Sara Björk um markið í úrslitum Meistaradeildar Evrópu: „Hugsaði að þetta væri allt frekar óraunverulegt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2021 22:31 Sara Björk fagnar sigri í Meistaradeild Evrópu fyrir rúmlega ári síðan. Alex Caparros/Getty Images Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir viðurkennir að hún hafi horft á markið sem hún skoraði í úrslitum Meistaradeildar Evrópu fyrir rúmlega ári töluvert oftar en einu sinni. Sara Björk - sem er sem stendur í barneignarleyfi - ræddi við Heimavöllinn nýverið. Þar fór hún yfir víðan völl í lið sem kallast „Hraðaspurningar.“ Spurningarnar voru þó margar hverjar í erfiðari kantinum og því ekki um neinar hraðaspurningar að ræða. Ásamt því að ræða markið í úrslitaleiknum - sem sjá má hér að neðan - þá fór fyrirliðinn yfir víðan völl. Allt það helsta má sjá hér að neðan. Sara Björk hefur ekki leikið fótbolta undanfarna mánuði þar sem hún þurfti að taka sér pásu vegna barnsburðar. Lyon, lið hennar, saknaði hennar sárt undir lok síðustu leiktíðar þar sem Lyon missti af franska meistaratitlinum sem og Meistaradeild Evrópu. View this post on Instagram A post shared by Heimavo llurinn (@heimavollurinn) Berglind Björg Þorvaldsdóttir má fylla skarð Rakelar Hönnudóttur en Söru Björk vantar nýjan herbergisfélaga þar sem Rakel hefur lagt landsliðskóna á hilluna. „Maður getur hlegið nógu mikið með henni,“ er helsta ástæða þess að Sara Björk væri til í Berglindi sem herbergisfélaga. Sú fyndnasta sem Sara Björk spilaði með er hins vegar Ella Copple Masar en þær léku saman hjá Wolfsburg. Þar sem Masar hefur lagt skóna á hilluna fær hin ástralska Ellie Carpenter titilinn en hún er liðsfélagi Söru Bjarkar hjá Lyon í dag. „Ég segi Edda Garðarsdóttir, en samt svona tough love,“ svaraði landsliðsfyrirliðinn aðspurð hver hefði tekið best á móti hennar þegar hún kom kornung inn í íslenska A-landsiðið á sínum tíma. Jonas Eidevall, þjálfari Arsenal í dag, er besti þjálfari sem Sara Björk hefur haft á sínum ferli. Hann þjálfaði Söru á sínum tíma hjá Rosengård. „Ég hugsaði að við værum búnar að vinna þetta. Ég kom okkur i 3-1 og það var ekki mikið eftir. Ég hugsaði í fyrsta lagi, við erum búnar að vinna þetta, ég væri búin að skora gegn mínu gamla liði og þetta væri allt frekar óraunverulegt.“ „Nokkrum sinnum,“ sagði Sara Björk og glotti aðspurð hversu oft hún hefði horft á markið gegn Wolfsburg. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira
Sara Björk - sem er sem stendur í barneignarleyfi - ræddi við Heimavöllinn nýverið. Þar fór hún yfir víðan völl í lið sem kallast „Hraðaspurningar.“ Spurningarnar voru þó margar hverjar í erfiðari kantinum og því ekki um neinar hraðaspurningar að ræða. Ásamt því að ræða markið í úrslitaleiknum - sem sjá má hér að neðan - þá fór fyrirliðinn yfir víðan völl. Allt það helsta má sjá hér að neðan. Sara Björk hefur ekki leikið fótbolta undanfarna mánuði þar sem hún þurfti að taka sér pásu vegna barnsburðar. Lyon, lið hennar, saknaði hennar sárt undir lok síðustu leiktíðar þar sem Lyon missti af franska meistaratitlinum sem og Meistaradeild Evrópu. View this post on Instagram A post shared by Heimavo llurinn (@heimavollurinn) Berglind Björg Þorvaldsdóttir má fylla skarð Rakelar Hönnudóttur en Söru Björk vantar nýjan herbergisfélaga þar sem Rakel hefur lagt landsliðskóna á hilluna. „Maður getur hlegið nógu mikið með henni,“ er helsta ástæða þess að Sara Björk væri til í Berglindi sem herbergisfélaga. Sú fyndnasta sem Sara Björk spilaði með er hins vegar Ella Copple Masar en þær léku saman hjá Wolfsburg. Þar sem Masar hefur lagt skóna á hilluna fær hin ástralska Ellie Carpenter titilinn en hún er liðsfélagi Söru Bjarkar hjá Lyon í dag. „Ég segi Edda Garðarsdóttir, en samt svona tough love,“ svaraði landsliðsfyrirliðinn aðspurð hver hefði tekið best á móti hennar þegar hún kom kornung inn í íslenska A-landsiðið á sínum tíma. Jonas Eidevall, þjálfari Arsenal í dag, er besti þjálfari sem Sara Björk hefur haft á sínum ferli. Hann þjálfaði Söru á sínum tíma hjá Rosengård. „Ég hugsaði að við værum búnar að vinna þetta. Ég kom okkur i 3-1 og það var ekki mikið eftir. Ég hugsaði í fyrsta lagi, við erum búnar að vinna þetta, ég væri búin að skora gegn mínu gamla liði og þetta væri allt frekar óraunverulegt.“ „Nokkrum sinnum,“ sagði Sara Björk og glotti aðspurð hversu oft hún hefði horft á markið gegn Wolfsburg.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira