Tom Brady tapaði í fyrsta sinn síðan í nóvember 2020 og Mahomes tapaði líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2021 07:31 Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers hafa verið á mikilli sigurgöngu í níu mánuði en urðu að sætta sig við tap í gær. AP/Jae C. Hong Mikil spenna var í NFL deildinni í gær og nótt þar sem margir leikjanna réðust á vallarmarki í blálokin. Los Angeles liðin fögnuðu bæði sigri á móti liðum sem fóru í Super Bowl leikinn á síðustu leiktíð. Það er ekki oft sem Tom Brady og Patrick Mahomes tapa leikjum hvað þá báðir á sama deginum en þetta var þannig dagur í gær þegar þriðja umferð NFL-deildarinnar fór fram. Tom Brady og félagar höfðu unnið tvo fyrstu leiki sína og alla leiki sína síðan í nóvember í fyrra. Liðið brunaði í gegnum úrslitakeppnina og tryggði sér Super Bowl bikarinn. Þetta tímabil byrjaði síðan á tveimur sannfærandi sigrum. Can watch @CooperKupp run routes all day. #RamsHouse : #TBvsLAR on FOX : NFL app pic.twitter.com/5ynCTP16lM— NFL (@NFL) September 26, 2021 Í gær áttu liðsmenn Tampa Bay Buccaneers ekki svar við öflugu liði Los Angeles Rams sem vann þá 34-24. Rams fékk leikstjórnandann Matthew Stafford fyrir tímabilið og hann hefur farið á kostum í upphafi. Stafford átti fjórar snertimarkssendingar í gær og tvær þeirra enduðu hjá útherjanum Cooper Kupp. Patrick Mahomes og félagar í liði Kansas City Chiefs hafa nú tapað tveimur leikjum í röð eftir 30-24 tap á móti Los Angeles Chargers í gær. MIKE WILLIAMS. #BoltUp : #LACvsKC on CBS : NFL app pic.twitter.com/wUEacniMRs— NFL (@NFL) September 26, 2021 Justin Herbert keyrði áfram lokasókn Charges meistaralega og fann að lokum útherjann Mike Williams sem skoraði snertimark 32 sekúndum fyrir leikslok. Mahomes náði ekki að svara og Chiefs liðið hefur tapað tveimur leikjum í röð í fyrsta sinn í tvö ár. Fimm lið í deildinni eru enn taplaus eftir þrjár fyrstu umferðirnar en það eru Carolina Panthers, Las Vegas Raiders, Denver Broncos, Arizona Cardinals og Los Angeles Rams. That s game. @DanielCarlson38 wins it in OT for the @Raiders! #RaiderNation pic.twitter.com/UDZh5jFcH0— NFL (@NFL) September 26, 2021 Las Vegas Raiders vann sinn leik í framlengingu þar sem sparkarinn Daniel Carlson skoraði vallarmarkið sem réði úrslitunum. Þetta er besta byrjun Raiders síðan 2002. Baltimore Ravens, Atlanta Falcons og Green Bay Packers unnu líka öll á vallarmarki um leið og leiktíminn rann út. 51 YARDS FOR THE WIN. #GoPackGo pic.twitter.com/mnam33oF7X— NFL (@NFL) September 27, 2021 .@AaronRodgers12 is all of us watching @crosbykicks2 s game winner!#GoPackGo pic.twitter.com/n89T6eKtZ1— Green Bay Packers (@packers) September 27, 2021 Green Bay Packers fékk skell í fyrsta leik en hefur síðan svarað með tveimur sigurleikjum í röð. Liðið varð fyrsta liðið til að vinna San Francisco 49ers í nótt. Aaron Rodgers keyrði upp lokasóknina sem endaði með því að sparkarinn Mason Crosby skoraði vallarmark af 51 jarda færi. Joe Burrow og útherjinn Ja'Marr Chase eru að finna taktinn saman og Chase skoraði tvö snertimörk eftir sendingar frá Burrow þegar Cincinnati Bengals vann erkifjendur sína í Pittsburgh Steelers. Þetta var fyrsti sigur Bengals liðsins á Steelers síðan árið 2015. Josh Allen átti frábæran leik í 43-21 sigri Buffalo Bills á Washington. Allen sendi fjórar snertimarkssendingar og skoraði líka eitt snertimark sjálfur. Það var ekki slæmt að vera með hann í Fantasy í gær. This angle of @JTuck9's record-breaking kick is incredible. #RavensFlock pic.twitter.com/H1udG62DFi— NFL (@NFL) September 26, 2021 Úrslitin í leikjum í NFL-deildinni í gær og nótt: New Orleans Saints 28-13 New England Patriots Indianapolis Colts 16-25 Tennessee Titans Los Angeles Chargers 30-24 Kansas City Chiefs Cincinnati Bengals 24-10 Pittsburgh Steelers Chicago Bears 6-26 Cleveland Browns Baltimore Ravens 19-17 Detroit Lions Atlanta Falcons 17-14 New York Giants Arizona Cardinals 31-19 Jacksonville Jaguars Washington 21-43 Buffalo Bills New York Jets 0-26 Denver Broncos Miami Dolphins 28-31 Las Vegas Raiders Seattle Seahawks 17-30 Minnesota Vikings Tampa Bay Buccaneers 24-34 Los Angeles Rams Green Bay Packers 30-28 San Francisco 49ers NFL Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ Sjá meira
Það er ekki oft sem Tom Brady og Patrick Mahomes tapa leikjum hvað þá báðir á sama deginum en þetta var þannig dagur í gær þegar þriðja umferð NFL-deildarinnar fór fram. Tom Brady og félagar höfðu unnið tvo fyrstu leiki sína og alla leiki sína síðan í nóvember í fyrra. Liðið brunaði í gegnum úrslitakeppnina og tryggði sér Super Bowl bikarinn. Þetta tímabil byrjaði síðan á tveimur sannfærandi sigrum. Can watch @CooperKupp run routes all day. #RamsHouse : #TBvsLAR on FOX : NFL app pic.twitter.com/5ynCTP16lM— NFL (@NFL) September 26, 2021 Í gær áttu liðsmenn Tampa Bay Buccaneers ekki svar við öflugu liði Los Angeles Rams sem vann þá 34-24. Rams fékk leikstjórnandann Matthew Stafford fyrir tímabilið og hann hefur farið á kostum í upphafi. Stafford átti fjórar snertimarkssendingar í gær og tvær þeirra enduðu hjá útherjanum Cooper Kupp. Patrick Mahomes og félagar í liði Kansas City Chiefs hafa nú tapað tveimur leikjum í röð eftir 30-24 tap á móti Los Angeles Chargers í gær. MIKE WILLIAMS. #BoltUp : #LACvsKC on CBS : NFL app pic.twitter.com/wUEacniMRs— NFL (@NFL) September 26, 2021 Justin Herbert keyrði áfram lokasókn Charges meistaralega og fann að lokum útherjann Mike Williams sem skoraði snertimark 32 sekúndum fyrir leikslok. Mahomes náði ekki að svara og Chiefs liðið hefur tapað tveimur leikjum í röð í fyrsta sinn í tvö ár. Fimm lið í deildinni eru enn taplaus eftir þrjár fyrstu umferðirnar en það eru Carolina Panthers, Las Vegas Raiders, Denver Broncos, Arizona Cardinals og Los Angeles Rams. That s game. @DanielCarlson38 wins it in OT for the @Raiders! #RaiderNation pic.twitter.com/UDZh5jFcH0— NFL (@NFL) September 26, 2021 Las Vegas Raiders vann sinn leik í framlengingu þar sem sparkarinn Daniel Carlson skoraði vallarmarkið sem réði úrslitunum. Þetta er besta byrjun Raiders síðan 2002. Baltimore Ravens, Atlanta Falcons og Green Bay Packers unnu líka öll á vallarmarki um leið og leiktíminn rann út. 51 YARDS FOR THE WIN. #GoPackGo pic.twitter.com/mnam33oF7X— NFL (@NFL) September 27, 2021 .@AaronRodgers12 is all of us watching @crosbykicks2 s game winner!#GoPackGo pic.twitter.com/n89T6eKtZ1— Green Bay Packers (@packers) September 27, 2021 Green Bay Packers fékk skell í fyrsta leik en hefur síðan svarað með tveimur sigurleikjum í röð. Liðið varð fyrsta liðið til að vinna San Francisco 49ers í nótt. Aaron Rodgers keyrði upp lokasóknina sem endaði með því að sparkarinn Mason Crosby skoraði vallarmark af 51 jarda færi. Joe Burrow og útherjinn Ja'Marr Chase eru að finna taktinn saman og Chase skoraði tvö snertimörk eftir sendingar frá Burrow þegar Cincinnati Bengals vann erkifjendur sína í Pittsburgh Steelers. Þetta var fyrsti sigur Bengals liðsins á Steelers síðan árið 2015. Josh Allen átti frábæran leik í 43-21 sigri Buffalo Bills á Washington. Allen sendi fjórar snertimarkssendingar og skoraði líka eitt snertimark sjálfur. Það var ekki slæmt að vera með hann í Fantasy í gær. This angle of @JTuck9's record-breaking kick is incredible. #RavensFlock pic.twitter.com/H1udG62DFi— NFL (@NFL) September 26, 2021 Úrslitin í leikjum í NFL-deildinni í gær og nótt: New Orleans Saints 28-13 New England Patriots Indianapolis Colts 16-25 Tennessee Titans Los Angeles Chargers 30-24 Kansas City Chiefs Cincinnati Bengals 24-10 Pittsburgh Steelers Chicago Bears 6-26 Cleveland Browns Baltimore Ravens 19-17 Detroit Lions Atlanta Falcons 17-14 New York Giants Arizona Cardinals 31-19 Jacksonville Jaguars Washington 21-43 Buffalo Bills New York Jets 0-26 Denver Broncos Miami Dolphins 28-31 Las Vegas Raiders Seattle Seahawks 17-30 Minnesota Vikings Tampa Bay Buccaneers 24-34 Los Angeles Rams Green Bay Packers 30-28 San Francisco 49ers
Úrslitin í leikjum í NFL-deildinni í gær og nótt: New Orleans Saints 28-13 New England Patriots Indianapolis Colts 16-25 Tennessee Titans Los Angeles Chargers 30-24 Kansas City Chiefs Cincinnati Bengals 24-10 Pittsburgh Steelers Chicago Bears 6-26 Cleveland Browns Baltimore Ravens 19-17 Detroit Lions Atlanta Falcons 17-14 New York Giants Arizona Cardinals 31-19 Jacksonville Jaguars Washington 21-43 Buffalo Bills New York Jets 0-26 Denver Broncos Miami Dolphins 28-31 Las Vegas Raiders Seattle Seahawks 17-30 Minnesota Vikings Tampa Bay Buccaneers 24-34 Los Angeles Rams Green Bay Packers 30-28 San Francisco 49ers
NFL Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ Sjá meira