Vanda: Yrði gott fyrir hreyfinguna að fá konu sem formann Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. september 2021 12:31 Vanda Sigurgeirsdóttir. mynd/kvan.is „Mér þykir mjög vænt um þessa hreyfingu og hef verið hluti af henni allt mitt líf. Mér fannst að þekking mín og reynsla myndi nýtast mjög vel á þeim krossgötum sem við erum á núna,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir en fyrr í morgun varð hún fyrst til þess að bjóða sig fram til formanns KSÍ. Guðni Bergsson lét af störfum á dögunum og stjórn KSÍ fylgdi í kjölfarið. Því þurfti að blása til aukaþings sem fer fram þann 2. október næstkomandi. Þar verður kosinn nýr formaður sem og ný stjórn. „Ég hef mikinn áhuga á þessu og held að þetta sé skemmtilegt. Ég brenn fyrir fótbolta.“ Þurfum alvöru breytingar Formannsframbjóðandinn Vanda segist hafa margar hugmyndir að því sem megi gera betur hjá Knattspyrnusambandinu og gerir sér grein fyrir því að þar á bæ þurfi fólk að endurvinna traust almennings. „Núna er aðeins kjörinn formaður og stjórn til bráðabirgða og þau hafa takmörkuð völd til breytinga. Ég er samt með alls konar hugmyndir. Ég er mikil jafnréttiskona. Þar hefur margt verið vel gert en mér finnst við geta gert betur þar bæði hjá KSÍ og félögunum. Við þurfum að taka á þeim málum sem hafa komið upp. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Að koma með alvöru breytingar. „Það kom yfirlýsing frá KSÍ í gær að hlutirnir væru farnir af stað en það vita allir að það þarf að endurvinna traust og ég til mig mjög góða í að leiða það. Annars er þessi ákvörðun nýtilkomin hjá mér og ég mun koma með skýrari aðgerðaráætlun síðar,“ segir Vanda og bætir við að hún sé ekki bara að bjóða sig fram til bráðabirgðaformanns heldur vilji hún stýra KSÍ-skútunni til lengri tíma. Finnst Vöndu að miðað við allt sem hefur gengið á síðustu vikur skipta máli hvort næsti formaður sé karl eða kona? Kominn tími á konu „Það er góð spurning. Venjulega er maður þar að sá hæfasti sé kosinn en stundum eru glerþök. Ég hef rekist á nokkur slík í gegnum tíðina þar sem við konurnar komumst ekki ofar þó svo við séum með hæfnina,“ segir Vanda og bætir við. „Ef þú myndir skella upp myndum af öllum formönnum KSÍ þá sérðu bara karla. Mér finnst að það sé kominn tími til að kona verði formaður. En það þarf að sjálfsögðu að vera hæf kona. Ég vil ekki vera kosin bara af því ég er kona. Ég held að það yrði gott fyrir hreyfinguna að fá konu í formanninn.“ KSÍ Tengdar fréttir Vanda býður sig fram til formanns KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hún greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. 22. september 2021 10:13 KSÍ vill að nefnd skoði viðbrögð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands um að stofnuð verði nefnd sem gera eigi úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. 21. september 2021 22:06 Klara Bjartmarz mætt aftur til starfa Klara Bjartmarz er komin úr leyfi og er tekin aftur við starfi sínu sem framkvæmdarstjóri Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. Fréttablaðið greinir frá. 21. september 2021 19:00 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Guðni Bergsson lét af störfum á dögunum og stjórn KSÍ fylgdi í kjölfarið. Því þurfti að blása til aukaþings sem fer fram þann 2. október næstkomandi. Þar verður kosinn nýr formaður sem og ný stjórn. „Ég hef mikinn áhuga á þessu og held að þetta sé skemmtilegt. Ég brenn fyrir fótbolta.“ Þurfum alvöru breytingar Formannsframbjóðandinn Vanda segist hafa margar hugmyndir að því sem megi gera betur hjá Knattspyrnusambandinu og gerir sér grein fyrir því að þar á bæ þurfi fólk að endurvinna traust almennings. „Núna er aðeins kjörinn formaður og stjórn til bráðabirgða og þau hafa takmörkuð völd til breytinga. Ég er samt með alls konar hugmyndir. Ég er mikil jafnréttiskona. Þar hefur margt verið vel gert en mér finnst við geta gert betur þar bæði hjá KSÍ og félögunum. Við þurfum að taka á þeim málum sem hafa komið upp. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Að koma með alvöru breytingar. „Það kom yfirlýsing frá KSÍ í gær að hlutirnir væru farnir af stað en það vita allir að það þarf að endurvinna traust og ég til mig mjög góða í að leiða það. Annars er þessi ákvörðun nýtilkomin hjá mér og ég mun koma með skýrari aðgerðaráætlun síðar,“ segir Vanda og bætir við að hún sé ekki bara að bjóða sig fram til bráðabirgðaformanns heldur vilji hún stýra KSÍ-skútunni til lengri tíma. Finnst Vöndu að miðað við allt sem hefur gengið á síðustu vikur skipta máli hvort næsti formaður sé karl eða kona? Kominn tími á konu „Það er góð spurning. Venjulega er maður þar að sá hæfasti sé kosinn en stundum eru glerþök. Ég hef rekist á nokkur slík í gegnum tíðina þar sem við konurnar komumst ekki ofar þó svo við séum með hæfnina,“ segir Vanda og bætir við. „Ef þú myndir skella upp myndum af öllum formönnum KSÍ þá sérðu bara karla. Mér finnst að það sé kominn tími til að kona verði formaður. En það þarf að sjálfsögðu að vera hæf kona. Ég vil ekki vera kosin bara af því ég er kona. Ég held að það yrði gott fyrir hreyfinguna að fá konu í formanninn.“
KSÍ Tengdar fréttir Vanda býður sig fram til formanns KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hún greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. 22. september 2021 10:13 KSÍ vill að nefnd skoði viðbrögð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands um að stofnuð verði nefnd sem gera eigi úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. 21. september 2021 22:06 Klara Bjartmarz mætt aftur til starfa Klara Bjartmarz er komin úr leyfi og er tekin aftur við starfi sínu sem framkvæmdarstjóri Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. Fréttablaðið greinir frá. 21. september 2021 19:00 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Vanda býður sig fram til formanns KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hún greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. 22. september 2021 10:13
KSÍ vill að nefnd skoði viðbrögð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands um að stofnuð verði nefnd sem gera eigi úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. 21. september 2021 22:06
Klara Bjartmarz mætt aftur til starfa Klara Bjartmarz er komin úr leyfi og er tekin aftur við starfi sínu sem framkvæmdarstjóri Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. Fréttablaðið greinir frá. 21. september 2021 19:00