Vinnur alltaf stóru sjónvarpsleikina: Þurfti bara 37 sekúndur í sigursóknina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2021 15:01 Aaron Rodgers var frábær á úrslitastundu í nótt. AP/Tony Avelar Aaron Rodgers og félagar í Green Bay Packers höfðu ekki mikinn tíma til stefnu þegar þeir lentu undir á móti San Francisco 49ers í NFL-deildinni í nótt. Niðurstaðan var samt eins og í síðustu stóru sjónvarpsleikjum Packers, sigur. Green Bay Packers varð þar með fyrsta liðið til að vinna 49ers á leiktíðinni eftir 30-28 sigur. 49ers liðið hafði komið til baka í leiknum og komst yfir í 28-27 eftir snertimark frá Kyle Juszczyk. Green Bay komst í 17-0 og 24-14 en þarna leit út fyrir að Packers liðið væri að missa frá sér frábæra stöðu. The Green Bay Packers turned 37 seconds into a game-winning drive against the San Francisco 49ers — Sky Sports (@SkySports) September 27, 2021 Rodgers er frábær leikstjórnandi en að þessu sinni hafði hann bara 37 sekúndur og ekkert leikhlé til að fara upp allan völlinn. Rodgers fann útherjann Davante Adams tvisvar sinnum og setti upp vallarmark fyrir Mason Crosby. Crosby var traustur sem fyrr og skoraði af 51 jarda færi. Rodgers leit skelfilega út í fyrsta leik tímabilsins þar sem Green Bay liðið fékk stóran skell á móti New Orleans Saints 3-38. Síðan þá hefur liðið unnið tvo leiki í röð og báðir hafa þeir verið sýndir á besta tíma í bandarísku sjónvarpi. The Packers have now won Aaron Rodgers' last 9 primetime starts. That's tied for the 2nd-longest streak for a starting QB over the last 10 seasons. pic.twitter.com/pKne2b4ygV— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 27, 2021 Nú er svo komið að Aaron Rodgers hefur unnið níu kvöldleiki í röð en einn stór sjónvarpsleikur fer fram á sunnudags- og mánudagskvöldi. Þá er athygli mest og enginn annar NFL-leikur í gangi. Það virðist henta Rodgers mjög vel. Það má heldur aldrei afskrifa kappann þótt það sé ekki mikill tími eftir á klukkunni. Það sýndi hann enn á ný í nótt. .@AaronRodgers12's reaction is everything.#GoPackGo | @Packers pic.twitter.com/AHY43658tJ— NFL (@NFL) September 27, 2021 NFL Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Sjá meira
Green Bay Packers varð þar með fyrsta liðið til að vinna 49ers á leiktíðinni eftir 30-28 sigur. 49ers liðið hafði komið til baka í leiknum og komst yfir í 28-27 eftir snertimark frá Kyle Juszczyk. Green Bay komst í 17-0 og 24-14 en þarna leit út fyrir að Packers liðið væri að missa frá sér frábæra stöðu. The Green Bay Packers turned 37 seconds into a game-winning drive against the San Francisco 49ers — Sky Sports (@SkySports) September 27, 2021 Rodgers er frábær leikstjórnandi en að þessu sinni hafði hann bara 37 sekúndur og ekkert leikhlé til að fara upp allan völlinn. Rodgers fann útherjann Davante Adams tvisvar sinnum og setti upp vallarmark fyrir Mason Crosby. Crosby var traustur sem fyrr og skoraði af 51 jarda færi. Rodgers leit skelfilega út í fyrsta leik tímabilsins þar sem Green Bay liðið fékk stóran skell á móti New Orleans Saints 3-38. Síðan þá hefur liðið unnið tvo leiki í röð og báðir hafa þeir verið sýndir á besta tíma í bandarísku sjónvarpi. The Packers have now won Aaron Rodgers' last 9 primetime starts. That's tied for the 2nd-longest streak for a starting QB over the last 10 seasons. pic.twitter.com/pKne2b4ygV— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 27, 2021 Nú er svo komið að Aaron Rodgers hefur unnið níu kvöldleiki í röð en einn stór sjónvarpsleikur fer fram á sunnudags- og mánudagskvöldi. Þá er athygli mest og enginn annar NFL-leikur í gangi. Það virðist henta Rodgers mjög vel. Það má heldur aldrei afskrifa kappann þótt það sé ekki mikill tími eftir á klukkunni. Það sýndi hann enn á ný í nótt. .@AaronRodgers12's reaction is everything.#GoPackGo | @Packers pic.twitter.com/AHY43658tJ— NFL (@NFL) September 27, 2021
NFL Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Sjá meira