Risafjárveiting á að draga úr slagsmálum og eiturlyfjum á Litla-Hrauni Snorri Másson skrifar 17. september 2021 12:12 Litla-Hraun á Eyrarbakka var upphaflega hannað sem sjúkrahús. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðuneytið steig í dag eitt af þremur stærstu skrefum sem stigin hafa verið í sögu fangelsismála hér á landi að sögn fangelsismálastjóra. Tæplega tveggja milljarða króna fjármögnun hefur verið tryggð til að ráðast í löngu tímabærar endurbætur á Litla-Hrauni. Fangelsið á Litla-Hrauni hefur verið vandamál lengi. Byggingin átti upphaflega að vera spítali, aldrei fangelsi, en varð það og hönnunargallarnir eru verulegir. Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði þannig frá því á blaðamannafundi í dag að einn helsti vandi hússins sé að óhjákvæmilega hittist allir fangar í sama rými á hverjum degi. Þetta hefur mjög neikvæð áhrif á hópadýnamík innan fangelsisins enda er ekki hægt að skipta upp klíkum og gengjum og þar með þolendum og gerendum ofbeldis af ýmsum toga. Það kemur of reglulega til átaka, sem ættu að minnka nú þegar hægt verður að skipta hópunum upp. Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/Baldur Annar ókostur núverandi ástands er greið dreifing eiturlyfja. Ef svo mikið sem eitt gramm af Spice, sem er algengasta eiturlyfið í fangelsum landsins, kemst inn í fangelsið, getur það orðið að fjögur hundruð skömmtum. Núna verður hægt að bregðast við smygli mun betur enda samgangur ekki eins mikill. „Þetta er bara frábært. Ég er alsæll með þetta. Þetta er gríðarlega flott frumkvæði, ég er ánægður líka með að þessi málaflokkur sé loksins settur í forgrunn og fái þann forgang sem hann þarf,“ sagði Páll Winkel í hádegisfréttum Bylgjunnar. Með nýja fjármagninu verður nýju geðheilbrigðisteymi líka tryggð aðstaða og heimsóknaraðstaða bætt. Allt stefnir þetta í að Ísland geti verið á heimsmælikvarða í fangelsismálum innan skamms. „Við þurfum að gera Litla-Hraun öruggt og mannúðlegt fangelsi, þar sem bæði vistmönnum og starfsmönnum líður vel. Það mun klárast þarna um mitt ár 2023,“ segir Páll. Dómsmálaráðherra segir að staðan hafi verið orðin óviðunandi, eins og meðal annars erlendir eftirlitsaðilar hafi bent á. „Þetta er þannig málaflokkur að það verður svo mikill samfélagslegur ábati af því að við getum skilað föngum aftur út sem virkum samfélagsþegnum eftir refsinguna sem þeir hljóta. Það skilar sér í færri glæpum og færri þolendum, og ekki síst ef við náum að minnka endurkomutíðninam,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Fangelsismál Árborg Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Fangelsið á Litla-Hrauni hefur verið vandamál lengi. Byggingin átti upphaflega að vera spítali, aldrei fangelsi, en varð það og hönnunargallarnir eru verulegir. Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði þannig frá því á blaðamannafundi í dag að einn helsti vandi hússins sé að óhjákvæmilega hittist allir fangar í sama rými á hverjum degi. Þetta hefur mjög neikvæð áhrif á hópadýnamík innan fangelsisins enda er ekki hægt að skipta upp klíkum og gengjum og þar með þolendum og gerendum ofbeldis af ýmsum toga. Það kemur of reglulega til átaka, sem ættu að minnka nú þegar hægt verður að skipta hópunum upp. Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/Baldur Annar ókostur núverandi ástands er greið dreifing eiturlyfja. Ef svo mikið sem eitt gramm af Spice, sem er algengasta eiturlyfið í fangelsum landsins, kemst inn í fangelsið, getur það orðið að fjögur hundruð skömmtum. Núna verður hægt að bregðast við smygli mun betur enda samgangur ekki eins mikill. „Þetta er bara frábært. Ég er alsæll með þetta. Þetta er gríðarlega flott frumkvæði, ég er ánægður líka með að þessi málaflokkur sé loksins settur í forgrunn og fái þann forgang sem hann þarf,“ sagði Páll Winkel í hádegisfréttum Bylgjunnar. Með nýja fjármagninu verður nýju geðheilbrigðisteymi líka tryggð aðstaða og heimsóknaraðstaða bætt. Allt stefnir þetta í að Ísland geti verið á heimsmælikvarða í fangelsismálum innan skamms. „Við þurfum að gera Litla-Hraun öruggt og mannúðlegt fangelsi, þar sem bæði vistmönnum og starfsmönnum líður vel. Það mun klárast þarna um mitt ár 2023,“ segir Páll. Dómsmálaráðherra segir að staðan hafi verið orðin óviðunandi, eins og meðal annars erlendir eftirlitsaðilar hafi bent á. „Þetta er þannig málaflokkur að það verður svo mikill samfélagslegur ábati af því að við getum skilað föngum aftur út sem virkum samfélagsþegnum eftir refsinguna sem þeir hljóta. Það skilar sér í færri glæpum og færri þolendum, og ekki síst ef við náum að minnka endurkomutíðninam,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Fangelsismál Árborg Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira