Fella níu aspir á Austurvegi á Selfossi: „Það er eðlilegt að fólki bregði“ Atli Ísleifsson skrifar 14. september 2021 14:18 Um er að ræða níu aspir í beit á Austurveginum, næst gangbrautunum við Krónuna og svo Kaffi Krús. Vísir/Magnús Hlynur Níu tignarlegar aspir verða felldar á Austurvegi á Selfossi í kvöld. Markmiðið með þessu er að auka umferðaröryggi í götunni. Bæjarstjóri segir einhverja óánægða með ákvörðunina og að eðlilegt sé að einhverjum bregði við fréttir af framkvæmdinni. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, segir í samtali við Vísi að sveitarstjórn hafi fengið bréf frá lögreglu í sumar sem tekið var fyrir á fundi umhverfisnefndar í júní. Þar var lýst yfir áhyggjum af veru aspanna í kringum gangbrautir á Austurveginum og segir meðal annars að aspirnar skerði vegsýn fyrir ökumenn stórra ökutækja. Mjög alvarleg hætta Bæjarstjórinn segir að umhverfisnefnd bæjarins hafi tekið undir þær áhyggjur. „Síðan fórum ég og sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs á stöðufund með Vegagerðinni á Suðurlandi fyrir um þremur vikum og þar gerðu þeir þessa sömu athugasemd. Þeir töldu þetta vera mjög alvarleg hætta sem stafaði af þessu fyrir gangandi vegfarendur þar sem þetta byrgir svo sýn á gangbrautirnar. Við ákváðum á þeim fundi – ég og sviðsstjóri – að þær yrðu að fara. Það er ekkert annað í stöðunni en að fella þær úr því að það þarf. Þá viljum við ekki draga það neitt frekar.“ Skiptar skoðanir og fólki bregður Gísli Halldór segir að ekki eigi að fella allar aspirnar á Austurveginum. „Þetta eru níu aspir í beit, næst gangbrautunum við Krónuna og svo Kaffi Krús.“ Hann segist hafa orðið var við einhverja óánægju með ákvörðunina en að um sé að ræða nauðsynlega framkvæmd til að tryggja umferðaröryggi. „Fólki bregður aðallega. Það áttu ekki allir von á þessu og það er eðlilegt að fólki bregði þegar verður svona breyting. Það er auðvitað tignarlegt að sjá þessar aspir þarna. En við bendum við fólki náttúrulega á það að á næstu árum munum við taka við Austurveginum af Vegagerðinni, þegar ný Ölfusárbrú kemur. Hann mun þá taka miklum breytingum og verður fegurðin höfð í fyrirrúmi og vafalaust mun trjágróður leika þar hlutverk. Þetta verður klárlega fallegasta verslunar- og þjónustustræti landsins.“ Austurveginum verður lokað um klukkan 20:30 í kvöld vegna niðurfellinganna og umferð beint um hjáleið. Árborg Umferðaröryggi Samgöngur Skógrækt og landgræðsla Aspir felldar á Austurvegi Ný Ölfusárbrú Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, segir í samtali við Vísi að sveitarstjórn hafi fengið bréf frá lögreglu í sumar sem tekið var fyrir á fundi umhverfisnefndar í júní. Þar var lýst yfir áhyggjum af veru aspanna í kringum gangbrautir á Austurveginum og segir meðal annars að aspirnar skerði vegsýn fyrir ökumenn stórra ökutækja. Mjög alvarleg hætta Bæjarstjórinn segir að umhverfisnefnd bæjarins hafi tekið undir þær áhyggjur. „Síðan fórum ég og sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs á stöðufund með Vegagerðinni á Suðurlandi fyrir um þremur vikum og þar gerðu þeir þessa sömu athugasemd. Þeir töldu þetta vera mjög alvarleg hætta sem stafaði af þessu fyrir gangandi vegfarendur þar sem þetta byrgir svo sýn á gangbrautirnar. Við ákváðum á þeim fundi – ég og sviðsstjóri – að þær yrðu að fara. Það er ekkert annað í stöðunni en að fella þær úr því að það þarf. Þá viljum við ekki draga það neitt frekar.“ Skiptar skoðanir og fólki bregður Gísli Halldór segir að ekki eigi að fella allar aspirnar á Austurveginum. „Þetta eru níu aspir í beit, næst gangbrautunum við Krónuna og svo Kaffi Krús.“ Hann segist hafa orðið var við einhverja óánægju með ákvörðunina en að um sé að ræða nauðsynlega framkvæmd til að tryggja umferðaröryggi. „Fólki bregður aðallega. Það áttu ekki allir von á þessu og það er eðlilegt að fólki bregði þegar verður svona breyting. Það er auðvitað tignarlegt að sjá þessar aspir þarna. En við bendum við fólki náttúrulega á það að á næstu árum munum við taka við Austurveginum af Vegagerðinni, þegar ný Ölfusárbrú kemur. Hann mun þá taka miklum breytingum og verður fegurðin höfð í fyrirrúmi og vafalaust mun trjágróður leika þar hlutverk. Þetta verður klárlega fallegasta verslunar- og þjónustustræti landsins.“ Austurveginum verður lokað um klukkan 20:30 í kvöld vegna niðurfellinganna og umferð beint um hjáleið.
Árborg Umferðaröryggi Samgöngur Skógrækt og landgræðsla Aspir felldar á Austurvegi Ný Ölfusárbrú Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira