„Ljótt að plata“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. september 2021 23:02 Sigurður Ingi og Þorgerður Katrín tókust á í kvöld. Vísir/Vilhelm „Ég skil sífellt minna í því sem Þorgerður Katrín segir þegar hún byrjar að tala um þennan gengisstöðugleika,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í sjónvarpssal í kvöld. Skömmu síðar sakaði hann Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, formann Viðreisnar, um að „plata.“ Þar vísaði Sigurður Ingi til stefnu Viðreisnar um að festa gengi krónunnar við Evru. Seðlabankastjóri hefur sagt hugmyndir um slíkt vanhugsaðar að einhverju leyti og að slík aðgerð gæti kallað á hærri stýrivexti. Í leiðtogaumræðum Ríkissjónvarpsins í kvöld var öllum fulltrúum flokkanna gefið færi á að spyrja einn mótframbjóðenda sinna spurningar að eigin vali. Sigurður Ingi ákvað að beina sinni spurningu til Þorgerðar Katrínar, með nokkrum inngangi. „Við vitum öll, og hún veit það, þrátt fyrir að hún tali ekki þannig, að vextir innan Evrópu eru mjög ólíkir. Hún veit alveg að vextir á húsnæðislán eru líka hærri heldur en hún er að tala um,“ sagði Sigurður Ingi. Því næst vísaði hann til staðreyndavaktar Kjarnans, sem sagði í dag að Þorgerður Katrín hefði sett fram hálfsannleik þegar hún sagði mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja gengi krónunnar við Evruna. „Staðreyndin er sú að allt það sem þarf að gerast getum við gert sjálf, en hún er eiginlega að kalla eftir því að Evrópa dragi það yfir okkur.“ Þegar þarna var komið við sögu þótti þáttastjórnendum Sigurður Ingi orðinn heldur langorður í inngangi sínum, og kröfðu hann um að bera upp spurninguna, sem ekki stóð á: „Spurningin er því þessi: Er Viðreisn og Þorgerður Katrín sammála seðlabankastjóranum og er ekki bara ljótt að plata fólk?“ Gagnrýndi „íslenska sérhyggju“ Þorgerður Katrín játti því að það væri einmitt ljótt að plata fólk og sagði að þess vegna skipti máli að fólk fengi heildarmyndina um það að „skyndiloforðaflaumur, eins og til dæmis Framsóknarflokksins í gegnum tíðina,“ fengi fólk alltaf í bakið. „Einhverjar launahækkanir sem er lofað í dag, fólk missir þær daginn eftir af því að gengið fer af stað. Ég tek undir með seðlabankastjóra, því hann er að leggja áherslu á það sem við höfum verið að segja. Það vantar aga í ríkisfjármálin, það vantar aga á vinnumarkaði og við þurfum að tengja okkur stærra svæði.“ Þorgerður Katrín spurði þá Sigurð Inga á móti hvers vegna önnur lögmál ættu að gilda hér á landi en í Evrópu og hvers vegna þörf væri á „íslenskri sérhyggju.“ „Af hverju getum við ekki farið eins og Norðurlöndin og eins og Evrópa, og tryggt hér gengisstöðugleika?“ spurði Þorgerður Katrín. Á þessum tímapunkti töluðu þau Sigurður Ingi og Þorgerður Katrín ofan í hvort annað, en sú síðarnefnda fékk orðið að lokum. „Meira að segja Færeyingar, sem eru tengdir við Evruna, hafa tryggt gengisstöðugleika. Ég var einmitt að lesa grein um ferðaþjónustuna þar sem þeir fagna því að þeir eru með gengisstöðugleika og fyrirsjáanleika fram í tímann. Það er það sem íslenskar útflutningsgreinar eru að kalla eftir. Eigum við ekki að fara aðeins og sækja fram? Ekki þessa kyrrstöðu,“ sagði Þorgerður Katrín þá. Sigurði Inga lét sér þó fátt um finnast við þessi svör, og skaut einfaldlega inn í: „Ljótt að plata.“ Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Allir flokkarnir vilja kynjafræði kennda í skólum Síðustu leiðtogaumræður fyrir Alþingiskosningar fóru fram í kvöld þar sem leiðtogar allra þeirra flokka, sem bjóða fram á öllu landinu, komu saman og deildu um stærstu kosningamálin. 24. september 2021 22:01 Lakkrískjóll Katrínar vekur athygli netverja Kjóllinn sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra klæddist í leiðtogaumræðum á Ríkissjónvarpinu nú í kvöld, þar sem fulltrúar flokkanna sem bjóða fram til Alþingis mætast, hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum. 24. september 2021 20:21 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Þar vísaði Sigurður Ingi til stefnu Viðreisnar um að festa gengi krónunnar við Evru. Seðlabankastjóri hefur sagt hugmyndir um slíkt vanhugsaðar að einhverju leyti og að slík aðgerð gæti kallað á hærri stýrivexti. Í leiðtogaumræðum Ríkissjónvarpsins í kvöld var öllum fulltrúum flokkanna gefið færi á að spyrja einn mótframbjóðenda sinna spurningar að eigin vali. Sigurður Ingi ákvað að beina sinni spurningu til Þorgerðar Katrínar, með nokkrum inngangi. „Við vitum öll, og hún veit það, þrátt fyrir að hún tali ekki þannig, að vextir innan Evrópu eru mjög ólíkir. Hún veit alveg að vextir á húsnæðislán eru líka hærri heldur en hún er að tala um,“ sagði Sigurður Ingi. Því næst vísaði hann til staðreyndavaktar Kjarnans, sem sagði í dag að Þorgerður Katrín hefði sett fram hálfsannleik þegar hún sagði mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja gengi krónunnar við Evruna. „Staðreyndin er sú að allt það sem þarf að gerast getum við gert sjálf, en hún er eiginlega að kalla eftir því að Evrópa dragi það yfir okkur.“ Þegar þarna var komið við sögu þótti þáttastjórnendum Sigurður Ingi orðinn heldur langorður í inngangi sínum, og kröfðu hann um að bera upp spurninguna, sem ekki stóð á: „Spurningin er því þessi: Er Viðreisn og Þorgerður Katrín sammála seðlabankastjóranum og er ekki bara ljótt að plata fólk?“ Gagnrýndi „íslenska sérhyggju“ Þorgerður Katrín játti því að það væri einmitt ljótt að plata fólk og sagði að þess vegna skipti máli að fólk fengi heildarmyndina um það að „skyndiloforðaflaumur, eins og til dæmis Framsóknarflokksins í gegnum tíðina,“ fengi fólk alltaf í bakið. „Einhverjar launahækkanir sem er lofað í dag, fólk missir þær daginn eftir af því að gengið fer af stað. Ég tek undir með seðlabankastjóra, því hann er að leggja áherslu á það sem við höfum verið að segja. Það vantar aga í ríkisfjármálin, það vantar aga á vinnumarkaði og við þurfum að tengja okkur stærra svæði.“ Þorgerður Katrín spurði þá Sigurð Inga á móti hvers vegna önnur lögmál ættu að gilda hér á landi en í Evrópu og hvers vegna þörf væri á „íslenskri sérhyggju.“ „Af hverju getum við ekki farið eins og Norðurlöndin og eins og Evrópa, og tryggt hér gengisstöðugleika?“ spurði Þorgerður Katrín. Á þessum tímapunkti töluðu þau Sigurður Ingi og Þorgerður Katrín ofan í hvort annað, en sú síðarnefnda fékk orðið að lokum. „Meira að segja Færeyingar, sem eru tengdir við Evruna, hafa tryggt gengisstöðugleika. Ég var einmitt að lesa grein um ferðaþjónustuna þar sem þeir fagna því að þeir eru með gengisstöðugleika og fyrirsjáanleika fram í tímann. Það er það sem íslenskar útflutningsgreinar eru að kalla eftir. Eigum við ekki að fara aðeins og sækja fram? Ekki þessa kyrrstöðu,“ sagði Þorgerður Katrín þá. Sigurði Inga lét sér þó fátt um finnast við þessi svör, og skaut einfaldlega inn í: „Ljótt að plata.“
Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Allir flokkarnir vilja kynjafræði kennda í skólum Síðustu leiðtogaumræður fyrir Alþingiskosningar fóru fram í kvöld þar sem leiðtogar allra þeirra flokka, sem bjóða fram á öllu landinu, komu saman og deildu um stærstu kosningamálin. 24. september 2021 22:01 Lakkrískjóll Katrínar vekur athygli netverja Kjóllinn sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra klæddist í leiðtogaumræðum á Ríkissjónvarpinu nú í kvöld, þar sem fulltrúar flokkanna sem bjóða fram til Alþingis mætast, hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum. 24. september 2021 20:21 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Allir flokkarnir vilja kynjafræði kennda í skólum Síðustu leiðtogaumræður fyrir Alþingiskosningar fóru fram í kvöld þar sem leiðtogar allra þeirra flokka, sem bjóða fram á öllu landinu, komu saman og deildu um stærstu kosningamálin. 24. september 2021 22:01
Lakkrískjóll Katrínar vekur athygli netverja Kjóllinn sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra klæddist í leiðtogaumræðum á Ríkissjónvarpinu nú í kvöld, þar sem fulltrúar flokkanna sem bjóða fram til Alþingis mætast, hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum. 24. september 2021 20:21