Hvar ætla milljón ökumenn að keyra? Andrés Ingi Jónsson skrifar 22. september 2021 13:16 Hvernig ætlum við Íslendingar að ferðast á milli staða þegar við verðum orðin milljón talsins? Þegar það búa næstum 700 þúsund á höfuðborgarsvæðinu? Hvernig verður umferðin um Ártúnsbrekkuna þegar bílstjórarnir eru þrefalt fleiri en í dag? Bíllausi dagurinn er gott tilefni til að velta því fyrir okkur hvernig við sjáum fyrir okkur samgöngur í framtíðinni. Staðan í dag er nefnilega þannig að það er ekki hægt að búa við hana til lengdar. Stundum er sagt að fólk hafi valið einkabílinn. Raunveruleikinn er sá að það voru ákvarðanir stjórnmálafólks sem mótuðu umhverfi fólks, umhverfi sem gerir fólki fátt annað mögulegt en að eiga bíl. Það er sláandi að aðspurð rúm 40% þeirra sem keyra til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu vilja ferðast með öðrum fararmátum. Þetta fólk velur sér ekki einkabílinn, það er neytt til að nota hann. Þess vegna er svo mikilvægt að byggja upp innviði og skipuleggja byggð þannig að fólki sé gert auðvelt að lifa bíllausum lífsstíl. Ekki bara vegna þess að það dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnkar mengun, heldur vegna þess að það er það sem fólk vill. Samgöngur til lengri framtíðar Á laugardaginn geta kjósendur valið á milli fleiri flokka sem sýna metnað í loftslagsmálum en nokkru sinni fyrr. Píratar fara þar fremst og leggja - líkt og allir aðrir metnaðarfullir flokkar - áherslu á að byggja upp almenningssamgöngur innan höfuðborgarsvæðisins, innan allra landssvæða og á milli landshluta. Við viljum byggja upp fyrsta flokks innviði fyrir hjólreiðar, tengja saman landshluta með hjólaleiðum og skipuleggjum net hjólaleiða fyrir ferðamenn og íbúa í öllum landshlutum. Þetta eru sjálfsögð og einföld fyrstu skref. En síðan þarf að hugsa til lengri framtíðar. Það þarf að byggja upp samgöngur næstu áratuga. Í loftslagsstefnu Pírata tölum við um að teikna upp samgöngur framtíðarinnar. Þar þurfum við að horfa til allra lausna - ekki síst að kanna möguleikann á uppbyggingu lestarsamgangna. Það væri gríðarlega stórt og fjárfrekt verkefni, en sama má segja um aðra þætti samgöngukerfis landsins. Lestarkerfi, sem gæti tekið yfir stóran hluta af fólks- og vöruflutningum, myndi létta álagi af vegakerfinu og gæti nýtt hreina innlenda raforku. Fyrsta skrefið gæti verið að tengja saman þéttbýliskjarna í 100 km radíus frá höfuðborgarsvæðinu, þannig að þar byggist upp eitt samhangandi atvinnu- og búsetusvæði. Í framhaldinu væri svo hægt að tengja saman alla landshluta. Framtíðarmúsík, en við þurfum að hugsa til framtíðar. Milljón þurfa meira en bíla Ef við viljum að Ísland vaxi og dafni, að hér búi kannski milljón manns innan nokkurra áratuga, þá þurfum við að svara ýmsum spurningum. Ein sú brýnasta er hvernig fólk á að komast á milli staða. Milljón manna Ísland getur ekki reitt sig á einfaldar vegasamgöngur - og stjórnmálin þurfa strax í dag að hugsa upp betri leiðir. Baráttan gegn loftslagskrísunni krefst mikilla kerfisbreytinga, sem í fyrstu kunna að virðast fjarstæðukenndar. Og hana vantar stórhuga stjórnmálafólk til að kýla breytingarnar í gang og hugsa lengur en í fjögur ár. Höfundur skipar 2. sætið á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Loftslagsmál Reykjavíkurkjördæmi norður Samgöngur Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hvernig ætlum við Íslendingar að ferðast á milli staða þegar við verðum orðin milljón talsins? Þegar það búa næstum 700 þúsund á höfuðborgarsvæðinu? Hvernig verður umferðin um Ártúnsbrekkuna þegar bílstjórarnir eru þrefalt fleiri en í dag? Bíllausi dagurinn er gott tilefni til að velta því fyrir okkur hvernig við sjáum fyrir okkur samgöngur í framtíðinni. Staðan í dag er nefnilega þannig að það er ekki hægt að búa við hana til lengdar. Stundum er sagt að fólk hafi valið einkabílinn. Raunveruleikinn er sá að það voru ákvarðanir stjórnmálafólks sem mótuðu umhverfi fólks, umhverfi sem gerir fólki fátt annað mögulegt en að eiga bíl. Það er sláandi að aðspurð rúm 40% þeirra sem keyra til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu vilja ferðast með öðrum fararmátum. Þetta fólk velur sér ekki einkabílinn, það er neytt til að nota hann. Þess vegna er svo mikilvægt að byggja upp innviði og skipuleggja byggð þannig að fólki sé gert auðvelt að lifa bíllausum lífsstíl. Ekki bara vegna þess að það dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnkar mengun, heldur vegna þess að það er það sem fólk vill. Samgöngur til lengri framtíðar Á laugardaginn geta kjósendur valið á milli fleiri flokka sem sýna metnað í loftslagsmálum en nokkru sinni fyrr. Píratar fara þar fremst og leggja - líkt og allir aðrir metnaðarfullir flokkar - áherslu á að byggja upp almenningssamgöngur innan höfuðborgarsvæðisins, innan allra landssvæða og á milli landshluta. Við viljum byggja upp fyrsta flokks innviði fyrir hjólreiðar, tengja saman landshluta með hjólaleiðum og skipuleggjum net hjólaleiða fyrir ferðamenn og íbúa í öllum landshlutum. Þetta eru sjálfsögð og einföld fyrstu skref. En síðan þarf að hugsa til lengri framtíðar. Það þarf að byggja upp samgöngur næstu áratuga. Í loftslagsstefnu Pírata tölum við um að teikna upp samgöngur framtíðarinnar. Þar þurfum við að horfa til allra lausna - ekki síst að kanna möguleikann á uppbyggingu lestarsamgangna. Það væri gríðarlega stórt og fjárfrekt verkefni, en sama má segja um aðra þætti samgöngukerfis landsins. Lestarkerfi, sem gæti tekið yfir stóran hluta af fólks- og vöruflutningum, myndi létta álagi af vegakerfinu og gæti nýtt hreina innlenda raforku. Fyrsta skrefið gæti verið að tengja saman þéttbýliskjarna í 100 km radíus frá höfuðborgarsvæðinu, þannig að þar byggist upp eitt samhangandi atvinnu- og búsetusvæði. Í framhaldinu væri svo hægt að tengja saman alla landshluta. Framtíðarmúsík, en við þurfum að hugsa til framtíðar. Milljón þurfa meira en bíla Ef við viljum að Ísland vaxi og dafni, að hér búi kannski milljón manns innan nokkurra áratuga, þá þurfum við að svara ýmsum spurningum. Ein sú brýnasta er hvernig fólk á að komast á milli staða. Milljón manna Ísland getur ekki reitt sig á einfaldar vegasamgöngur - og stjórnmálin þurfa strax í dag að hugsa upp betri leiðir. Baráttan gegn loftslagskrísunni krefst mikilla kerfisbreytinga, sem í fyrstu kunna að virðast fjarstæðukenndar. Og hana vantar stórhuga stjórnmálafólk til að kýla breytingarnar í gang og hugsa lengur en í fjögur ár. Höfundur skipar 2. sætið á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun