Keane hneykslaður á Kane: „Líkamstjáningin og frammistaðan, guð minn góður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2021 13:31 Roy Keane lét Harry Kane heyra það eftir leikinn gegn Chelsea. getty/Sebastian Frej Roy Keane fannst lítið til frammistöðu Tottenham gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær koma. Og hann var sérstaklega hneykslaður á Harry Kane. Chelsea vann leikinn með þremur mörkum gegn engu. Þetta var annað 3-0 tap Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í röð eftir að hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína. „Chelsea voru frábærir. Við vitum hvað þeir geta núna. Miklir hæfileikar, mikil orka og mikill vilji. Þetta voru menn gegn drengjum. Ég trúði ekki hversu hversu lélegir Spurs voru,“ sagði Keane á Sky Sports eftir leikinn. „Þú getur átt slæman dag og stundum taparðu fyrir betra liði en það vantaði allan vilja og það sást í öllum mörkunum. Tölum um að vilja fórna sér.“ Micah Richards benti á að Tottenham hefði spilað ágætlega í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var markalaus. Keane gaf lítið fyrir það. „Leikurinn er níutíu mínútna langur. Það skiptir ekki máli þótt þú hafir verið fínn í fyrri hálfleik. Þú þarft að komast í gegnum erfiða kafla. Þú reynir að þrauka,“ sagði Keane. "I'm pretty angry watching #THFC today..." "Kane's body language and performance today - oh my goodness." Roy Keane and Graeme Souness were *not* impressed with Tottenhampic.twitter.com/THzbTWKtRC— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 20, 2021 Gamla Manchester United-hetjan lét Kane svo heyra það og dró hvergi af í gagnrýni sinni. „Chelsea er stórkostlegt lið. Við sáum það þegar varamennirnir komu inn á. Það truflar mig ekki að þeir hafi ekki verið nógu góðir og ég tel Kane þar með. Líkamstjáningin og frammistaðan hjá honum, guð minn góður. Ég varð frekar reiður að horfa á Spurs í dag.“ „Við sáum muninn sérstaklega í öðru markinu, viljann til að vilja vinna fótboltaleik. Chelsea vann boltann aftur en leikmenn Tottenham gerðu ekki grunnatriði leiksins, setja pressu á andstæðinginn og vilja fórna sér. Það kemur innan frá. Við getum kannski gagnrýnt þjálfarann og aðra hluti en pressaðu, fórnaðu þér.“ Næsti leikur Tottenham er gegn Wolves í 3. umferð enska deildabikarsins á miðvikudaginn. Tottenham mætir svo Arsenal í Norður-Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Enski boltinn Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira
Chelsea vann leikinn með þremur mörkum gegn engu. Þetta var annað 3-0 tap Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í röð eftir að hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína. „Chelsea voru frábærir. Við vitum hvað þeir geta núna. Miklir hæfileikar, mikil orka og mikill vilji. Þetta voru menn gegn drengjum. Ég trúði ekki hversu hversu lélegir Spurs voru,“ sagði Keane á Sky Sports eftir leikinn. „Þú getur átt slæman dag og stundum taparðu fyrir betra liði en það vantaði allan vilja og það sást í öllum mörkunum. Tölum um að vilja fórna sér.“ Micah Richards benti á að Tottenham hefði spilað ágætlega í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var markalaus. Keane gaf lítið fyrir það. „Leikurinn er níutíu mínútna langur. Það skiptir ekki máli þótt þú hafir verið fínn í fyrri hálfleik. Þú þarft að komast í gegnum erfiða kafla. Þú reynir að þrauka,“ sagði Keane. "I'm pretty angry watching #THFC today..." "Kane's body language and performance today - oh my goodness." Roy Keane and Graeme Souness were *not* impressed with Tottenhampic.twitter.com/THzbTWKtRC— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 20, 2021 Gamla Manchester United-hetjan lét Kane svo heyra það og dró hvergi af í gagnrýni sinni. „Chelsea er stórkostlegt lið. Við sáum það þegar varamennirnir komu inn á. Það truflar mig ekki að þeir hafi ekki verið nógu góðir og ég tel Kane þar með. Líkamstjáningin og frammistaðan hjá honum, guð minn góður. Ég varð frekar reiður að horfa á Spurs í dag.“ „Við sáum muninn sérstaklega í öðru markinu, viljann til að vilja vinna fótboltaleik. Chelsea vann boltann aftur en leikmenn Tottenham gerðu ekki grunnatriði leiksins, setja pressu á andstæðinginn og vilja fórna sér. Það kemur innan frá. Við getum kannski gagnrýnt þjálfarann og aðra hluti en pressaðu, fórnaðu þér.“ Næsti leikur Tottenham er gegn Wolves í 3. umferð enska deildabikarsins á miðvikudaginn. Tottenham mætir svo Arsenal í Norður-Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.
Enski boltinn Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira