að hollenski markvörðurinn Guy Smit væri á förum til Vals eftir frábæra frammistöðu með Leikni á sinni fyrstu leiktíð í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. Koma Smits á Hlíðarenda vekur upp spurningar um framtíð Hannesar sem í haust lagði landsliðshanskana á hilluna. Hann verður orðinn 38 ára gamall þegar næsta leiktíð hefst í Pepsi Max-deildinni. Hannes vildi ekkert tjá sig um málið við Vísi. Sigurður Kristinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vals, sagði leikmannamál á könnu formannsins Barkar Edvardssonar en Börkur hefur ekki svarað þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Uppfært klukkan 12.45: Vísir náði tali af Berki eftir að greinin birtist en hann sagði aðeins að Hannes væri með samning til eins árs í viðbót hjá Val og vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Í stuttu samtali við Fótbolta.net svaraði Hannes, aðspurður hvort einhverjar viðræður væru í gangi: „Nei, það eru engar og næst ekki í neinn niðri á Hlíðarenda." Hannes þótti leika vel í sumar en lið Vals olli miklum vonbrigðum og endaði í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar auk þess að falla úr leik gegn Lengjudeildarliði Vestra í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Smit er 25 ára gamall og hefur varið mark Leiknis síðustu tvö tímabil. Þeir Hannes voru á sama tíma hjá hollenska félaginu NEC Nijmegen tímabilið 2015-16. Kristinn rætt við önnur félög Kristinn Freyr Sigurðsson er á förum frá Val en hann hefur átt í viðræðum við Breiðablik og fleiri félög hafa sýnt honum áhuga. Hann er samningslaus en hans mál ættu að skýrast í vikunni. Kristinn, sem er uppalinn hjá Fjölni, hefur verið í burðarhlutverki hjá Val um langt árabil. Hann hefur leikið með Val frá árinu 2012, ef undan er skilin ein leiktíð með Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni 2017. Kristinn, sem verður þrítugur á jóladag, var í byrjunarliði Vals í 18 leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar og kom við sögu í öllum leikjum nema einum. Hann skoraði eitt mark.
Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira