Í samtali við fréttastofu eftir að hann kaus í morgun sagði hann kjördag alltaf mikla upplifun og honum alltaf hátíðartilfinning.
Hann sagðist halda að niðurstöður kosninganna muni koma skemmtilega á óvart fyrir Miðflokkinn.
„Ég hef það á tilfinningunni. Ég er ekki mjög stressaður núna en auðvitað er mikið stress í kosningabaráttu og stundum veit maður ekki hvar maður á að vera næsta klukkutímann, hvað þá næsta dag,“ sagði Sigmundur.
„Þegar kosningabaráttan sjálf er búin, þá er ég yfirleitt frekar rólegur. Þá er þetta bara í höndum kjósenda.“
Sigmundur sagðist ætla að verja deginum í að hitta fólk, borða brauðtertur og ýmislegt annað.