BKG, Anníe Mist og Katrín Tanja með í Texas þar sem góð miðasala hækkaði verðlaunaféð um milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2021 09:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir í kynningarmyndatöku fyrir heimsleikana á dögunum. CrossFit Games Íslensku CrossFit stjörnurnar Björgvin Karl Guðmundsson, Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir munu öll keppa á Rogue Invitational mótinu sem fer fram í Austin í Texasfylki í næsta mánuði. Rogue Invitational, sem fer nú fram í þriðja sinn, hefur verið að kynna staðfesta keppendur til leiks og í gær var Katrín Tanja staðfest. Áður hafði verið tilkynnt um það að Björgvin Karl og Anníe Mist yrðu einnig með á mótinu en þetta er fyrsta mót þeirra allra síðan á heimsleikunum í ágústbyrjun þar sem Anníe varð þriðja, Björgvin Karl fjórði og Katrín endaði í tíunda sæti. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Rogue Invitational er eitt af þessum stóru mótum og mikill áhugi er á því vestan hafs. Það sést á miðasölunni á mótið. Þessi góða miðasala skiptir miklu máli fyrir keppendur og þá erum við ekki aðeins að tala um þá staðreynd að það verði meiri stemmning á áhorfendapöllunum. Í viðbót við það þá hefur miðasalan áhrif á verðlaunaféð á mótinu. Góð miðasala hefur því séð til þess að samanlagt verðlaunafé keppenda hefur hækkað um hundrað þúsund Bandaríkjadali. Hundrað þúsund dalir eru 12,8 milljónir íslenskra króna en bara verðlaunafé meistarans hefur hækkað um tíu þúsund dali eða 1,2 milljón íslenskra króna. Verðlaunaféð gæti hækkað aðeins meira seljist allir miðar upp á mótið. Það er ljóst að stjörnur eins og BKG, Anníe Mist og Katrín Tanja eru að trekkja að á mótið og því ekkert annað en fyllilega sanngjarnt að það skili þeim eitthverju í vasann líka. Þetta fyrirkomulag er kannski komið til að vera á stóru atvinnumótunum í CrossFit en það á eftir að koma betur í ljós. Það fylgir reyndar sögunni að báðir heimsmeistararnir, Tia Clair Toomey hjá konunum og Justin Medeiros hjá körlunum, verða bæði með á mótinu sem fer fram frá 29. til 31. október næstkomandi. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) CrossFit Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Sjá meira
Rogue Invitational, sem fer nú fram í þriðja sinn, hefur verið að kynna staðfesta keppendur til leiks og í gær var Katrín Tanja staðfest. Áður hafði verið tilkynnt um það að Björgvin Karl og Anníe Mist yrðu einnig með á mótinu en þetta er fyrsta mót þeirra allra síðan á heimsleikunum í ágústbyrjun þar sem Anníe varð þriðja, Björgvin Karl fjórði og Katrín endaði í tíunda sæti. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Rogue Invitational er eitt af þessum stóru mótum og mikill áhugi er á því vestan hafs. Það sést á miðasölunni á mótið. Þessi góða miðasala skiptir miklu máli fyrir keppendur og þá erum við ekki aðeins að tala um þá staðreynd að það verði meiri stemmning á áhorfendapöllunum. Í viðbót við það þá hefur miðasalan áhrif á verðlaunaféð á mótinu. Góð miðasala hefur því séð til þess að samanlagt verðlaunafé keppenda hefur hækkað um hundrað þúsund Bandaríkjadali. Hundrað þúsund dalir eru 12,8 milljónir íslenskra króna en bara verðlaunafé meistarans hefur hækkað um tíu þúsund dali eða 1,2 milljón íslenskra króna. Verðlaunaféð gæti hækkað aðeins meira seljist allir miðar upp á mótið. Það er ljóst að stjörnur eins og BKG, Anníe Mist og Katrín Tanja eru að trekkja að á mótið og því ekkert annað en fyllilega sanngjarnt að það skili þeim eitthverju í vasann líka. Þetta fyrirkomulag er kannski komið til að vera á stóru atvinnumótunum í CrossFit en það á eftir að koma betur í ljós. Það fylgir reyndar sögunni að báðir heimsmeistararnir, Tia Clair Toomey hjá konunum og Justin Medeiros hjá körlunum, verða bæði með á mótinu sem fer fram frá 29. til 31. október næstkomandi. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational)
CrossFit Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Sjá meira