Viðreisn kynnir stefnumál sín fyrir komandi kjörtímabil Árni Sæberg skrifar 19. september 2021 17:22 Þorgerður Katrín og Daði Már kynntu stefnumál Viðreisnar á blaðamannafundi í dag. Aðsend Viðreisn áætlar að ráðstöfunartekjur heimilanna aukist um 72 þúsund krónur á mánuði á komandi kjörtímabili með því að tengja krónuna við evru, þar sem vextir, vöruverð og þjónustukostnaður muni lækka. Það séu tæplega 900 þúsund krónur á ári sé miðað við par með tvö börn sem skuldar 31 milljón króna. Þetta kom fram á blaðamannafundi Viðreisnar í dag þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Daði Már Kristófersson varaformaður kynntu stefnumál flokksins fyrir komandi kosningar. Mikil áhersla var lögð á að kynna hversu mikið kosningaloforð flokksins munu kosta og hvernig þau verða fjármögnuð. Hyggjast auka tekjur ríkissjóðs um 125 milljarða króna Viðreisn áætlar að tekjur ríkissjóðs muni aukast um 125 milljarða á kjörtímabilinu vegna lægri vaxtakostnaðar ríksins, aukins hagvaxtar og markaðsleiðar í sjávarútvegi. Viðreisn hyggst auka fjárframlög í tiltekna málaflokka, sérstaklega til heilbrigðis-, velferðar- og menntamála, um samtals 90 milljarða króna. Af því leiði að bætt afkoma ríkissjóðs verði 35 milljarðar, til að koma í veg fyrir halla. „Við teljum nauðsynlegt og heiðarlegt að sýna kjósendum hvað kosningaáherslur Viðreisnar kosta og hvernig staðið verður við stóru orðin, eins og við höfum alltaf gert. Við erum umbótaflokkur en stöndum fyrir ábyrga hagstjórn. Tekjur ríkissjóðs vegna þeirra breytinga sem við boðum eru auðvitað háðar óvissu og við munum stilla útgjöld af þannig að ríkissjóður verði rekinn í jafnvægi,“ segir Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar. Muni auka framlög til heilbrigðismála um 33 milljarða króna Á fundinum kom fram að mesta aukning í útgjöldum ríkisins verði til heilbrigðismála, alls 33 milljarðar króna á kjörtímabilinu. Útgjöld til velferðarmála aukist um 26 milljarða króna og til menntamála um þrettán milljarða króna samtals á kjörtímabilinu. Þá vilji Viðreisn auka framlög til samgöngumála um ellefu milljarða króna og til nýsköpunar um sjö milljarða króna. Samtals muni því útgjöld ríkissjóðs aukast um 90 milljarða króna á meðan tekjur ríkissjóðs aukast um 125 milljarða. Lykilatriði sé að auka ekki skuldir ríkissjóðs. „Það er mikilvægt að tryggja heimilunum í landinu aukalega 72 þúsund krónur á mánuði. Það munar hverri fjölskyldu sannarlega um. Til viðbótar náum við að skapa svigrúm til þess að ráðast í brýn verkefni sem fólkið í landinu er að bíða eftir. Forgangsmál hjá okkur er að niðurgreiða sálfræðiþjónustu, minnka skerðingar í almannatryggingakerfinu og efla menntun og nýsköpun. Við sjáum mörg tækifæri til að bæta hag og líðan fólksins í landinu, ef Viðreisn verður í ríkisstjórn,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi Viðreisnar í dag þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Daði Már Kristófersson varaformaður kynntu stefnumál flokksins fyrir komandi kosningar. Mikil áhersla var lögð á að kynna hversu mikið kosningaloforð flokksins munu kosta og hvernig þau verða fjármögnuð. Hyggjast auka tekjur ríkissjóðs um 125 milljarða króna Viðreisn áætlar að tekjur ríkissjóðs muni aukast um 125 milljarða á kjörtímabilinu vegna lægri vaxtakostnaðar ríksins, aukins hagvaxtar og markaðsleiðar í sjávarútvegi. Viðreisn hyggst auka fjárframlög í tiltekna málaflokka, sérstaklega til heilbrigðis-, velferðar- og menntamála, um samtals 90 milljarða króna. Af því leiði að bætt afkoma ríkissjóðs verði 35 milljarðar, til að koma í veg fyrir halla. „Við teljum nauðsynlegt og heiðarlegt að sýna kjósendum hvað kosningaáherslur Viðreisnar kosta og hvernig staðið verður við stóru orðin, eins og við höfum alltaf gert. Við erum umbótaflokkur en stöndum fyrir ábyrga hagstjórn. Tekjur ríkissjóðs vegna þeirra breytinga sem við boðum eru auðvitað háðar óvissu og við munum stilla útgjöld af þannig að ríkissjóður verði rekinn í jafnvægi,“ segir Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar. Muni auka framlög til heilbrigðismála um 33 milljarða króna Á fundinum kom fram að mesta aukning í útgjöldum ríkisins verði til heilbrigðismála, alls 33 milljarðar króna á kjörtímabilinu. Útgjöld til velferðarmála aukist um 26 milljarða króna og til menntamála um þrettán milljarða króna samtals á kjörtímabilinu. Þá vilji Viðreisn auka framlög til samgöngumála um ellefu milljarða króna og til nýsköpunar um sjö milljarða króna. Samtals muni því útgjöld ríkissjóðs aukast um 90 milljarða króna á meðan tekjur ríkissjóðs aukast um 125 milljarða. Lykilatriði sé að auka ekki skuldir ríkissjóðs. „Það er mikilvægt að tryggja heimilunum í landinu aukalega 72 þúsund krónur á mánuði. Það munar hverri fjölskyldu sannarlega um. Til viðbótar náum við að skapa svigrúm til þess að ráðast í brýn verkefni sem fólkið í landinu er að bíða eftir. Forgangsmál hjá okkur er að niðurgreiða sálfræðiþjónustu, minnka skerðingar í almannatryggingakerfinu og efla menntun og nýsköpun. Við sjáum mörg tækifæri til að bæta hag og líðan fólksins í landinu, ef Viðreisn verður í ríkisstjórn,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira