„Ljótt að plata“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. september 2021 23:02 Sigurður Ingi og Þorgerður Katrín tókust á í kvöld. Vísir/Vilhelm „Ég skil sífellt minna í því sem Þorgerður Katrín segir þegar hún byrjar að tala um þennan gengisstöðugleika,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í sjónvarpssal í kvöld. Skömmu síðar sakaði hann Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, formann Viðreisnar, um að „plata.“ Þar vísaði Sigurður Ingi til stefnu Viðreisnar um að festa gengi krónunnar við Evru. Seðlabankastjóri hefur sagt hugmyndir um slíkt vanhugsaðar að einhverju leyti og að slík aðgerð gæti kallað á hærri stýrivexti. Í leiðtogaumræðum Ríkissjónvarpsins í kvöld var öllum fulltrúum flokkanna gefið færi á að spyrja einn mótframbjóðenda sinna spurningar að eigin vali. Sigurður Ingi ákvað að beina sinni spurningu til Þorgerðar Katrínar, með nokkrum inngangi. „Við vitum öll, og hún veit það, þrátt fyrir að hún tali ekki þannig, að vextir innan Evrópu eru mjög ólíkir. Hún veit alveg að vextir á húsnæðislán eru líka hærri heldur en hún er að tala um,“ sagði Sigurður Ingi. Því næst vísaði hann til staðreyndavaktar Kjarnans, sem sagði í dag að Þorgerður Katrín hefði sett fram hálfsannleik þegar hún sagði mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja gengi krónunnar við Evruna. „Staðreyndin er sú að allt það sem þarf að gerast getum við gert sjálf, en hún er eiginlega að kalla eftir því að Evrópa dragi það yfir okkur.“ Þegar þarna var komið við sögu þótti þáttastjórnendum Sigurður Ingi orðinn heldur langorður í inngangi sínum, og kröfðu hann um að bera upp spurninguna, sem ekki stóð á: „Spurningin er því þessi: Er Viðreisn og Þorgerður Katrín sammála seðlabankastjóranum og er ekki bara ljótt að plata fólk?“ Gagnrýndi „íslenska sérhyggju“ Þorgerður Katrín játti því að það væri einmitt ljótt að plata fólk og sagði að þess vegna skipti máli að fólk fengi heildarmyndina um það að „skyndiloforðaflaumur, eins og til dæmis Framsóknarflokksins í gegnum tíðina,“ fengi fólk alltaf í bakið. „Einhverjar launahækkanir sem er lofað í dag, fólk missir þær daginn eftir af því að gengið fer af stað. Ég tek undir með seðlabankastjóra, því hann er að leggja áherslu á það sem við höfum verið að segja. Það vantar aga í ríkisfjármálin, það vantar aga á vinnumarkaði og við þurfum að tengja okkur stærra svæði.“ Þorgerður Katrín spurði þá Sigurð Inga á móti hvers vegna önnur lögmál ættu að gilda hér á landi en í Evrópu og hvers vegna þörf væri á „íslenskri sérhyggju.“ „Af hverju getum við ekki farið eins og Norðurlöndin og eins og Evrópa, og tryggt hér gengisstöðugleika?“ spurði Þorgerður Katrín. Á þessum tímapunkti töluðu þau Sigurður Ingi og Þorgerður Katrín ofan í hvort annað, en sú síðarnefnda fékk orðið að lokum. „Meira að segja Færeyingar, sem eru tengdir við Evruna, hafa tryggt gengisstöðugleika. Ég var einmitt að lesa grein um ferðaþjónustuna þar sem þeir fagna því að þeir eru með gengisstöðugleika og fyrirsjáanleika fram í tímann. Það er það sem íslenskar útflutningsgreinar eru að kalla eftir. Eigum við ekki að fara aðeins og sækja fram? Ekki þessa kyrrstöðu,“ sagði Þorgerður Katrín þá. Sigurði Inga lét sér þó fátt um finnast við þessi svör, og skaut einfaldlega inn í: „Ljótt að plata.“ Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Allir flokkarnir vilja kynjafræði kennda í skólum Síðustu leiðtogaumræður fyrir Alþingiskosningar fóru fram í kvöld þar sem leiðtogar allra þeirra flokka, sem bjóða fram á öllu landinu, komu saman og deildu um stærstu kosningamálin. 24. september 2021 22:01 Lakkrískjóll Katrínar vekur athygli netverja Kjóllinn sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra klæddist í leiðtogaumræðum á Ríkissjónvarpinu nú í kvöld, þar sem fulltrúar flokkanna sem bjóða fram til Alþingis mætast, hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum. 24. september 2021 20:21 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Sjá meira
Þar vísaði Sigurður Ingi til stefnu Viðreisnar um að festa gengi krónunnar við Evru. Seðlabankastjóri hefur sagt hugmyndir um slíkt vanhugsaðar að einhverju leyti og að slík aðgerð gæti kallað á hærri stýrivexti. Í leiðtogaumræðum Ríkissjónvarpsins í kvöld var öllum fulltrúum flokkanna gefið færi á að spyrja einn mótframbjóðenda sinna spurningar að eigin vali. Sigurður Ingi ákvað að beina sinni spurningu til Þorgerðar Katrínar, með nokkrum inngangi. „Við vitum öll, og hún veit það, þrátt fyrir að hún tali ekki þannig, að vextir innan Evrópu eru mjög ólíkir. Hún veit alveg að vextir á húsnæðislán eru líka hærri heldur en hún er að tala um,“ sagði Sigurður Ingi. Því næst vísaði hann til staðreyndavaktar Kjarnans, sem sagði í dag að Þorgerður Katrín hefði sett fram hálfsannleik þegar hún sagði mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja gengi krónunnar við Evruna. „Staðreyndin er sú að allt það sem þarf að gerast getum við gert sjálf, en hún er eiginlega að kalla eftir því að Evrópa dragi það yfir okkur.“ Þegar þarna var komið við sögu þótti þáttastjórnendum Sigurður Ingi orðinn heldur langorður í inngangi sínum, og kröfðu hann um að bera upp spurninguna, sem ekki stóð á: „Spurningin er því þessi: Er Viðreisn og Þorgerður Katrín sammála seðlabankastjóranum og er ekki bara ljótt að plata fólk?“ Gagnrýndi „íslenska sérhyggju“ Þorgerður Katrín játti því að það væri einmitt ljótt að plata fólk og sagði að þess vegna skipti máli að fólk fengi heildarmyndina um það að „skyndiloforðaflaumur, eins og til dæmis Framsóknarflokksins í gegnum tíðina,“ fengi fólk alltaf í bakið. „Einhverjar launahækkanir sem er lofað í dag, fólk missir þær daginn eftir af því að gengið fer af stað. Ég tek undir með seðlabankastjóra, því hann er að leggja áherslu á það sem við höfum verið að segja. Það vantar aga í ríkisfjármálin, það vantar aga á vinnumarkaði og við þurfum að tengja okkur stærra svæði.“ Þorgerður Katrín spurði þá Sigurð Inga á móti hvers vegna önnur lögmál ættu að gilda hér á landi en í Evrópu og hvers vegna þörf væri á „íslenskri sérhyggju.“ „Af hverju getum við ekki farið eins og Norðurlöndin og eins og Evrópa, og tryggt hér gengisstöðugleika?“ spurði Þorgerður Katrín. Á þessum tímapunkti töluðu þau Sigurður Ingi og Þorgerður Katrín ofan í hvort annað, en sú síðarnefnda fékk orðið að lokum. „Meira að segja Færeyingar, sem eru tengdir við Evruna, hafa tryggt gengisstöðugleika. Ég var einmitt að lesa grein um ferðaþjónustuna þar sem þeir fagna því að þeir eru með gengisstöðugleika og fyrirsjáanleika fram í tímann. Það er það sem íslenskar útflutningsgreinar eru að kalla eftir. Eigum við ekki að fara aðeins og sækja fram? Ekki þessa kyrrstöðu,“ sagði Þorgerður Katrín þá. Sigurði Inga lét sér þó fátt um finnast við þessi svör, og skaut einfaldlega inn í: „Ljótt að plata.“
Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Allir flokkarnir vilja kynjafræði kennda í skólum Síðustu leiðtogaumræður fyrir Alþingiskosningar fóru fram í kvöld þar sem leiðtogar allra þeirra flokka, sem bjóða fram á öllu landinu, komu saman og deildu um stærstu kosningamálin. 24. september 2021 22:01 Lakkrískjóll Katrínar vekur athygli netverja Kjóllinn sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra klæddist í leiðtogaumræðum á Ríkissjónvarpinu nú í kvöld, þar sem fulltrúar flokkanna sem bjóða fram til Alþingis mætast, hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum. 24. september 2021 20:21 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Sjá meira
Allir flokkarnir vilja kynjafræði kennda í skólum Síðustu leiðtogaumræður fyrir Alþingiskosningar fóru fram í kvöld þar sem leiðtogar allra þeirra flokka, sem bjóða fram á öllu landinu, komu saman og deildu um stærstu kosningamálin. 24. september 2021 22:01
Lakkrískjóll Katrínar vekur athygli netverja Kjóllinn sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra klæddist í leiðtogaumræðum á Ríkissjónvarpinu nú í kvöld, þar sem fulltrúar flokkanna sem bjóða fram til Alþingis mætast, hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum. 24. september 2021 20:21