Sextán staðfest smit á Reyðarfirði og útlit fyrir takmarkað skólahald Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. september 2021 12:52 Stór hluti bæjarbúa hefur farið í sýnatöku síðustu daga. Vísir/Vilhelm Þrjú ný kórónuveirusmit greindust á Reyðarfirði í gær eftir umfangsmikla sýnatöku í bænum og eru staðfest smit því orðin sextán talsins. Útlit er fyrir að skólahald verði með takmörkuðum hætti næstu daga. Aðgerðarstjórn almannavarna fundaði í morgun vegna hópsmits á Austurlandi. „Það greindust þrjú ný smit í gær og það er smitrakning í gangi. Þannig að það mun eitthvað fjölga í sóttkví þegar líður á daginn,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Reyðarfjarðar. Hann segir að enn sé verið að skoða hvernig skólahaldi verði háttað í næstu viku, þó ljóst sé að aðeins verði lágmarksþjónusta í leikskólum. „Það er vegna þess að það eru margir starfsmenn sem hafa þurft að fara í sóttkví og við erum að fara yfir það í dag hvernig við getum brugðist við gagnvart þeim sem verða að fá þjónustu, en biðjum líka alla um að sýna okkur skilning og hafa börn heima ef kostur er,“ segir Jón Björn. Hann segir að nú séu um 185 manns í einangrun. „Við erum á síðustu þremur dögum búin að taka gríðarlegan fjölda sýna, eða á milli 500 til 600 sýni, sem gefur okkur góða mynd af stöðunni. Sannarlega er maður feginn að smitin séu ekki fleiri og það er kannski vísbending um að það náist utan um þetta hratt. Þetta er langhlaup eins og við öll þekkjum og við sjáum hvað kemur út úr þessu.“ Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum verða ekki gefnar upp tölur yfir heildarfjölda smita á landsvísu fyrr en eftir helgi. Fjarðabyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
„Það greindust þrjú ný smit í gær og það er smitrakning í gangi. Þannig að það mun eitthvað fjölga í sóttkví þegar líður á daginn,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Reyðarfjarðar. Hann segir að enn sé verið að skoða hvernig skólahaldi verði háttað í næstu viku, þó ljóst sé að aðeins verði lágmarksþjónusta í leikskólum. „Það er vegna þess að það eru margir starfsmenn sem hafa þurft að fara í sóttkví og við erum að fara yfir það í dag hvernig við getum brugðist við gagnvart þeim sem verða að fá þjónustu, en biðjum líka alla um að sýna okkur skilning og hafa börn heima ef kostur er,“ segir Jón Björn. Hann segir að nú séu um 185 manns í einangrun. „Við erum á síðustu þremur dögum búin að taka gríðarlegan fjölda sýna, eða á milli 500 til 600 sýni, sem gefur okkur góða mynd af stöðunni. Sannarlega er maður feginn að smitin séu ekki fleiri og það er kannski vísbending um að það náist utan um þetta hratt. Þetta er langhlaup eins og við öll þekkjum og við sjáum hvað kemur út úr þessu.“ Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum verða ekki gefnar upp tölur yfir heildarfjölda smita á landsvísu fyrr en eftir helgi.
Fjarðabyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira