Glódís Perla um lífið hjá Bayern: Skipti úr gervigrasliðinu yfir í grasliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2021 14:30 Glódís Perla Viggósdóttir er fyrir löngu komin í hóp reynslumestu leikmanna íslenska landsliðsins. vísir/vilhelm Íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir er mjög ánægð með allar aðstæður og alla umgjörð hjá Bayern München en hún gekk til liðs við þýska stórliðið í sumar. Glódís Perla er nú komin til Íslands til að hjálpa kvennalandsliðinu í undankeppni HM en skoraði fyrir Bayern í síðasta leik sínum fyrir landsleikjahléið. Glódís Perla var á fjarfundi með íslenskum blaðamönnum í gær og var spurð út í lífið í München. „Þetta er alveg næsta „level“ þarna og eitt það besta sem er í boði í dag,“ sagði Glódís Perla og hún segir að Bæjarar haldi vel utan um leiðið. „Við erum með eigið svæði með geggjuðum grasvöllum,“ sagði Glódís Perla. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Glódís Perla spilaði með Stjörnunni áður en hún fór út en liðið fór að spilað heimaleiki sína á gervigrasi fyrst íslensku félaganna. Liðin í Svíþjóð spila líka mikið á gervigrasvöllum en þar hafði Glódís spilað undanfarin sex ár. „Ég var alltaf í gervigrasliðinu en nú er ég búin að breyta yfir í grasliðið,“ sagði Glódís sem segir að grasvellirnir séu til mikillar fyrirmyndar. Glódís hrósar líka starfsliðinu í kringum liðið og þar sé allir þeir sérfræðingar til taks með lið þarf á að halda. „Ég get ekki kvartað yfir neinu og þetta er bara eins og það á að vera,“ sagði Glódís. Glódís var hins vegar ekki ákveðin að fara í fyrstu eftir að hafa heyrt slæmar sögur af kvennaliði Bayern. Hún leitaði til Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í byrjun til að fá að vita meira um þetta. Það hefur aftur á móti komið í ljós að Bæjarar hafa gerbreytt hlutunum í kringum kvennaliðið sitt og félagið hefur ákveðið að veðja að knattspyrnukonurnar sínar sem er sérstaklega gaman þegar tvær íslenska landsliðskonur spila með liðinu. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Glódís ætlar sér að taka næsta skref hjá Bayern en hún er enn bara 26 ára gömul þrátt fyrir að hafa spilað 93 landsleiki fyrir Ísland og spilað sem atvinnumaður í sex ár. En hvað þarf hún að bæta að mati þjálfara Bayern? „Ég á bara að verða betri í öllu, að taka næstu skref í öllum mínum leik,“ sagði Glódís en segir að þjálfarateymi Bayern vilji líka að leikmenn sínir geri það sem þær eru góðar í. Þýski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Glódís Perla: Þurfum að vera með augu í hnakkanum á henni allan tímann Ein af bestu knattspyrnukonum heims mætir á Laugardalsvöllinn í næstu viku en þar eru við að tala um hina hollensku Vivianne Miedema. 17. september 2021 12:00 Gunnhildur Yrsa fagnaði því að fá Ólympíugull í fjölskylduna Íslenska landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik með íslenska landsliðinu á þriðjudaginn kemur en kærastan eyddi aftur á móti sumrinu með kanadíska landsliðinu. 17. september 2021 10:30 Með bækistöðvar í Hveragerði og keppa í golfi í dag Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta undirbýr sig á nýjum stað fyrir fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins. 16. september 2021 15:13 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Sjá meira
Glódís Perla er nú komin til Íslands til að hjálpa kvennalandsliðinu í undankeppni HM en skoraði fyrir Bayern í síðasta leik sínum fyrir landsleikjahléið. Glódís Perla var á fjarfundi með íslenskum blaðamönnum í gær og var spurð út í lífið í München. „Þetta er alveg næsta „level“ þarna og eitt það besta sem er í boði í dag,“ sagði Glódís Perla og hún segir að Bæjarar haldi vel utan um leiðið. „Við erum með eigið svæði með geggjuðum grasvöllum,“ sagði Glódís Perla. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Glódís Perla spilaði með Stjörnunni áður en hún fór út en liðið fór að spilað heimaleiki sína á gervigrasi fyrst íslensku félaganna. Liðin í Svíþjóð spila líka mikið á gervigrasvöllum en þar hafði Glódís spilað undanfarin sex ár. „Ég var alltaf í gervigrasliðinu en nú er ég búin að breyta yfir í grasliðið,“ sagði Glódís sem segir að grasvellirnir séu til mikillar fyrirmyndar. Glódís hrósar líka starfsliðinu í kringum liðið og þar sé allir þeir sérfræðingar til taks með lið þarf á að halda. „Ég get ekki kvartað yfir neinu og þetta er bara eins og það á að vera,“ sagði Glódís. Glódís var hins vegar ekki ákveðin að fara í fyrstu eftir að hafa heyrt slæmar sögur af kvennaliði Bayern. Hún leitaði til Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í byrjun til að fá að vita meira um þetta. Það hefur aftur á móti komið í ljós að Bæjarar hafa gerbreytt hlutunum í kringum kvennaliðið sitt og félagið hefur ákveðið að veðja að knattspyrnukonurnar sínar sem er sérstaklega gaman þegar tvær íslenska landsliðskonur spila með liðinu. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Glódís ætlar sér að taka næsta skref hjá Bayern en hún er enn bara 26 ára gömul þrátt fyrir að hafa spilað 93 landsleiki fyrir Ísland og spilað sem atvinnumaður í sex ár. En hvað þarf hún að bæta að mati þjálfara Bayern? „Ég á bara að verða betri í öllu, að taka næstu skref í öllum mínum leik,“ sagði Glódís en segir að þjálfarateymi Bayern vilji líka að leikmenn sínir geri það sem þær eru góðar í.
Þýski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Glódís Perla: Þurfum að vera með augu í hnakkanum á henni allan tímann Ein af bestu knattspyrnukonum heims mætir á Laugardalsvöllinn í næstu viku en þar eru við að tala um hina hollensku Vivianne Miedema. 17. september 2021 12:00 Gunnhildur Yrsa fagnaði því að fá Ólympíugull í fjölskylduna Íslenska landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik með íslenska landsliðinu á þriðjudaginn kemur en kærastan eyddi aftur á móti sumrinu með kanadíska landsliðinu. 17. september 2021 10:30 Með bækistöðvar í Hveragerði og keppa í golfi í dag Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta undirbýr sig á nýjum stað fyrir fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins. 16. september 2021 15:13 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Sjá meira
Glódís Perla: Þurfum að vera með augu í hnakkanum á henni allan tímann Ein af bestu knattspyrnukonum heims mætir á Laugardalsvöllinn í næstu viku en þar eru við að tala um hina hollensku Vivianne Miedema. 17. september 2021 12:00
Gunnhildur Yrsa fagnaði því að fá Ólympíugull í fjölskylduna Íslenska landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik með íslenska landsliðinu á þriðjudaginn kemur en kærastan eyddi aftur á móti sumrinu með kanadíska landsliðinu. 17. september 2021 10:30
Með bækistöðvar í Hveragerði og keppa í golfi í dag Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta undirbýr sig á nýjum stað fyrir fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins. 16. september 2021 15:13