Nýliðarnir byrja á sigri | Bellingham frábær í Tyrklandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2021 18:40 Jude Bellingham fór mikinn í Tyrklandi í kvöld. Alex Grimm/Getty Images Fyrstu tveimur leikjum dagsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. Sheriff Tiraspol er í fyrsta sinn að taka þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og hóf liðið veru sína með 2-0 sigri á Shakhtar Donetsk. Þá vann Borussia Dortmund 2-1 útisigur á Besiktas í Tyrklandi. Í Tiraspol voru það heimamenn í Sheriff sem voru mun betri aðilinn í leik dagsins. Adama Traore kom heimamönnum yfir með góðu skoti eftir fyrirgjöf Cristiano frá vinstri strax á 16. mínútu leiksins. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og staðan því 1-0 er flautað var til hálfleiks. Í síðari hálfleik tvöfaldaði varamaðurinn Momo Yansane forystu heimamanna með góðum skalla eftir fyrirgjöf Cristiano. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur. Cristiano has provided more assists (2) than any other player in the Champions League so far this season.No, not that one. pic.twitter.com/I3vy27E1Lu— Squawka Football (@Squawka) September 15, 2021 Ásamt Sheriff og Shakhtar eru stórlið Real Madríd og Inter Milan í D-riðli. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þeim vegnar er þau mæta til Tiraspol. Í C-riðli áttust við Besiktas og Borussia Dortmund. Segja má að gestirnir hafi gert út um leikinn í fyrri hálfleik. Enski táningurinn Jude Bellingham kom gestunum frá Þýskalandi yfir á 20. mínútu leiksins. Youngest players to score in consecutive Champions League games: Kylian Mbappe - 18 years and 85 days oldJude Bellingham - 18 years and 78 days oldEsteemed company #UCL pic.twitter.com/SOrHAjrzrc— Football on BT Sport (@btsportfootball) September 15, 2021 Undir lok fyrri hálfleiks lagði hann svo upp annað mark liðsins en Norðmaðurinn Erling Braut Håland sá um að koma knettinum í netið. Staðan því 2-0 í hálfleik og var hún enn 2-0 er venjulegur leiktími rann sitt skeið. Á fjórðu mínútu uppbótartíma skoraði Francisco Montero fyrir heimamenn en nær komust þeir ekki og lokatölur því 2-1 Dortmund í vil. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Sheriff Tiraspol er í fyrsta sinn að taka þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og hóf liðið veru sína með 2-0 sigri á Shakhtar Donetsk. Þá vann Borussia Dortmund 2-1 útisigur á Besiktas í Tyrklandi. Í Tiraspol voru það heimamenn í Sheriff sem voru mun betri aðilinn í leik dagsins. Adama Traore kom heimamönnum yfir með góðu skoti eftir fyrirgjöf Cristiano frá vinstri strax á 16. mínútu leiksins. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og staðan því 1-0 er flautað var til hálfleiks. Í síðari hálfleik tvöfaldaði varamaðurinn Momo Yansane forystu heimamanna með góðum skalla eftir fyrirgjöf Cristiano. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur. Cristiano has provided more assists (2) than any other player in the Champions League so far this season.No, not that one. pic.twitter.com/I3vy27E1Lu— Squawka Football (@Squawka) September 15, 2021 Ásamt Sheriff og Shakhtar eru stórlið Real Madríd og Inter Milan í D-riðli. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þeim vegnar er þau mæta til Tiraspol. Í C-riðli áttust við Besiktas og Borussia Dortmund. Segja má að gestirnir hafi gert út um leikinn í fyrri hálfleik. Enski táningurinn Jude Bellingham kom gestunum frá Þýskalandi yfir á 20. mínútu leiksins. Youngest players to score in consecutive Champions League games: Kylian Mbappe - 18 years and 85 days oldJude Bellingham - 18 years and 78 days oldEsteemed company #UCL pic.twitter.com/SOrHAjrzrc— Football on BT Sport (@btsportfootball) September 15, 2021 Undir lok fyrri hálfleiks lagði hann svo upp annað mark liðsins en Norðmaðurinn Erling Braut Håland sá um að koma knettinum í netið. Staðan því 2-0 í hálfleik og var hún enn 2-0 er venjulegur leiktími rann sitt skeið. Á fjórðu mínútu uppbótartíma skoraði Francisco Montero fyrir heimamenn en nær komust þeir ekki og lokatölur því 2-1 Dortmund í vil. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira