Kosningar 2021: „Það vantar plan til að vinna eftir“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 23. september 2021 07:00 Hlynur Stefánsson. Vísir/Vilhelm Markmiðin eru metnaðarfull en ítarleg og raunhæf áætlun um hvernig eigi að ná þeim er ekki til. Þetta segir Hlynur Stefánsson, lektor í rekstrarverkfræði við tækni og verfræðideild Háskólans í Reykjavík, um hvert íslenskt atvinnulíf stefni varðandi loftslagsvandann. „Í dag eru Íslendingar með mestu losun Evrópuþjóða frá hagkerfinu á hvern einstakling og einnig yfir meðaltali Evrópuþjóða hvað varðar losun frá heimilum. Þetta er staðan þrátt fyrir að við höfum fórnað varanlega mikilvægum náttúruperlum fyrir raforkuframleiðslu. Þessu ætla stjórnvöld að snúa við og hafa sett sér mikilvæg og metnaðarfull markmið, með þátttöku í áformum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda í tengslum við Parísarsamkomulagið sem á að ná eigi síðar en 2030. Einnig hafa markmið um kolefnishlutleysi á Íslandi fyrir árið 2040 verið lögfest á Alþingi,“ segir Hlynur Stefánsson dósent við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík en bætir við: Þetta er allt mjög gott. En það sem vantar er að útfæra ítarlega og raunhæfa áætlun um hvernig á að ná þessum markmiðum. Það vantar plan til að vinna eftir og án þess mun Ísland ekki ná settum markmiðum.“ Í Atvinnulífinu í gær og í dag er sjónum beint að því hver raunveruleg staða atvinnulífs er í loftlagsmálum miðað við það umhverfi sem fyrirtækjum og stofnunum er gert að starfa í. Skilaboðum viðmælenda er beint til nýrra stjórnvalda í komandi kosningum. Verður ekki sársaukalaust Sérsvið Hlyns eru aðferðir til ákvarðanatöku og hagnýting aðgerðarannsókna og reiknilíkana við greiningu og úrlausn flókinna verkefna. Það er því ekki úr vegi að spyrja Hlyn, hvað hann telji vanta upp á svo Ísland sé líklegra til að ná þeim markmiðum sem stjórnvöld hafa lýst yfir að atvinnulíf og samfélag eigi að ná? „Stjórnvöld þurfa að setja fram áætlun um það hvernig á að ná settum loftslagsmarkmiðum. Slík áætlun þarf að taka á öllum geirum losunar á Íslandi og þar þarf að beita öllum tiltækum ráðum til að ná settum markmiðum. Áætlunin þarf að fela í sér magnbundið og tímasett mat á mögulegum samdrætti í losun allra geira og taka tillit til hvernig þeir hafa innbyrðis áhrif hver á annan,“ segir Hlynur. Að ráðast í þær aðgerðir sem þarf, verður þó ekki sársaukalaust. „Að ná settum markmiðum mun kosta einhverjar fórnir og án efa vinna á móti hagsmunum einstakra fyrirtækja til skemmri tíma,“ segir Hlynur og bætir við: „Til að skapa sátt um breytingar, sem geta vissulega valdið sársauka til skemmri tíma, þarf að setja fram greinargóðar upplýsingar og rökstuðning fyrir ákvörðunum. Með fræðslu og skýrum skilaboðum er mun líklegra að hægt verði að ná fram sátt og fá sem flesta til að vinna saman að settum markmiðum, markmiðum sem við verðum að ná.“ Leiðin til að yfirvinna þessar hindranir segir Hlynur felast í því að beita aðgerðum sem auðvelda aðlögun. Þar þurfi að muna að til lengri tíma séu hagsmunirnir ótvíræðir og því muni góð áætlun um loftlagsmál, drifin af þekkingu og nýsköpun, fela í sér áhugaverð tækifæri fyrir atvinnulífið og samfélagið sem heild. Þá bendir Hlynur á að á sama tíma og unnið er að loftlagsmálum, megi ekki gleyma öðrum mikilvægum verkefnum almennar náttúruverndar. Ráðherra loftlagsmála? Að mati Hlyns hafa stjórnvöld nú þegar sett nokkuð skýr markmið. Hins vegar vanti nokkuð upp á að fólk og fyrirtæki átti sig á því hvernig þeim sé ætlað að ná þessum markmiðum, því áætlanir hafi einfaldlega ekki verið útfærðar nægilega vel eða skilmerkilega. Til að mynda þurfi að koma upp mælikvörðum sem geri okkur kleift að fylgjast með stöðunni. Þessir mælikvarðar segir Hlynur að þurfi að vera einfaldir og skýrir, en almennt gildi það um allar árangursríkar breytingar að við náum aðeins árangri ef við skiljum vel núverandi stöðu, hvert markmiðið er og hvernig við ætlum að komast þangað og séum með sýnilega mælikvarða sem allir skilja. Eins og fram kom í umfjöllun Atvinnulífsins í gær, virðist almenn skoðun sú að þessa mælikvarða vanti og eins líka hvata fyrir fyrirtæki. Hlynur veltir fyrir sér hvort skerpa þurfi á verkefni komandi ríkisstjórnar með skýrari hætti en verið hefur. Ég velti fyrir mér hvort að ábyrgðin sé nógu skýr í dag og hvort að það ráðuneyti sem ber ábyrgð á málaflokknum hafi nægt vægi til að koma markmiðum í framkvæmd. Ætti næsta ríkistjórn ef til vill að setja á fót embætti ráðherra loftslagsmála?“ spyr Hlynur og bætir við: „Framundan er afar stórt breytingarverkefni sem þarf að taka föstum tökum, þvert á öll ráðuneyti, og sennilega of stórt til að forsætisráðherra eða umhverfis- og auðlindaráðherra, með öllum þeirra núverandi skyldum og ábyrgð, geti borið það á herðum sér og náð þeim árangri og markmiðum sem er afar mikilvægt að ná á næstu tveimur kjörtímabilum.“ Þá bendir Hlynur á að stjórnvöld geti nýtt sér ýmis verkfæri sem aðrir hafa þegar gripið til, til þess að koma breytingum í framkvæmd. Sem dæmi nefnir Hlynur nýútgefna vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC, Intergovernmental Panel on Climate Change) sem Hlynur segir að útskýri vel hverju við stöndum frammi fyrir. Þar komi líka skýrt fram að ekki er of seint að grípa til aðgerða. Hlynur veltir fyrir sér hvort skerpa þurfi á verkefni komandi ríkisstjórnar með skýrari hætti en verið hefur: Ætti næsta ríkistjórn að stofna tímabundið ráðuneyti loftlagsmála?Vísir/Vilhelm Í vikunni skrifuðu fulltrúar Háskólans í Reykjavík og Cornell háskóla í Bandaríkjunum undir viljayfirlýsingu um samstarf í menntamálum og rannsóknum sem snúa að sjálfbærni, með áherslu á sjálfbæra orku. „Háskólar geta hjálpað til með því að stunda rannsóknir og skapa hagnýta þekkingu og lausnir á sviði loftslagsmála. Sumt gerum við nú þegar vel á Íslandi en annað ekki, og því er alþjóðlegt samstarf mikilvægt til að skiptast á þekkingu. Stærsta tækifæri háskóla til að hafa áhrif er þó líklega í gegnum kennsluna. Nemendur vita að loftslagsbreytingar eru risavaxin áskorun sem þarf að takast á við, og nemendur eru mjög áhugasamir um að fræðast og taka sem allra fyrst þátt í nauðsynlegum breytingum,“ segir Hlynur. Umhverfismál Samfélagsleg ábyrgð Nýsköpun Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Í dag eru Íslendingar með mestu losun Evrópuþjóða frá hagkerfinu á hvern einstakling og einnig yfir meðaltali Evrópuþjóða hvað varðar losun frá heimilum. Þetta er staðan þrátt fyrir að við höfum fórnað varanlega mikilvægum náttúruperlum fyrir raforkuframleiðslu. Þessu ætla stjórnvöld að snúa við og hafa sett sér mikilvæg og metnaðarfull markmið, með þátttöku í áformum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda í tengslum við Parísarsamkomulagið sem á að ná eigi síðar en 2030. Einnig hafa markmið um kolefnishlutleysi á Íslandi fyrir árið 2040 verið lögfest á Alþingi,“ segir Hlynur Stefánsson dósent við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík en bætir við: Þetta er allt mjög gott. En það sem vantar er að útfæra ítarlega og raunhæfa áætlun um hvernig á að ná þessum markmiðum. Það vantar plan til að vinna eftir og án þess mun Ísland ekki ná settum markmiðum.“ Í Atvinnulífinu í gær og í dag er sjónum beint að því hver raunveruleg staða atvinnulífs er í loftlagsmálum miðað við það umhverfi sem fyrirtækjum og stofnunum er gert að starfa í. Skilaboðum viðmælenda er beint til nýrra stjórnvalda í komandi kosningum. Verður ekki sársaukalaust Sérsvið Hlyns eru aðferðir til ákvarðanatöku og hagnýting aðgerðarannsókna og reiknilíkana við greiningu og úrlausn flókinna verkefna. Það er því ekki úr vegi að spyrja Hlyn, hvað hann telji vanta upp á svo Ísland sé líklegra til að ná þeim markmiðum sem stjórnvöld hafa lýst yfir að atvinnulíf og samfélag eigi að ná? „Stjórnvöld þurfa að setja fram áætlun um það hvernig á að ná settum loftslagsmarkmiðum. Slík áætlun þarf að taka á öllum geirum losunar á Íslandi og þar þarf að beita öllum tiltækum ráðum til að ná settum markmiðum. Áætlunin þarf að fela í sér magnbundið og tímasett mat á mögulegum samdrætti í losun allra geira og taka tillit til hvernig þeir hafa innbyrðis áhrif hver á annan,“ segir Hlynur. Að ráðast í þær aðgerðir sem þarf, verður þó ekki sársaukalaust. „Að ná settum markmiðum mun kosta einhverjar fórnir og án efa vinna á móti hagsmunum einstakra fyrirtækja til skemmri tíma,“ segir Hlynur og bætir við: „Til að skapa sátt um breytingar, sem geta vissulega valdið sársauka til skemmri tíma, þarf að setja fram greinargóðar upplýsingar og rökstuðning fyrir ákvörðunum. Með fræðslu og skýrum skilaboðum er mun líklegra að hægt verði að ná fram sátt og fá sem flesta til að vinna saman að settum markmiðum, markmiðum sem við verðum að ná.“ Leiðin til að yfirvinna þessar hindranir segir Hlynur felast í því að beita aðgerðum sem auðvelda aðlögun. Þar þurfi að muna að til lengri tíma séu hagsmunirnir ótvíræðir og því muni góð áætlun um loftlagsmál, drifin af þekkingu og nýsköpun, fela í sér áhugaverð tækifæri fyrir atvinnulífið og samfélagið sem heild. Þá bendir Hlynur á að á sama tíma og unnið er að loftlagsmálum, megi ekki gleyma öðrum mikilvægum verkefnum almennar náttúruverndar. Ráðherra loftlagsmála? Að mati Hlyns hafa stjórnvöld nú þegar sett nokkuð skýr markmið. Hins vegar vanti nokkuð upp á að fólk og fyrirtæki átti sig á því hvernig þeim sé ætlað að ná þessum markmiðum, því áætlanir hafi einfaldlega ekki verið útfærðar nægilega vel eða skilmerkilega. Til að mynda þurfi að koma upp mælikvörðum sem geri okkur kleift að fylgjast með stöðunni. Þessir mælikvarðar segir Hlynur að þurfi að vera einfaldir og skýrir, en almennt gildi það um allar árangursríkar breytingar að við náum aðeins árangri ef við skiljum vel núverandi stöðu, hvert markmiðið er og hvernig við ætlum að komast þangað og séum með sýnilega mælikvarða sem allir skilja. Eins og fram kom í umfjöllun Atvinnulífsins í gær, virðist almenn skoðun sú að þessa mælikvarða vanti og eins líka hvata fyrir fyrirtæki. Hlynur veltir fyrir sér hvort skerpa þurfi á verkefni komandi ríkisstjórnar með skýrari hætti en verið hefur. Ég velti fyrir mér hvort að ábyrgðin sé nógu skýr í dag og hvort að það ráðuneyti sem ber ábyrgð á málaflokknum hafi nægt vægi til að koma markmiðum í framkvæmd. Ætti næsta ríkistjórn ef til vill að setja á fót embætti ráðherra loftslagsmála?“ spyr Hlynur og bætir við: „Framundan er afar stórt breytingarverkefni sem þarf að taka föstum tökum, þvert á öll ráðuneyti, og sennilega of stórt til að forsætisráðherra eða umhverfis- og auðlindaráðherra, með öllum þeirra núverandi skyldum og ábyrgð, geti borið það á herðum sér og náð þeim árangri og markmiðum sem er afar mikilvægt að ná á næstu tveimur kjörtímabilum.“ Þá bendir Hlynur á að stjórnvöld geti nýtt sér ýmis verkfæri sem aðrir hafa þegar gripið til, til þess að koma breytingum í framkvæmd. Sem dæmi nefnir Hlynur nýútgefna vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC, Intergovernmental Panel on Climate Change) sem Hlynur segir að útskýri vel hverju við stöndum frammi fyrir. Þar komi líka skýrt fram að ekki er of seint að grípa til aðgerða. Hlynur veltir fyrir sér hvort skerpa þurfi á verkefni komandi ríkisstjórnar með skýrari hætti en verið hefur: Ætti næsta ríkistjórn að stofna tímabundið ráðuneyti loftlagsmála?Vísir/Vilhelm Í vikunni skrifuðu fulltrúar Háskólans í Reykjavík og Cornell háskóla í Bandaríkjunum undir viljayfirlýsingu um samstarf í menntamálum og rannsóknum sem snúa að sjálfbærni, með áherslu á sjálfbæra orku. „Háskólar geta hjálpað til með því að stunda rannsóknir og skapa hagnýta þekkingu og lausnir á sviði loftslagsmála. Sumt gerum við nú þegar vel á Íslandi en annað ekki, og því er alþjóðlegt samstarf mikilvægt til að skiptast á þekkingu. Stærsta tækifæri háskóla til að hafa áhrif er þó líklega í gegnum kennsluna. Nemendur vita að loftslagsbreytingar eru risavaxin áskorun sem þarf að takast á við, og nemendur eru mjög áhugasamir um að fræðast og taka sem allra fyrst þátt í nauðsynlegum breytingum,“ segir Hlynur.
Umhverfismál Samfélagsleg ábyrgð Nýsköpun Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira