Hafa áhyggjur af vetrinum og auglýsa eftir hlýjum fatnaði og skóm Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. september 2021 07:22 Konukot er opið frá 17 til 10 og þar geta konur fengið að borða, farið í sturtu, þvegið af sér og hvílt sig. Reykjavíkurborg „Þetta hefur gengið mjög vel upp á síðkastið. Við höfum áhyggjur af vetrinum en það hefur ekki stoppað hurðin og síminn síðan ég setti þetta inn áðan,“ sagði Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots, þegar Vísir ræddi við hana í gærmorgun. Halldóra hafði þá auglýst eftir hlýjum fatnaði fyrir skjólstæðinga Konukots á Facebook og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Það vantar ekki velvildina hjá samborgurunum,“ segir hún. Þegar kórónufaraldurinn stóð sem hæst þurfti að fækka rúmum í Konukoti úr tólf í átta. Til að mæta þörfinni á næturúrræði fyrir heimilislausar konur opnaði Reykjavíkurborg þá tímabundið heimili í Skipholti. Að sögn Halldóru komust flestar konurnar í önnur úrræði þegar Skipholtinu var lokað, „og það gekk mjög vel,“ segir hún en aðsóknin í Konukot jókst aftur til muna í sumar. „Það er ein af ráðgátum lífsins,“ svarar Halldóra, spurð að því hvers vegna aðsóknin aukist yfir sumartímann. „Við bara vitum það ekki.“ Halldóra segir skjólstæðinga Konukots heimilislausar konur með flóknar þjónustuþarfir. Hún ítrekar að þrátt fyrir að rúmin séu tólf sé engum vísað frá, enda sé líka „rótering“ á íbúum yfir kvöldið og nóttina og þeir séu ekki endilega allir í húsi á sama tíma. Í Konukoti geta konur fengið að borða, farið í sturtu, þvegið af sér og hvílt sig. Konukot er hins vegar bara opið frá 17 til 10 og það er þess vegna sem kaldur veturinn vekur áhyggjur. „Grensáskirkja er að reka Skjólið, sem er opið frá 10 til 15, en það er bara á virkum dögum,“ segir Halldóra. Það sé þó mikill vilji til að reyna að hafa það opið líka um helgar. Þá sé þess freistað að hafa opið yfir daginn í Konukoti ef veðurofsi er yfirvofandi. Halldóra segir ýmislegt gott að gerast í málaflokknum; hópurinn sé orðinn sýnilegri og aukin þekking að verða til. En hvað með vetrarfötin, er þá bara komið nóg? „Nei, alls ekki!“ svarar Halldóra. Hún segir sérstaka þörf á hlýjum skóm og fingravettlingum en öll hlý föt eru vel þegin. Þá stendur gámur við húsnæðið þar sem skilja má eftir annan fatnað. Mannréttindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Halldóra hafði þá auglýst eftir hlýjum fatnaði fyrir skjólstæðinga Konukots á Facebook og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Það vantar ekki velvildina hjá samborgurunum,“ segir hún. Þegar kórónufaraldurinn stóð sem hæst þurfti að fækka rúmum í Konukoti úr tólf í átta. Til að mæta þörfinni á næturúrræði fyrir heimilislausar konur opnaði Reykjavíkurborg þá tímabundið heimili í Skipholti. Að sögn Halldóru komust flestar konurnar í önnur úrræði þegar Skipholtinu var lokað, „og það gekk mjög vel,“ segir hún en aðsóknin í Konukot jókst aftur til muna í sumar. „Það er ein af ráðgátum lífsins,“ svarar Halldóra, spurð að því hvers vegna aðsóknin aukist yfir sumartímann. „Við bara vitum það ekki.“ Halldóra segir skjólstæðinga Konukots heimilislausar konur með flóknar þjónustuþarfir. Hún ítrekar að þrátt fyrir að rúmin séu tólf sé engum vísað frá, enda sé líka „rótering“ á íbúum yfir kvöldið og nóttina og þeir séu ekki endilega allir í húsi á sama tíma. Í Konukoti geta konur fengið að borða, farið í sturtu, þvegið af sér og hvílt sig. Konukot er hins vegar bara opið frá 17 til 10 og það er þess vegna sem kaldur veturinn vekur áhyggjur. „Grensáskirkja er að reka Skjólið, sem er opið frá 10 til 15, en það er bara á virkum dögum,“ segir Halldóra. Það sé þó mikill vilji til að reyna að hafa það opið líka um helgar. Þá sé þess freistað að hafa opið yfir daginn í Konukoti ef veðurofsi er yfirvofandi. Halldóra segir ýmislegt gott að gerast í málaflokknum; hópurinn sé orðinn sýnilegri og aukin þekking að verða til. En hvað með vetrarfötin, er þá bara komið nóg? „Nei, alls ekki!“ svarar Halldóra. Hún segir sérstaka þörf á hlýjum skóm og fingravettlingum en öll hlý föt eru vel þegin. Þá stendur gámur við húsnæðið þar sem skilja má eftir annan fatnað.
Mannréttindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira