Það sem afar mínir kenndu mér um völd Gísli Rafn Ólafsson skrifar 13. september 2021 09:31 Snemma á síðustu öld var Winston Churchill spurður hvers vegna hann hefði skipt um stjórnmálaflokk. Svar hans var á þá leið að sumir skiptu um flokk vegna gildanna sinna, á meðan aðrir skiptu um gildi vegna flokksins síns. Þessi fleyga setning lýsir vel því hversu mikilvæg gildi eru í stjórnmálum. Annað hvort er fólk tilbúið til þess að fórna öllu fyrir frama, völd og flokkinn sinn eða að það stendur með sjálfu sér og hugsjónum sínum. Ég var svo heppinn að fá að kynnast vel báðum öfum mínum, en þeir voru stjórnmálamenn á sitthvorum enda hins pólitíska litrófs, Axel Jónsson og Einar Olgeirsson. Axel var gallharður Sjálfstæðismaður og Einar einn af helstu forkólfum sósíalista. Mörg af þeim gildum sem ég hef byggt mitt líf á get ég rakið til þeirra. Gildin um að vinna þvert á fylkingar og fá fólk til þess að vinna saman að mikilvægum markmiðum er nokkuð sem Axel afi kenndi mér. Gildin um jöfnuð og spillingu valdsins er nokkuð sem Einar afi kenndi mér. Einar og völdin Þrátt fyrir að hafa verið leiðtogi kommúnista og síðar sósíalista á síðustu öld, þá sóttist Einar ekki eftir persónulegum völdum. Sem annar helstu höfunda nýsköpunarstjórnarinnar í kjölfar seinni heimsstyrjaldar kom það mörgum á óvart að hann sóttist ekki eftir ráðherrasæti. Í spjalli mínu við hann á síðustu árum ævi hans, sagði hann mér ástæðuna. Hann talaði um hvernig hinir ýmsu leiðtogar kommúnista og síðar sósíalista gleymdu hugsjónunum um betri heim um leið og þeir fengu völd og titla. Eins og hann orðaði það „í Sovétríkjunum og flestum löndum Austur-Evrópu hefur ekki verið kommúnismi eða sósíalismi í áratugi, þau urðu öll valdagráðugum einræðisherrum að bráð.“ Það er nefnilega ótrúlegt hversu auðvelt það virðist vera fyrir stjórnmálafólk að gleyma gildunum sínum. Eitt nýlegasta dæmið er hvernig Vinstri-Græn hafa sveigt gildi sín, einungis til þess að endurnýja ríkisstjórnarsamstarfið og fá forsætisráðherrastólinn aftur. Slagorð flokksins í ár sýnir vel hvað völdin skipta VG miklu máli: Það skiptir máli hver stjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn er lítið skárri og hljómar nú eins og jafnaðarmannaflokkur í aðdraganda kosninga. Framsókn segist nú allt í einu ætla að fjárfesta í fólki, þegar efnahagslegu viðbrögð flokksins við faraldrinum segja allt aðra sögu. Við erum þegar farin að sjá hvernig flokkar eru að afmá sterk gildi sín í leit að atkvæðum - ýmist til að fegra sig eða búa til sérstöðu sem er ekki til staðar - til þess eins að allt falli í sama farið aftur eftir kosningar. Gildin skipta máli Sem kjósandi er erfitt að átta sig á því hvaða stjórnmálafólki og stjórnmálaflokkum er hægt að treysta til þess að standa við gildi sín nú á næstu vikum. Eru gildi eins og mannúð, jöfnuður, borgararéttindi og einstaklingsfrelsi eitthvað sem þú leggur áherslu á? Eru nýsköpun, loftslagsmál, ný stjórnarskrá og bætt útlendingastefna mál sem brenna á þér? Viltu að við sköpum tækifæri fyrir ungt fólk og drögum úr skerðingum til aldraðra og öryrkja? Viltu gjaldfrjálst, öflugt heilbrigðiskerfi og menntakerfi sem stenst kröfur framtíðarinnar? Allt eru þetta atriði sem flokkar hafa mismunandi skoðanir og lausnir á. Mér er ljúft og skylt að benda á að Píratar eru fylgjandi öllu í ofantaldri upptalningu. En mikilvægast er, hvort að stjórnmálafólkið sem skipar þá flokka eru með gildi sem samræmast þessum skoðunum og eru tilbúin að berjast fyrir þeim, óháð því hvort þau séu við völd eða ekki. Kjóstu fólk sem þú treystir til þess að standa fyrir sín gildi, í stað þess að selja þau í skiptum fyrir völd.Ef þú vilt kynna þér grunngildi Pírata, sem við hvikum ekki frá, þá má nálgast þau hér. Að sama skapi má finna kosningastefnuna okkar, sem hvílir á sömu grunngildum, með því að smella hérna. Höfundur skipar 2. sæti framboðslista Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Snemma á síðustu öld var Winston Churchill spurður hvers vegna hann hefði skipt um stjórnmálaflokk. Svar hans var á þá leið að sumir skiptu um flokk vegna gildanna sinna, á meðan aðrir skiptu um gildi vegna flokksins síns. Þessi fleyga setning lýsir vel því hversu mikilvæg gildi eru í stjórnmálum. Annað hvort er fólk tilbúið til þess að fórna öllu fyrir frama, völd og flokkinn sinn eða að það stendur með sjálfu sér og hugsjónum sínum. Ég var svo heppinn að fá að kynnast vel báðum öfum mínum, en þeir voru stjórnmálamenn á sitthvorum enda hins pólitíska litrófs, Axel Jónsson og Einar Olgeirsson. Axel var gallharður Sjálfstæðismaður og Einar einn af helstu forkólfum sósíalista. Mörg af þeim gildum sem ég hef byggt mitt líf á get ég rakið til þeirra. Gildin um að vinna þvert á fylkingar og fá fólk til þess að vinna saman að mikilvægum markmiðum er nokkuð sem Axel afi kenndi mér. Gildin um jöfnuð og spillingu valdsins er nokkuð sem Einar afi kenndi mér. Einar og völdin Þrátt fyrir að hafa verið leiðtogi kommúnista og síðar sósíalista á síðustu öld, þá sóttist Einar ekki eftir persónulegum völdum. Sem annar helstu höfunda nýsköpunarstjórnarinnar í kjölfar seinni heimsstyrjaldar kom það mörgum á óvart að hann sóttist ekki eftir ráðherrasæti. Í spjalli mínu við hann á síðustu árum ævi hans, sagði hann mér ástæðuna. Hann talaði um hvernig hinir ýmsu leiðtogar kommúnista og síðar sósíalista gleymdu hugsjónunum um betri heim um leið og þeir fengu völd og titla. Eins og hann orðaði það „í Sovétríkjunum og flestum löndum Austur-Evrópu hefur ekki verið kommúnismi eða sósíalismi í áratugi, þau urðu öll valdagráðugum einræðisherrum að bráð.“ Það er nefnilega ótrúlegt hversu auðvelt það virðist vera fyrir stjórnmálafólk að gleyma gildunum sínum. Eitt nýlegasta dæmið er hvernig Vinstri-Græn hafa sveigt gildi sín, einungis til þess að endurnýja ríkisstjórnarsamstarfið og fá forsætisráðherrastólinn aftur. Slagorð flokksins í ár sýnir vel hvað völdin skipta VG miklu máli: Það skiptir máli hver stjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn er lítið skárri og hljómar nú eins og jafnaðarmannaflokkur í aðdraganda kosninga. Framsókn segist nú allt í einu ætla að fjárfesta í fólki, þegar efnahagslegu viðbrögð flokksins við faraldrinum segja allt aðra sögu. Við erum þegar farin að sjá hvernig flokkar eru að afmá sterk gildi sín í leit að atkvæðum - ýmist til að fegra sig eða búa til sérstöðu sem er ekki til staðar - til þess eins að allt falli í sama farið aftur eftir kosningar. Gildin skipta máli Sem kjósandi er erfitt að átta sig á því hvaða stjórnmálafólki og stjórnmálaflokkum er hægt að treysta til þess að standa við gildi sín nú á næstu vikum. Eru gildi eins og mannúð, jöfnuður, borgararéttindi og einstaklingsfrelsi eitthvað sem þú leggur áherslu á? Eru nýsköpun, loftslagsmál, ný stjórnarskrá og bætt útlendingastefna mál sem brenna á þér? Viltu að við sköpum tækifæri fyrir ungt fólk og drögum úr skerðingum til aldraðra og öryrkja? Viltu gjaldfrjálst, öflugt heilbrigðiskerfi og menntakerfi sem stenst kröfur framtíðarinnar? Allt eru þetta atriði sem flokkar hafa mismunandi skoðanir og lausnir á. Mér er ljúft og skylt að benda á að Píratar eru fylgjandi öllu í ofantaldri upptalningu. En mikilvægast er, hvort að stjórnmálafólkið sem skipar þá flokka eru með gildi sem samræmast þessum skoðunum og eru tilbúin að berjast fyrir þeim, óháð því hvort þau séu við völd eða ekki. Kjóstu fólk sem þú treystir til þess að standa fyrir sín gildi, í stað þess að selja þau í skiptum fyrir völd.Ef þú vilt kynna þér grunngildi Pírata, sem við hvikum ekki frá, þá má nálgast þau hér. Að sama skapi má finna kosningastefnuna okkar, sem hvílir á sömu grunngildum, með því að smella hérna. Höfundur skipar 2. sæti framboðslista Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun