Þegar þú setur bikar fyrir framan alvöru íþróttamenn þá vilja þeir sækja bikarinn Árni Jóhannsson skrifar 15. september 2021 22:15 Helena Sverrisdóttir leiddi sínar stöllur til sigurs á Hlíðarenda í kvöld Bára Dröfn Kristinsdóttir „Varnarleikurinn batnaði til muna í seinni hálfleik en við vorum bara eitthvað stressaðar og ekki alveg við sjálfar lengi vel,“ sagði Helena Sverrisdóttir eftir að hafa leitt lið sitt í úrslit VÍS-bikarsins með 16 stig og 10 fráköst ásamt því að spila fanta varnarleik. Haukar báru sigurorð af Valskonum í seinni undanúrslitaleiknum í VÍS bikar kvenna fyrr í kvöld. Leikar enduðu 59-68 í leik sem einkenndist af stressi leikmanna framan af og lélegri hittni. Helena var á því að varnarleikurinn hafi skilað þessu í hús fyrir sitt lið. „Varnarleikurinn batnaði til muna í seinni hálfleik en við vorum bara eitthvað stressaðar og ekki alveg við sjálfar lengi vel. Við náðum svo aðeins að róa okkur niður og stilla okkur saman og það gerði gæfumuninn.“ Blaðamaður var einmitt á því að bæði lið virkuðu spennt og það var í raun og veru það lið sem náði að slíta sig úr þeirri spennu sem myndi ná yfirhöndinni. „Það eru náttúrlega miklar tilfinningar þegar þessi lið spila. Það eru ekki margir mánuðir síðan við vorum hér í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn og mikið af tilfinningum og auðvitað eru þetta undanúrslit í bikar og þú veist að ef þú tapar þá ertu bara úr leik og kominn í pásu. Þannig að það var bara mikið undir og við vorum smá stressaðar.“ Helena tók náttúrlega þátt í því að tryggja Val sigur í Íslandsmótinu fyrir nokkrum mánuðum og hún var spurð út í það hvernig henni leið persónulega. „Mér finnst bara alltaf gaman að vinna. Auðvitað ber ég mikla virðingu og elska þessar stelpur ennþá, systur mína aðallega, en nú er ég bara komin í Hauka og við erum að spila við Hauka og það var sterkt að sækja sigurinn.“ Haukar munu á laugardaginn spila í 10. skipti til úrslita í bikarkeppninni og mæta Fjölni. Helena var spurð að því hvernig henni litist á mótherjann og tilefnið. „Þú ert að segja mér fréttir með Fjölni en mér finnst það bara frábært. Við erum að fara að spila EuroCup leik eftir átta daga og það er mjög gott að fá alvöru leik upp á bikar í undirbúning. Það er svo bara mjög spennandi að fara í úrslitaleik um bikar strax í september.“ Tæknilega séð er undirbúningstímabilið í gangi og var Helena spurð út í hvort það væri ekki gott að fá alvöru leiki í september einmitt. „Þegar þú setur bikar fyrir framan alvöru íþróttamenn þá vilja þeir sækja bikarinn. Það skiptir engu máli hvort það er september eða febrúar.“ Haukar Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Sjá meira
Haukar báru sigurorð af Valskonum í seinni undanúrslitaleiknum í VÍS bikar kvenna fyrr í kvöld. Leikar enduðu 59-68 í leik sem einkenndist af stressi leikmanna framan af og lélegri hittni. Helena var á því að varnarleikurinn hafi skilað þessu í hús fyrir sitt lið. „Varnarleikurinn batnaði til muna í seinni hálfleik en við vorum bara eitthvað stressaðar og ekki alveg við sjálfar lengi vel. Við náðum svo aðeins að róa okkur niður og stilla okkur saman og það gerði gæfumuninn.“ Blaðamaður var einmitt á því að bæði lið virkuðu spennt og það var í raun og veru það lið sem náði að slíta sig úr þeirri spennu sem myndi ná yfirhöndinni. „Það eru náttúrlega miklar tilfinningar þegar þessi lið spila. Það eru ekki margir mánuðir síðan við vorum hér í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn og mikið af tilfinningum og auðvitað eru þetta undanúrslit í bikar og þú veist að ef þú tapar þá ertu bara úr leik og kominn í pásu. Þannig að það var bara mikið undir og við vorum smá stressaðar.“ Helena tók náttúrlega þátt í því að tryggja Val sigur í Íslandsmótinu fyrir nokkrum mánuðum og hún var spurð út í það hvernig henni leið persónulega. „Mér finnst bara alltaf gaman að vinna. Auðvitað ber ég mikla virðingu og elska þessar stelpur ennþá, systur mína aðallega, en nú er ég bara komin í Hauka og við erum að spila við Hauka og það var sterkt að sækja sigurinn.“ Haukar munu á laugardaginn spila í 10. skipti til úrslita í bikarkeppninni og mæta Fjölni. Helena var spurð að því hvernig henni litist á mótherjann og tilefnið. „Þú ert að segja mér fréttir með Fjölni en mér finnst það bara frábært. Við erum að fara að spila EuroCup leik eftir átta daga og það er mjög gott að fá alvöru leik upp á bikar í undirbúning. Það er svo bara mjög spennandi að fara í úrslitaleik um bikar strax í september.“ Tæknilega séð er undirbúningstímabilið í gangi og var Helena spurð út í hvort það væri ekki gott að fá alvöru leiki í september einmitt. „Þegar þú setur bikar fyrir framan alvöru íþróttamenn þá vilja þeir sækja bikarinn. Það skiptir engu máli hvort það er september eða febrúar.“
Haukar Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Sjá meira