Fyrsta konan til að spila með körlum í Hollandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2021 17:00 Barátta Ellen Fokkema fyrir að fá að spila með strákunum hefur vakið talsverða athygli. Getty/Henk Jan Dijks Knattspyrnukonan Ellen Fokkema skrifaði söguna í hollenska fótboltanum um helgina þegar hún kom inn á sem varamaður í fyrsta leik VV Foarut á leiktíðinni. Jú þessi tuttugu ára gamla kona varð þá sú fyrsta til að spila í karlaboltanum í Hollandi. Fokkema hafði spilað með strákum allan sinn feril en hafði aðeins mátt spila með yngri flokka liðum eða áhugamannaliðum. Ekki í keppni fullorðinna. Fokkema barðist fyrir því að fá leyfi frá hollenska knattspyrnusambandinu til að spila með körlunum. Í maí 2021 fékkst það og um helgina var komið að stundinni sem hún hafði beðið svo lengi eftir. Ellen Fokkema schrijft geschiedenis als vrouw tussen de mannen in het eerste van @vvFoarut. Bekijk de hele video hier — ESPN NL (@ESPNnl) September 27, 2021 Fokkema byrjaði reyndar á bekknum en kom inn á sem varamaður á 60. mínútu. „Ég reyni að nota klókindin því annars gengi þetta aldrei upp hjá mér. Það er líffræðilega ákveðið,“ sagði Ellen Fokkema í viðtali við ESPN. Fokkema er að læra verða hjúkrunarfræðingur og á aðeins sex mánuði eftir að því námi. Hún var að vinna á neyðarmóttökunni á sjúkrahúsinu í bænum í vikunni fyrir leikinn. Það er ekki vanalegt að varamaður í liði sem tapar 4-0 í níundu deild fái svona fjölmiðlaathygli en þetta var sögulegur dagur og því fullt af myndavélum á staðnum. Ellen Fokkema breaks Dutch age barrier to play football against men https://t.co/iZhpN8pZC9— The Guardian (@guardian) August 8, 2020 „Ég býst við því að þetta sé merkur áfangi fyrir fótboltann í heild sinni. Konur mega velja með hvaða liði þær spila. Það er nýtt að þær hafa valið. Ég vona að ég verði ekki sú síðasta því annars hefði þetta allt verið til einskis,“ sagði Ellen. Það búa aðeins 2665 í bænum Menaam og allir þekkja því alla. Sex af strákunum sem hafa spilað við hlið hennar í gegnum tíðina eru allir liðsfélagar hennar ennþá. „Ég var vön að taka aukaspyrnurnar en mótherjarnir urðu oft mjög pirraðir ef boltinn fór í netið. Stundum sögðu þeir: Hey þetta er ekki ballett og þá leið mér sérstaklega vel þegar ég hljóp fram úr þeim mínútu seinna,“ sagði Ellen. Hollenski boltinn Holland Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Jú þessi tuttugu ára gamla kona varð þá sú fyrsta til að spila í karlaboltanum í Hollandi. Fokkema hafði spilað með strákum allan sinn feril en hafði aðeins mátt spila með yngri flokka liðum eða áhugamannaliðum. Ekki í keppni fullorðinna. Fokkema barðist fyrir því að fá leyfi frá hollenska knattspyrnusambandinu til að spila með körlunum. Í maí 2021 fékkst það og um helgina var komið að stundinni sem hún hafði beðið svo lengi eftir. Ellen Fokkema schrijft geschiedenis als vrouw tussen de mannen in het eerste van @vvFoarut. Bekijk de hele video hier — ESPN NL (@ESPNnl) September 27, 2021 Fokkema byrjaði reyndar á bekknum en kom inn á sem varamaður á 60. mínútu. „Ég reyni að nota klókindin því annars gengi þetta aldrei upp hjá mér. Það er líffræðilega ákveðið,“ sagði Ellen Fokkema í viðtali við ESPN. Fokkema er að læra verða hjúkrunarfræðingur og á aðeins sex mánuði eftir að því námi. Hún var að vinna á neyðarmóttökunni á sjúkrahúsinu í bænum í vikunni fyrir leikinn. Það er ekki vanalegt að varamaður í liði sem tapar 4-0 í níundu deild fái svona fjölmiðlaathygli en þetta var sögulegur dagur og því fullt af myndavélum á staðnum. Ellen Fokkema breaks Dutch age barrier to play football against men https://t.co/iZhpN8pZC9— The Guardian (@guardian) August 8, 2020 „Ég býst við því að þetta sé merkur áfangi fyrir fótboltann í heild sinni. Konur mega velja með hvaða liði þær spila. Það er nýtt að þær hafa valið. Ég vona að ég verði ekki sú síðasta því annars hefði þetta allt verið til einskis,“ sagði Ellen. Það búa aðeins 2665 í bænum Menaam og allir þekkja því alla. Sex af strákunum sem hafa spilað við hlið hennar í gegnum tíðina eru allir liðsfélagar hennar ennþá. „Ég var vön að taka aukaspyrnurnar en mótherjarnir urðu oft mjög pirraðir ef boltinn fór í netið. Stundum sögðu þeir: Hey þetta er ekki ballett og þá leið mér sérstaklega vel þegar ég hljóp fram úr þeim mínútu seinna,“ sagði Ellen.
Hollenski boltinn Holland Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira