Glódís: „Við erum í séns og við eigum að nýta þessi hálffæri sem við fáum betur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. september 2021 21:24 Glódís Perla Viggósdóttir hafði góðar gætur á Vivianne Miedema í leiknum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, segist vera stolt af liðsfélögum sínum eftir 2-0 tap gegn því hollenska. Hún segir enn fremur að liðið geti dregið mikinn lærdóm af leiknum og að þær verði að nýta þau tækifæri sem gefast. „Mér fannst leikurinn frekar jafn framan af í fyrr hálfleik,“ sagði Glódís að leik loknum. „Mér fannst við oft vera að gera vel og koma okkur í flottar stöður. Við hefðum getað nýtt þær betur og þá hefðum við fengið aðeins öðruvísi mynd á leikinn.“ „Mér finnst þetta mark sem að þær skora bara ekki nógu gott hjá okkur. Ég man ekki nákvæmlega hvernig þetta er, en þær eru að fá að tengja eina eða tvær sendingar fyrir utan teiginn hjá okkur og við þurfum bara að stíga inn í þær og vera mættar fyrr.“ „Annað markið sem þær skora drepur síðan bara aðeins leikinn. Frábært mark, en mér finnst við samt sem áður ekki vera eins langt frá þeim og við höfum kannski verið áður.“ Glódís segist vera mjög stolt af liðinu, en að þær verði að nýta þau tækifæri sem gefast. „Við erum í séns og við eigum að nýta þessi hálffæri sem við fáum betur. Við erum að koma okkur í flottar stöður úti á köntunum og Sveindís og Agla María eru oft að gera frábærlega í einn á einn stöðu sem þær eru að vinna. Við þurfum bara að klára þetta betur.“ „En eins og ég segi þá er ég mjög stolt af liðinu. Við erum að hlaupa og reyna allt til að koma í veg fyrir þeirra leik. Eins og var búið að tala um fyrir leik þá eru þær með frábært lið og frábæra leikmenn. Það eru allir að leggja sig 100 prósent fram þannig að við getum ekki beðið um mikið meira en það.“ Glódís segir að þó að það sé gaman að spila á móti einu besta liði heims geti liðið líke dregið mikinn lærdóm úr leiknum. „Þetta er náttúrulega bara gaman getur maður sagt. Þetta eru bestu leimennirnir og maður vill spila á móti þeim. En það hefði verið skemmtilegra ef við hefðum unnið.“ „Við vorum búnar að tala um það fyrir leik að reyna að koma boltanum upp í svæði þegar að við vinnum hann og reyna að halda honum þar. Mér finnst við ná því lengi vel. Svo töpum við því aðeins og þá fara þær að ýta okkur rosalega aftarlega. Það er eitthvað sem að við getum klárlega lært af og það er margt jákvætt líka. Klippa: Viðtal við Glódísi Perlu Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 21:26 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Sjá meira
„Mér fannst leikurinn frekar jafn framan af í fyrr hálfleik,“ sagði Glódís að leik loknum. „Mér fannst við oft vera að gera vel og koma okkur í flottar stöður. Við hefðum getað nýtt þær betur og þá hefðum við fengið aðeins öðruvísi mynd á leikinn.“ „Mér finnst þetta mark sem að þær skora bara ekki nógu gott hjá okkur. Ég man ekki nákvæmlega hvernig þetta er, en þær eru að fá að tengja eina eða tvær sendingar fyrir utan teiginn hjá okkur og við þurfum bara að stíga inn í þær og vera mættar fyrr.“ „Annað markið sem þær skora drepur síðan bara aðeins leikinn. Frábært mark, en mér finnst við samt sem áður ekki vera eins langt frá þeim og við höfum kannski verið áður.“ Glódís segist vera mjög stolt af liðinu, en að þær verði að nýta þau tækifæri sem gefast. „Við erum í séns og við eigum að nýta þessi hálffæri sem við fáum betur. Við erum að koma okkur í flottar stöður úti á köntunum og Sveindís og Agla María eru oft að gera frábærlega í einn á einn stöðu sem þær eru að vinna. Við þurfum bara að klára þetta betur.“ „En eins og ég segi þá er ég mjög stolt af liðinu. Við erum að hlaupa og reyna allt til að koma í veg fyrir þeirra leik. Eins og var búið að tala um fyrir leik þá eru þær með frábært lið og frábæra leikmenn. Það eru allir að leggja sig 100 prósent fram þannig að við getum ekki beðið um mikið meira en það.“ Glódís segir að þó að það sé gaman að spila á móti einu besta liði heims geti liðið líke dregið mikinn lærdóm úr leiknum. „Þetta er náttúrulega bara gaman getur maður sagt. Þetta eru bestu leimennirnir og maður vill spila á móti þeim. En það hefði verið skemmtilegra ef við hefðum unnið.“ „Við vorum búnar að tala um það fyrir leik að reyna að koma boltanum upp í svæði þegar að við vinnum hann og reyna að halda honum þar. Mér finnst við ná því lengi vel. Svo töpum við því aðeins og þá fara þær að ýta okkur rosalega aftarlega. Það er eitthvað sem að við getum klárlega lært af og það er margt jákvætt líka. Klippa: Viðtal við Glódísi Perlu
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 21:26 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 21:26