Gautaborg styður Kolbein og setur upp langtíma áætlun fyrir hann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. september 2021 16:28 Kolbeinn Sigþórsson er markahæstur í sögu íslenska landsliðsins ásamt Eiði Smára Guðjohnsen. vísir/vilhelm Gautaborg styður við bakið á Kolbeini Sigþórssyni og mun ekki segja samningi hans upp. Í yfirlýsingu frá Gautaborg kemur fram að félagið hafi rætt ítarlega við Kolbein undanfarnar vikur og hefur sett upp langtíma áætlun fyrir hann. „Áætlunin er byggð á gildum Gautaborgar og skyldum okkar og ábyrgð sem vinnuveitanda. Hún er einnig byggð á markmiðum Kolbeins að ná persónulegum árangri,“ segir í yfirlýsingunni. Kolbeinn greiddi tveimur konum miskabætur eftir að hafa ráðist á þær á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur fyrir fjórum árum. Önnur konan steig fram eftir að Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, greindi frá því að engin kynferðisbrotamál tengd leikmönnum karlalandsliðsins hefðu komið inn á borð sambandsins. Guðni sagði svo af sér, Kolbeinn var tekinn út úr landsliðshópnum og stjórn KSÍ steig sömuleiðis frá borði og boðaði til aukaþings. Í yfirlýsingu Gautaborgar segir að atburðirnir á Íslandi hefðu verið útkljáðir í lagalegum skilningi fyrir fjórum árum. Kolbeinn hefur glímt við meiðsli og í yfirlýsingunni kemur fram að félagið ætli að hjálpa honum að ná sér af þeim. „Endurhæfingin er þegar hafin og hún krefst mikils af Kolbeini. Við stöndum fyrir það sem er í nafninu, félag samherja. Við styðjum Kolbeini og fylgjum honum eftir í endurhæfingunni,“ segir í yfirlýsingu Gautaborgar. „Á næstu dögum mun Kolbeinn gangast undir aðgerð og hefja líkamlega endurhæfingu samhliða því að vinna í persónulegum árangri sínum.“ Kolbeinn gekk í raðir Gautaborgar í janúar á þessu ári. Sænski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Gautaborg kemur fram að félagið hafi rætt ítarlega við Kolbein undanfarnar vikur og hefur sett upp langtíma áætlun fyrir hann. „Áætlunin er byggð á gildum Gautaborgar og skyldum okkar og ábyrgð sem vinnuveitanda. Hún er einnig byggð á markmiðum Kolbeins að ná persónulegum árangri,“ segir í yfirlýsingunni. Kolbeinn greiddi tveimur konum miskabætur eftir að hafa ráðist á þær á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur fyrir fjórum árum. Önnur konan steig fram eftir að Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, greindi frá því að engin kynferðisbrotamál tengd leikmönnum karlalandsliðsins hefðu komið inn á borð sambandsins. Guðni sagði svo af sér, Kolbeinn var tekinn út úr landsliðshópnum og stjórn KSÍ steig sömuleiðis frá borði og boðaði til aukaþings. Í yfirlýsingu Gautaborgar segir að atburðirnir á Íslandi hefðu verið útkljáðir í lagalegum skilningi fyrir fjórum árum. Kolbeinn hefur glímt við meiðsli og í yfirlýsingunni kemur fram að félagið ætli að hjálpa honum að ná sér af þeim. „Endurhæfingin er þegar hafin og hún krefst mikils af Kolbeini. Við stöndum fyrir það sem er í nafninu, félag samherja. Við styðjum Kolbeini og fylgjum honum eftir í endurhæfingunni,“ segir í yfirlýsingu Gautaborgar. „Á næstu dögum mun Kolbeinn gangast undir aðgerð og hefja líkamlega endurhæfingu samhliða því að vinna í persónulegum árangri sínum.“ Kolbeinn gekk í raðir Gautaborgar í janúar á þessu ári.
Sænski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Sjá meira