Hitnar undir framkvæmdastjóra gjaldeyrissjóðsins Kjartan Kjartansson skrifar 24. september 2021 13:25 Kristalina Georgieva var forstjóri Alþjóðabankans þegar hún er sögð hafa skipað undirmanni sýnum að koma Kína ofar á lista ríkja þar sem bankinn taldi best að stunda viðskipti árið 2018. Vísir/EPA Vaxandi þrýstingur er nú á Kristalinu Georgievu, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, vegna ásakana um að hún hafi látið eiga við gögn til þess að fegra viðskiptaumhverfi í Kína. Niðurstaða skýrslu sem siðanefnd Alþjóðabankans lét gera var að Georgieva og Jim Yong Kim, þáverandi forseti bankans, hefðu beitt starfsmenn sem unnu að árlegri úttekt á viðskiptaumhverfi í heiminum þrýstingi til þess að láta Kína koma betur út en efni stóðu til árið 2017. Georgieva var þá forstjóri Alþjóðabankans en hún tók við starfi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) árið 2019. Financial Times segir að háttsettir stjórnendur innan sjóðsins hafi áhyggjur af því að ásakanirnar á hendur Georgievu grafi undan störfum stofnunarinnar. Þá hafa þrír bandarískir þingmenn skrifað Janet Yellen, fjármálaráðherra, og beðið hana um að rannsaka ásakanirnar sem þeir telja vekja upp áleitnar spurningar um hvort að Georgieva sé hæf til að stýra AGS. Sumum starfsmönnum sjóðsins fannst það óviðeigandi þegar Georgieva nýtti starfsmannafund á dögunum til þess að bera af sér sakir úr skýrslu siðanefndar Alþjóðabankans. Framtíð Georgievu sem framkvæmdastjóra sjóðsins er í höndum stærstu hluthafa AGS, ríkja eins og Bandaríkjanna, Evrópusambandsríkjanna og Japans. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Alþjóðabankinn Tengdar fréttir Stjóri gjaldeyrissjóðsins í klandri vegna þjónkunar við Kína Fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans og núverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er talinn hafa sett óeðlilegan þrýsting á starfsmenn bankans um að fegra stöðu Kína á lista um hvar er best að stunda viðskipti í heiminum. 17. september 2021 10:05 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Niðurstaða skýrslu sem siðanefnd Alþjóðabankans lét gera var að Georgieva og Jim Yong Kim, þáverandi forseti bankans, hefðu beitt starfsmenn sem unnu að árlegri úttekt á viðskiptaumhverfi í heiminum þrýstingi til þess að láta Kína koma betur út en efni stóðu til árið 2017. Georgieva var þá forstjóri Alþjóðabankans en hún tók við starfi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) árið 2019. Financial Times segir að háttsettir stjórnendur innan sjóðsins hafi áhyggjur af því að ásakanirnar á hendur Georgievu grafi undan störfum stofnunarinnar. Þá hafa þrír bandarískir þingmenn skrifað Janet Yellen, fjármálaráðherra, og beðið hana um að rannsaka ásakanirnar sem þeir telja vekja upp áleitnar spurningar um hvort að Georgieva sé hæf til að stýra AGS. Sumum starfsmönnum sjóðsins fannst það óviðeigandi þegar Georgieva nýtti starfsmannafund á dögunum til þess að bera af sér sakir úr skýrslu siðanefndar Alþjóðabankans. Framtíð Georgievu sem framkvæmdastjóra sjóðsins er í höndum stærstu hluthafa AGS, ríkja eins og Bandaríkjanna, Evrópusambandsríkjanna og Japans.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Alþjóðabankinn Tengdar fréttir Stjóri gjaldeyrissjóðsins í klandri vegna þjónkunar við Kína Fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans og núverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er talinn hafa sett óeðlilegan þrýsting á starfsmenn bankans um að fegra stöðu Kína á lista um hvar er best að stunda viðskipti í heiminum. 17. september 2021 10:05 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stjóri gjaldeyrissjóðsins í klandri vegna þjónkunar við Kína Fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans og núverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er talinn hafa sett óeðlilegan þrýsting á starfsmenn bankans um að fegra stöðu Kína á lista um hvar er best að stunda viðskipti í heiminum. 17. september 2021 10:05