Fjórum Íslendingum boðið á CrossFit mót í eyðimörkinni rétt fyrir jólin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2021 08:31 Sara Sigmundsdóttir hefur ekkert keppt síðan að hún sleit krossband í mars en hún fékk boð á mótið. Instagram/@dxbfitnesschamp Ísland á fjóra af þeim fjörutíu CrossFit keppendum sem fengu eftirsótt boð að taka þátt í Dubai CrossFit Championship í desember. Dubai CrossFit Championship fer nú fram á ný en ekki var keppt á þessu árlega stórmóti í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins. Instagram/@dxbfitnesschamp Björgvin Karl Guðmundsson er sá eini af íslensku körlunum sem fékk boð en hjá konum var þremur boðið eða þeim Anníe Mist Þórisdóttur, Katrínu Tönju Davíðsdóttur og svo Söru Sigmundsdóttur. Það er heiður að vera boðið á þetta glæsilega mót sem fer fram í eyðimörkinni í Dúbaí 16 til 18. desember næstkomandi. Aðeins besta CrossFit fólks heims fékk nefnilega boð á mótið. Mótið er boðsmót og því gat enginn unnið sér þátttökurétt á mótinu í ár en mótið hefur oft verið sambland af boðsgestum og fólki sem fer í gegnum sérstaka undankeppni. Þá hefur mótið verið minnkað úr fjögurra daga keppni í þriggja daga keppni. Mótið fer ekki aðeins fram á mjög sérstökum stað í eyðimörkinni heldur er verðlaunaféð með því besta sem sést. Sigurvegarinn fær fimmtíu þúsund Bandaríkjadali í ár eða 6,5 milljónir íslenskra króna og annað sætið gefið þrjátíu þúsund dali eða 3,9 milljónir íslenskra króna. Instagram/@dxbfitnesschamp Keppendurnir eiga hins vegar eftir að staðfesta þátttöku sína. Það kallar á langt ferðalag og keppendurnir þurfa að mæta helst viku fyrir keppni til að venjast tímamismuninum. Í hópnum er síðan Sara Sigmundsdóttir. Sara, sem vann mótið þegar það fór fram síðast í árslok 2019, en hún missti af öllu síðasta tímabili vegna krossbandsslits. Sara fór í aðgerð um miðjan apríl og það verður að teljast frekar ólíklegt að hún sé klár í keppni í desember eða aðeins átta mánuðum síðan. Anníe Mist og Katrín Tanja munu eins og Björgvin Karl keppa á Rogue Invitational sem fer fram í Austin í Texas fylki í Bandaríkjunum í lok október. Það verður því fróðlegt að sjá það hvort íslenska CrossFit fólkið staðfestir þátttöku sína á næstu dögum sem og hvernig lokahópurinn mun líta út. View this post on Instagram A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) CrossFit Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Sjá meira
Dubai CrossFit Championship fer nú fram á ný en ekki var keppt á þessu árlega stórmóti í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins. Instagram/@dxbfitnesschamp Björgvin Karl Guðmundsson er sá eini af íslensku körlunum sem fékk boð en hjá konum var þremur boðið eða þeim Anníe Mist Þórisdóttur, Katrínu Tönju Davíðsdóttur og svo Söru Sigmundsdóttur. Það er heiður að vera boðið á þetta glæsilega mót sem fer fram í eyðimörkinni í Dúbaí 16 til 18. desember næstkomandi. Aðeins besta CrossFit fólks heims fékk nefnilega boð á mótið. Mótið er boðsmót og því gat enginn unnið sér þátttökurétt á mótinu í ár en mótið hefur oft verið sambland af boðsgestum og fólki sem fer í gegnum sérstaka undankeppni. Þá hefur mótið verið minnkað úr fjögurra daga keppni í þriggja daga keppni. Mótið fer ekki aðeins fram á mjög sérstökum stað í eyðimörkinni heldur er verðlaunaféð með því besta sem sést. Sigurvegarinn fær fimmtíu þúsund Bandaríkjadali í ár eða 6,5 milljónir íslenskra króna og annað sætið gefið þrjátíu þúsund dali eða 3,9 milljónir íslenskra króna. Instagram/@dxbfitnesschamp Keppendurnir eiga hins vegar eftir að staðfesta þátttöku sína. Það kallar á langt ferðalag og keppendurnir þurfa að mæta helst viku fyrir keppni til að venjast tímamismuninum. Í hópnum er síðan Sara Sigmundsdóttir. Sara, sem vann mótið þegar það fór fram síðast í árslok 2019, en hún missti af öllu síðasta tímabili vegna krossbandsslits. Sara fór í aðgerð um miðjan apríl og það verður að teljast frekar ólíklegt að hún sé klár í keppni í desember eða aðeins átta mánuðum síðan. Anníe Mist og Katrín Tanja munu eins og Björgvin Karl keppa á Rogue Invitational sem fer fram í Austin í Texas fylki í Bandaríkjunum í lok október. Það verður því fróðlegt að sjá það hvort íslenska CrossFit fólkið staðfestir þátttöku sína á næstu dögum sem og hvernig lokahópurinn mun líta út. View this post on Instagram A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp)
CrossFit Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Sjá meira