Stálu bæði Meistaradeildargulli og EM-silfri Reece James Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2021 09:01 Reece James fagnar hér með Meisataradeildarbikarinn og með gullið um hálsinn. Getty/Manu Fernandez Þetta var frábært sumar fyrir Chelsea manninn Reece James sem vann fyrst Meistaradeildina með Chelsea og fékk síðan silfur með enska landsliðinu á Evrópumótinu. Haustið ætlar ekki að vera eins gott. Reece James var að spila með Chelsea á þriðjudagskvöldið þegar liðið hóf titilvörn sína í Meistaradeildinni með 1-0 sigur á Zenit frá Sankti Pétursborg í Rússlandi. James sagði frá því á Instagram síðu sinni að á meðan leiknum stóð hafi þjófar brotist inn hjá honum og tekið með sér peningaskápinn. Chelsea defender Reece James says his Champions League winners' medal was stolen during a robbery at his home on Tuesday.James says his Super Cup winners' medal and his Euro 2020 runners-up medal were also stolen from his safe.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 16, 2021 Í þessum peningaskáp voru hvorki dýrmætir skartgripir eða miklir peningar heldur voru þarna bæði Meistaradeildargullið og EM-silfrið frá því í sumar sem og gullið sem James vann í Ofurbikarnum á dögunum. James sýndi brot úr öryggismyndavél þar sem má sjá innbrotsþjófana ganga um eignina áður en þeir drógu peningaskápinn út í bíl. James biðlaði um leið til þeirra sem horfa á myndbandið hvort þeir þekkja til þessara manna. „Ég biðla til allra stuðningsmanna Chelsea og enska landsliðsins til að hjálpa við að bera kennsl á þessi skítseiði sem munu aldrei geta sofið rótt vegna allra sönnunargagnanna sem eru til um glæp þeirra. Lögreglan, ráðgjafar mínir, Chelsea félagið sem og margir aðrir styðja við bakið á mér og við höfum góðar vísbendingar um hverjir glæpamennirnir eru. Við nálgumst þá,“ skrifaði Reece James á Instagram. „Sem betur fer þá var enginn heima í innbrotinu og ég vil láta alla vita af því að það er allt í lagi með mig. Ég met mikils að hafa þennan vettvang til að segja frá ólukku minni og saman getum við náðu þessum einstaklingum og náð fram réttlætinu,“ skrifaði James. View this post on Instagram A post shared by Reece James (@reecejames) Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sjá meira
Reece James var að spila með Chelsea á þriðjudagskvöldið þegar liðið hóf titilvörn sína í Meistaradeildinni með 1-0 sigur á Zenit frá Sankti Pétursborg í Rússlandi. James sagði frá því á Instagram síðu sinni að á meðan leiknum stóð hafi þjófar brotist inn hjá honum og tekið með sér peningaskápinn. Chelsea defender Reece James says his Champions League winners' medal was stolen during a robbery at his home on Tuesday.James says his Super Cup winners' medal and his Euro 2020 runners-up medal were also stolen from his safe.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 16, 2021 Í þessum peningaskáp voru hvorki dýrmætir skartgripir eða miklir peningar heldur voru þarna bæði Meistaradeildargullið og EM-silfrið frá því í sumar sem og gullið sem James vann í Ofurbikarnum á dögunum. James sýndi brot úr öryggismyndavél þar sem má sjá innbrotsþjófana ganga um eignina áður en þeir drógu peningaskápinn út í bíl. James biðlaði um leið til þeirra sem horfa á myndbandið hvort þeir þekkja til þessara manna. „Ég biðla til allra stuðningsmanna Chelsea og enska landsliðsins til að hjálpa við að bera kennsl á þessi skítseiði sem munu aldrei geta sofið rótt vegna allra sönnunargagnanna sem eru til um glæp þeirra. Lögreglan, ráðgjafar mínir, Chelsea félagið sem og margir aðrir styðja við bakið á mér og við höfum góðar vísbendingar um hverjir glæpamennirnir eru. Við nálgumst þá,“ skrifaði Reece James á Instagram. „Sem betur fer þá var enginn heima í innbrotinu og ég vil láta alla vita af því að það er allt í lagi með mig. Ég met mikils að hafa þennan vettvang til að segja frá ólukku minni og saman getum við náðu þessum einstaklingum og náð fram réttlætinu,“ skrifaði James. View this post on Instagram A post shared by Reece James (@reecejames)
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sjá meira