Vonar að takist að ná utan um hópsmit eftir að fimmtungur bæjarbúa fór í skimun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2021 20:02 Reyðarfjörður Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Bæjarstjóri Fjarðabyggðar vonar að niðurstöður skimana sem um fimmtungur Reyðfyrðinga fór í í dag veiti einhvers konar heildarmynd á umfang hópsmits sem þar er komið upp. Alls greindust tíu manns með kórónuveiruna á Reyðarfirði eftir fjöldasýnatöku gærdagsins sem ráðist var í eftir að grunur kom upp um smit í Grunnskóla Reyðarfjarðar, en staðfest smit eru einnig á leikskólanum Lyngholti. Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að alls hafi 250 sýni verið tekin í dag í sýnatöku á Reyðarfirði, en það er um fimmtungur þeirra sem búa í bænum. Jón Björn Hákonarsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, ræddi stöðuna sem komin er upp í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir hópsmitið óneitanlega haft áhrif á samfélagið. „Að loka bæði grunn- og leikskóla hefur óhjákvæmilega áhrif í samfélaginu okkar. Foreldrar, einhverjir kannski svo heppnir að geta tekið vinnuna aðeins með sér heim en aðrir þurfa náttúrulega að taka börnin heim,“ sagði Jón Björn. Sagðist hann dást að bæjarbúum sem tækju stöðunni með miklu æðruleysi, staðráðnir í að vinna saman úr stöðunni. Hann vonar að þegar niðurstöður sýnatöku dagsins í dag liggi fyrir fáist heildarmynd á umfang hópsmitsins og til hvaða aðgerða þurfi að grípa. „Þá vonum við að við séum komnir með heildarmyndina og hvernig við getum opnað skólana aftur eftir helgina og slíkt og snúið til venjulegs lífs. Vonandi erum við þá búin að ná heildarmyndinni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarðabyggð Tengdar fréttir Grunnskólanum lokað vegna gruns um smit Grunur leikur á Covid-19 smiti í grunnskólanum á Reyðarfirði og hefur því verið ákveðið að loka skólanum í dag meðan unnið er að kortlagningu mögulegs smits. 15. september 2021 13:44 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Alls greindust tíu manns með kórónuveiruna á Reyðarfirði eftir fjöldasýnatöku gærdagsins sem ráðist var í eftir að grunur kom upp um smit í Grunnskóla Reyðarfjarðar, en staðfest smit eru einnig á leikskólanum Lyngholti. Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að alls hafi 250 sýni verið tekin í dag í sýnatöku á Reyðarfirði, en það er um fimmtungur þeirra sem búa í bænum. Jón Björn Hákonarsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, ræddi stöðuna sem komin er upp í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir hópsmitið óneitanlega haft áhrif á samfélagið. „Að loka bæði grunn- og leikskóla hefur óhjákvæmilega áhrif í samfélaginu okkar. Foreldrar, einhverjir kannski svo heppnir að geta tekið vinnuna aðeins með sér heim en aðrir þurfa náttúrulega að taka börnin heim,“ sagði Jón Björn. Sagðist hann dást að bæjarbúum sem tækju stöðunni með miklu æðruleysi, staðráðnir í að vinna saman úr stöðunni. Hann vonar að þegar niðurstöður sýnatöku dagsins í dag liggi fyrir fáist heildarmynd á umfang hópsmitsins og til hvaða aðgerða þurfi að grípa. „Þá vonum við að við séum komnir með heildarmyndina og hvernig við getum opnað skólana aftur eftir helgina og slíkt og snúið til venjulegs lífs. Vonandi erum við þá búin að ná heildarmyndinni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarðabyggð Tengdar fréttir Grunnskólanum lokað vegna gruns um smit Grunur leikur á Covid-19 smiti í grunnskólanum á Reyðarfirði og hefur því verið ákveðið að loka skólanum í dag meðan unnið er að kortlagningu mögulegs smits. 15. september 2021 13:44 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Grunnskólanum lokað vegna gruns um smit Grunur leikur á Covid-19 smiti í grunnskólanum á Reyðarfirði og hefur því verið ákveðið að loka skólanum í dag meðan unnið er að kortlagningu mögulegs smits. 15. september 2021 13:44