Þegar þú setur bikar fyrir framan alvöru íþróttamenn þá vilja þeir sækja bikarinn Árni Jóhannsson skrifar 15. september 2021 22:15 Helena Sverrisdóttir leiddi sínar stöllur til sigurs á Hlíðarenda í kvöld Bára Dröfn Kristinsdóttir „Varnarleikurinn batnaði til muna í seinni hálfleik en við vorum bara eitthvað stressaðar og ekki alveg við sjálfar lengi vel,“ sagði Helena Sverrisdóttir eftir að hafa leitt lið sitt í úrslit VÍS-bikarsins með 16 stig og 10 fráköst ásamt því að spila fanta varnarleik. Haukar báru sigurorð af Valskonum í seinni undanúrslitaleiknum í VÍS bikar kvenna fyrr í kvöld. Leikar enduðu 59-68 í leik sem einkenndist af stressi leikmanna framan af og lélegri hittni. Helena var á því að varnarleikurinn hafi skilað þessu í hús fyrir sitt lið. „Varnarleikurinn batnaði til muna í seinni hálfleik en við vorum bara eitthvað stressaðar og ekki alveg við sjálfar lengi vel. Við náðum svo aðeins að róa okkur niður og stilla okkur saman og það gerði gæfumuninn.“ Blaðamaður var einmitt á því að bæði lið virkuðu spennt og það var í raun og veru það lið sem náði að slíta sig úr þeirri spennu sem myndi ná yfirhöndinni. „Það eru náttúrlega miklar tilfinningar þegar þessi lið spila. Það eru ekki margir mánuðir síðan við vorum hér í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn og mikið af tilfinningum og auðvitað eru þetta undanúrslit í bikar og þú veist að ef þú tapar þá ertu bara úr leik og kominn í pásu. Þannig að það var bara mikið undir og við vorum smá stressaðar.“ Helena tók náttúrlega þátt í því að tryggja Val sigur í Íslandsmótinu fyrir nokkrum mánuðum og hún var spurð út í það hvernig henni leið persónulega. „Mér finnst bara alltaf gaman að vinna. Auðvitað ber ég mikla virðingu og elska þessar stelpur ennþá, systur mína aðallega, en nú er ég bara komin í Hauka og við erum að spila við Hauka og það var sterkt að sækja sigurinn.“ Haukar munu á laugardaginn spila í 10. skipti til úrslita í bikarkeppninni og mæta Fjölni. Helena var spurð að því hvernig henni litist á mótherjann og tilefnið. „Þú ert að segja mér fréttir með Fjölni en mér finnst það bara frábært. Við erum að fara að spila EuroCup leik eftir átta daga og það er mjög gott að fá alvöru leik upp á bikar í undirbúning. Það er svo bara mjög spennandi að fara í úrslitaleik um bikar strax í september.“ Tæknilega séð er undirbúningstímabilið í gangi og var Helena spurð út í hvort það væri ekki gott að fá alvöru leiki í september einmitt. „Þegar þú setur bikar fyrir framan alvöru íþróttamenn þá vilja þeir sækja bikarinn. Það skiptir engu máli hvort það er september eða febrúar.“ Haukar Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Sjá meira
Haukar báru sigurorð af Valskonum í seinni undanúrslitaleiknum í VÍS bikar kvenna fyrr í kvöld. Leikar enduðu 59-68 í leik sem einkenndist af stressi leikmanna framan af og lélegri hittni. Helena var á því að varnarleikurinn hafi skilað þessu í hús fyrir sitt lið. „Varnarleikurinn batnaði til muna í seinni hálfleik en við vorum bara eitthvað stressaðar og ekki alveg við sjálfar lengi vel. Við náðum svo aðeins að róa okkur niður og stilla okkur saman og það gerði gæfumuninn.“ Blaðamaður var einmitt á því að bæði lið virkuðu spennt og það var í raun og veru það lið sem náði að slíta sig úr þeirri spennu sem myndi ná yfirhöndinni. „Það eru náttúrlega miklar tilfinningar þegar þessi lið spila. Það eru ekki margir mánuðir síðan við vorum hér í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn og mikið af tilfinningum og auðvitað eru þetta undanúrslit í bikar og þú veist að ef þú tapar þá ertu bara úr leik og kominn í pásu. Þannig að það var bara mikið undir og við vorum smá stressaðar.“ Helena tók náttúrlega þátt í því að tryggja Val sigur í Íslandsmótinu fyrir nokkrum mánuðum og hún var spurð út í það hvernig henni leið persónulega. „Mér finnst bara alltaf gaman að vinna. Auðvitað ber ég mikla virðingu og elska þessar stelpur ennþá, systur mína aðallega, en nú er ég bara komin í Hauka og við erum að spila við Hauka og það var sterkt að sækja sigurinn.“ Haukar munu á laugardaginn spila í 10. skipti til úrslita í bikarkeppninni og mæta Fjölni. Helena var spurð að því hvernig henni litist á mótherjann og tilefnið. „Þú ert að segja mér fréttir með Fjölni en mér finnst það bara frábært. Við erum að fara að spila EuroCup leik eftir átta daga og það er mjög gott að fá alvöru leik upp á bikar í undirbúning. Það er svo bara mjög spennandi að fara í úrslitaleik um bikar strax í september.“ Tæknilega séð er undirbúningstímabilið í gangi og var Helena spurð út í hvort það væri ekki gott að fá alvöru leiki í september einmitt. „Þegar þú setur bikar fyrir framan alvöru íþróttamenn þá vilja þeir sækja bikarinn. Það skiptir engu máli hvort það er september eða febrúar.“
Haukar Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Sjá meira