Úr „helvíti“ í hóp hjá United í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2021 07:31 Svo virðist sem að hlutirnir séu loks að ganga upp hjá hinum 29 ára gamla Phil Jones. Getty/Matthew Peters Manchester United og West Ham mætast í annað sinn á fjórum dögum þegar þau eigast við í enska deildabikarnum í fótbolta í kvöld. Phil Jones snýr aftur í leikmannahóp United eftir 20 mánaða fjarveru. Miðvörðurinn Jones, sem leikið hefur yfir 200 leiki fyrir United, hefur lengi verið þjakaður af meiðslum. Hann kvaðst um síðustu helgi hafa gengið í gegnum „helvíti“ og aftur til baka, þegar hann barðist við að jafna sig af meiðslunum. „Ég er svo glaður fyrir hönd Phil,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United. „Hann er búinn að klára tvo 90 mínútna leik með U23-liðinu, búinn að spila nokkrar mínútur fyrir luktum dyrum, og hefur ekki fundið fyrir neinu í hnénu. Hann hefur lagt afar mikið á sig,“ sagði Solskjær og staðfesti að Jones yrði í hópnum í kvöld eins og hann ætti svo sannarlega skilið. „Ég veit hvaða áskoranir hann hefur þurft að glíma við, andlega, spyrjandi sig hvort hann myndi nokkurn tímann geta spilað fótbolta aftur eða bara gengið um og leikið sér við börnin sín í garðinum,“ sagði Solskjær. Líklegt að Lingard byrji Bakvörðurinn Alex Telles snýr einnig aftur eftir ökklameiðsli og Edinson Cavani gæti snúið aftur eftir vöðvatognun. Enn virðist hins vegar bið í að Marcus Rashford og Amad Diallo byrji að spila. Solskjær gaf einnig í skyn að Jesse Lingard, sem tryggði Manchester-liðinu 2-1 sigur gegn West Ham á sunnudaginn, fengi tækifæri í byrjunarliðinu á móti sínum gömlu félögum frá því að hann var á láni hjá West Ham á síðustu leiktíð. Leikur Manchester United og West Ham hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Á hliðarrásum eru sýndir leikir Chelsea og Aston Villa, og Wolves og Tottenham. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Miðvörðurinn Jones, sem leikið hefur yfir 200 leiki fyrir United, hefur lengi verið þjakaður af meiðslum. Hann kvaðst um síðustu helgi hafa gengið í gegnum „helvíti“ og aftur til baka, þegar hann barðist við að jafna sig af meiðslunum. „Ég er svo glaður fyrir hönd Phil,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United. „Hann er búinn að klára tvo 90 mínútna leik með U23-liðinu, búinn að spila nokkrar mínútur fyrir luktum dyrum, og hefur ekki fundið fyrir neinu í hnénu. Hann hefur lagt afar mikið á sig,“ sagði Solskjær og staðfesti að Jones yrði í hópnum í kvöld eins og hann ætti svo sannarlega skilið. „Ég veit hvaða áskoranir hann hefur þurft að glíma við, andlega, spyrjandi sig hvort hann myndi nokkurn tímann geta spilað fótbolta aftur eða bara gengið um og leikið sér við börnin sín í garðinum,“ sagði Solskjær. Líklegt að Lingard byrji Bakvörðurinn Alex Telles snýr einnig aftur eftir ökklameiðsli og Edinson Cavani gæti snúið aftur eftir vöðvatognun. Enn virðist hins vegar bið í að Marcus Rashford og Amad Diallo byrji að spila. Solskjær gaf einnig í skyn að Jesse Lingard, sem tryggði Manchester-liðinu 2-1 sigur gegn West Ham á sunnudaginn, fengi tækifæri í byrjunarliðinu á móti sínum gömlu félögum frá því að hann var á láni hjá West Ham á síðustu leiktíð. Leikur Manchester United og West Ham hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Á hliðarrásum eru sýndir leikir Chelsea og Aston Villa, og Wolves og Tottenham. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira