Vildu frelsa talningarfólk: „Fyrir aftan okkur er fólkið sem er búið að frelsissvipta til að telja“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. september 2021 07:01 Patta og Bassa leist ekkert á stemninguna í Laugardalshöll í gær. Þeir Patrekur Jaime og Bassi Maraj fóru á stúfana í fyrrakvöld, þegar spennan vegna Alþingiskosninganna stóð sem hæst. Þeim þótti miður að talningarfólk í Laugardalshöll væri látið geyma símana sína í kassa og kölluðu eftir því að fólkið yrði frelsað sem fyrst. Patrekur og Bassi eru, ásamt Brynjari Steini Gylfasyni, Binna Glee, hluti af þríeykinu sem raunveruleikaþættirnir Æði á Stöð 2 fjalla um. Þeir létu sig að sjálfsögðu ekki vanta í kosningaumfjöllun Stöðvar 2 og voru staddir í Laugardalshöll í fyrradag, þar sem atkvæði úr Reykjavíkurkjördæmunum voru talin. „Nú erum við mættir í Laugardalshöllina og fórum í stemningsoutfittin. Hér er því miður engin stemning og má varla tala, en það er samt svona low key allt í lagi,“ sagði Patrekur, og leist heldur illa á stemninguna í höllinni. „Fyrir aftan okkur er fólkið sem er búið að frelsissvipta til að telja. Það er búið að loka öllum hurðum með teipi, þannig að þau komast ekki út,“ sagði Bassi og virtist sárvorkenna fólkinu sem hann taldi að hefði verið lokað inni gegn sínum vilja, og hreinlega neytt til þess að telja atkvæði Reykvíkinga. „Grey fólkið má bara ekki gera neitt nema bíða, en það er ekki langt í að kosningarnar verði búnar og við tilkynnum vinningshafann fljótlega,“ sagði Patrekur þá. Nú liggur fyrir að Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins, sem báðir bættu hressilega við sig í kosningunum, geta talist helstu „vinningshafar“ kosninganna. „Ég ætla ekki að vera tekinn næst“ Þá þótti þeim Patta og Bassa miður að fólkið mætti ekki hafa farsíma sína meðferðis, meðan atkvæði voru talin. Bassi benti á að símar talningarfólks hefðu allir verið settir í kassa. „Allt hérna er læst inni, og það er frekar lame,“ sagði Patrekur. „Hvað ætla þau að gera ef einhver vitlaus tekur símann minn? Þá er ég að fara að missa það sko. Ég ætla ekki að vera tekinn næst, ég fer örugglega bara til útlanda þegar það er verið að telja,“ sagði Bassi þá, sem var hreint ekki á þeim buxunum að láta læsa sig inni, hafa af sér símann og fara að telja atkvæði. „Free the people, og bráðum eru kosningarnar búnar,“ sagði Patrekur að lokum. Æði Alþingi Grín og gaman Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Sjá meira
Patrekur og Bassi eru, ásamt Brynjari Steini Gylfasyni, Binna Glee, hluti af þríeykinu sem raunveruleikaþættirnir Æði á Stöð 2 fjalla um. Þeir létu sig að sjálfsögðu ekki vanta í kosningaumfjöllun Stöðvar 2 og voru staddir í Laugardalshöll í fyrradag, þar sem atkvæði úr Reykjavíkurkjördæmunum voru talin. „Nú erum við mættir í Laugardalshöllina og fórum í stemningsoutfittin. Hér er því miður engin stemning og má varla tala, en það er samt svona low key allt í lagi,“ sagði Patrekur, og leist heldur illa á stemninguna í höllinni. „Fyrir aftan okkur er fólkið sem er búið að frelsissvipta til að telja. Það er búið að loka öllum hurðum með teipi, þannig að þau komast ekki út,“ sagði Bassi og virtist sárvorkenna fólkinu sem hann taldi að hefði verið lokað inni gegn sínum vilja, og hreinlega neytt til þess að telja atkvæði Reykvíkinga. „Grey fólkið má bara ekki gera neitt nema bíða, en það er ekki langt í að kosningarnar verði búnar og við tilkynnum vinningshafann fljótlega,“ sagði Patrekur þá. Nú liggur fyrir að Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins, sem báðir bættu hressilega við sig í kosningunum, geta talist helstu „vinningshafar“ kosninganna. „Ég ætla ekki að vera tekinn næst“ Þá þótti þeim Patta og Bassa miður að fólkið mætti ekki hafa farsíma sína meðferðis, meðan atkvæði voru talin. Bassi benti á að símar talningarfólks hefðu allir verið settir í kassa. „Allt hérna er læst inni, og það er frekar lame,“ sagði Patrekur. „Hvað ætla þau að gera ef einhver vitlaus tekur símann minn? Þá er ég að fara að missa það sko. Ég ætla ekki að vera tekinn næst, ég fer örugglega bara til útlanda þegar það er verið að telja,“ sagði Bassi þá, sem var hreint ekki á þeim buxunum að láta læsa sig inni, hafa af sér símann og fara að telja atkvæði. „Free the people, og bráðum eru kosningarnar búnar,“ sagði Patrekur að lokum.
Æði Alþingi Grín og gaman Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Sjá meira