Klopp taldi sína menn hafa týnst í eigin spilamennsku og telur að fólk horfi ekki nóg á fótbolta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2021 22:31 Þjóðverjinn fagnaði vel og innilega í leikslok. Shaun Botterill/Getty Images Jürgen Klopp var sáttur með endurkomu sinna manna gegn AC Milan í kvöld. Hann var hins vegar ósáttur með kæruleysið sem hleypti gestunum frá Mílanó inn í leikinn og svo var hann hvumsa yfir því að ekkert félag hafi boðið í Divock Origi meðan félagaskiptaglugginn var opinn. „Við byrjuðum ótrúlega vel. Spiluðum hreint út sagt frábærlega, á háu tempó en samt klókt. Við spiluðum í spiluðum í öllum þeim svæðum sem við þurftum að spila í og gáfum þeim ekki neitt þangað til … ég er eiginlega ekki viss,“ sagði Klopp eftir leik en hans lið virtist með leikinn þar sem það vildi hafa hann. Það er áður en AC Milan skoraði tvö mörk með stuttu millibili og var 2-1 yfir í hálfleik. „Okkur var refsað undir lok fyrri hálfleiks en það byrjaði fyrr. Við týndum okkur í eigin fótbolta. Við vorum ekki að spila einfalt, sóknarlega og varnarlega vorum við ekki skipulagðir. Þegar við erum skipulagðir erum við frábærir, Fabinho er frábær, en þegar við erum óskipulagðir getur hann ekki einu sinni leyst öll okkar vandræði varnarlega.“ „Þeir spiluðu á milli lína og skoruðu tvö mörk. Það var samt aldrei eins og við gætum ekki komið til baka. Það var ljóst að við þurfum að fara strax aftur í sama gír og við byrjuðum leikinn í. Þegar við gerðum það skoruðum við frábær mörk.“ „Sigurinn var sanngjarn en það voru tíu mínútur þar sem Milan gjörbreytti næstum útkomu leiksins.“ „Divock Origi var frábær í kvöld. Hann fékk krampa sem er eðlilegt. Fólk gleymir hvað hann er góður, það er samt erfitt að koma honum í þetta lið. Við héldum að það myndu koma tilboð í hann í sumar en fólk horfir greinilega ekki nóg á fótbolta,“ sagði Klopp að lokum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira
Hann var hins vegar ósáttur með kæruleysið sem hleypti gestunum frá Mílanó inn í leikinn og svo var hann hvumsa yfir því að ekkert félag hafi boðið í Divock Origi meðan félagaskiptaglugginn var opinn. „Við byrjuðum ótrúlega vel. Spiluðum hreint út sagt frábærlega, á háu tempó en samt klókt. Við spiluðum í spiluðum í öllum þeim svæðum sem við þurftum að spila í og gáfum þeim ekki neitt þangað til … ég er eiginlega ekki viss,“ sagði Klopp eftir leik en hans lið virtist með leikinn þar sem það vildi hafa hann. Það er áður en AC Milan skoraði tvö mörk með stuttu millibili og var 2-1 yfir í hálfleik. „Okkur var refsað undir lok fyrri hálfleiks en það byrjaði fyrr. Við týndum okkur í eigin fótbolta. Við vorum ekki að spila einfalt, sóknarlega og varnarlega vorum við ekki skipulagðir. Þegar við erum skipulagðir erum við frábærir, Fabinho er frábær, en þegar við erum óskipulagðir getur hann ekki einu sinni leyst öll okkar vandræði varnarlega.“ „Þeir spiluðu á milli lína og skoruðu tvö mörk. Það var samt aldrei eins og við gætum ekki komið til baka. Það var ljóst að við þurfum að fara strax aftur í sama gír og við byrjuðum leikinn í. Þegar við gerðum það skoruðum við frábær mörk.“ „Sigurinn var sanngjarn en það voru tíu mínútur þar sem Milan gjörbreytti næstum útkomu leiksins.“ „Divock Origi var frábær í kvöld. Hann fékk krampa sem er eðlilegt. Fólk gleymir hvað hann er góður, það er samt erfitt að koma honum í þetta lið. Við héldum að það myndu koma tilboð í hann í sumar en fólk horfir greinilega ekki nóg á fótbolta,“ sagði Klopp að lokum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira