Risafjárveiting á að draga úr slagsmálum og eiturlyfjum á Litla-Hrauni Snorri Másson skrifar 17. september 2021 12:12 Litla-Hraun á Eyrarbakka var upphaflega hannað sem sjúkrahús. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðuneytið steig í dag eitt af þremur stærstu skrefum sem stigin hafa verið í sögu fangelsismála hér á landi að sögn fangelsismálastjóra. Tæplega tveggja milljarða króna fjármögnun hefur verið tryggð til að ráðast í löngu tímabærar endurbætur á Litla-Hrauni. Fangelsið á Litla-Hrauni hefur verið vandamál lengi. Byggingin átti upphaflega að vera spítali, aldrei fangelsi, en varð það og hönnunargallarnir eru verulegir. Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði þannig frá því á blaðamannafundi í dag að einn helsti vandi hússins sé að óhjákvæmilega hittist allir fangar í sama rými á hverjum degi. Þetta hefur mjög neikvæð áhrif á hópadýnamík innan fangelsisins enda er ekki hægt að skipta upp klíkum og gengjum og þar með þolendum og gerendum ofbeldis af ýmsum toga. Það kemur of reglulega til átaka, sem ættu að minnka nú þegar hægt verður að skipta hópunum upp. Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/Baldur Annar ókostur núverandi ástands er greið dreifing eiturlyfja. Ef svo mikið sem eitt gramm af Spice, sem er algengasta eiturlyfið í fangelsum landsins, kemst inn í fangelsið, getur það orðið að fjögur hundruð skömmtum. Núna verður hægt að bregðast við smygli mun betur enda samgangur ekki eins mikill. „Þetta er bara frábært. Ég er alsæll með þetta. Þetta er gríðarlega flott frumkvæði, ég er ánægður líka með að þessi málaflokkur sé loksins settur í forgrunn og fái þann forgang sem hann þarf,“ sagði Páll Winkel í hádegisfréttum Bylgjunnar. Með nýja fjármagninu verður nýju geðheilbrigðisteymi líka tryggð aðstaða og heimsóknaraðstaða bætt. Allt stefnir þetta í að Ísland geti verið á heimsmælikvarða í fangelsismálum innan skamms. „Við þurfum að gera Litla-Hraun öruggt og mannúðlegt fangelsi, þar sem bæði vistmönnum og starfsmönnum líður vel. Það mun klárast þarna um mitt ár 2023,“ segir Páll. Dómsmálaráðherra segir að staðan hafi verið orðin óviðunandi, eins og meðal annars erlendir eftirlitsaðilar hafi bent á. „Þetta er þannig málaflokkur að það verður svo mikill samfélagslegur ábati af því að við getum skilað föngum aftur út sem virkum samfélagsþegnum eftir refsinguna sem þeir hljóta. Það skilar sér í færri glæpum og færri þolendum, og ekki síst ef við náum að minnka endurkomutíðninam,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Fangelsismál Árborg Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Fangelsið á Litla-Hrauni hefur verið vandamál lengi. Byggingin átti upphaflega að vera spítali, aldrei fangelsi, en varð það og hönnunargallarnir eru verulegir. Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði þannig frá því á blaðamannafundi í dag að einn helsti vandi hússins sé að óhjákvæmilega hittist allir fangar í sama rými á hverjum degi. Þetta hefur mjög neikvæð áhrif á hópadýnamík innan fangelsisins enda er ekki hægt að skipta upp klíkum og gengjum og þar með þolendum og gerendum ofbeldis af ýmsum toga. Það kemur of reglulega til átaka, sem ættu að minnka nú þegar hægt verður að skipta hópunum upp. Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/Baldur Annar ókostur núverandi ástands er greið dreifing eiturlyfja. Ef svo mikið sem eitt gramm af Spice, sem er algengasta eiturlyfið í fangelsum landsins, kemst inn í fangelsið, getur það orðið að fjögur hundruð skömmtum. Núna verður hægt að bregðast við smygli mun betur enda samgangur ekki eins mikill. „Þetta er bara frábært. Ég er alsæll með þetta. Þetta er gríðarlega flott frumkvæði, ég er ánægður líka með að þessi málaflokkur sé loksins settur í forgrunn og fái þann forgang sem hann þarf,“ sagði Páll Winkel í hádegisfréttum Bylgjunnar. Með nýja fjármagninu verður nýju geðheilbrigðisteymi líka tryggð aðstaða og heimsóknaraðstaða bætt. Allt stefnir þetta í að Ísland geti verið á heimsmælikvarða í fangelsismálum innan skamms. „Við þurfum að gera Litla-Hraun öruggt og mannúðlegt fangelsi, þar sem bæði vistmönnum og starfsmönnum líður vel. Það mun klárast þarna um mitt ár 2023,“ segir Páll. Dómsmálaráðherra segir að staðan hafi verið orðin óviðunandi, eins og meðal annars erlendir eftirlitsaðilar hafi bent á. „Þetta er þannig málaflokkur að það verður svo mikill samfélagslegur ábati af því að við getum skilað föngum aftur út sem virkum samfélagsþegnum eftir refsinguna sem þeir hljóta. Það skilar sér í færri glæpum og færri þolendum, og ekki síst ef við náum að minnka endurkomutíðninam,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Fangelsismál Árborg Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent