Markadrottning af fótboltaaðalsættum: „Fékk loksins traustið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2021 09:30 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir með afa sínum, Eiði Guðjohnsen, eftir að Afturelding tryggði sér sæti í Pepsi Max-deildinni. hafliði breiðfjörð Ein óvæntasta stjarna íslenska fótboltasumarsins er hin 21 árs Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir sem var langmarkahæst í Lengjudeild kvenna sem lauk í fyrradag. Guðrún skoraði 23 mörk í Lengjudeildinni, níu mörkum meira en næsti leikmaður, Christabel Oduro í Grindavík. Eitt marka Guðrúnar kom í 4-0 sigri Aftureldingar á FH í hreinum úrslitaleik um það hvort liðið myndi fylgja KR upp í Pepsi Max-deildina. „Við mættum brjálaðar í leikinn og ætluðum okkur að vinna hann. Þetta hefur verið markmiðið okkar frá því á undirbúningstímabilinu. Við vorum bara einu stigi frá þessu og það kom ekkert annað til greina,“ sagði Guðrún við Vísi í gær. Staðan í hálfleik var markalaus og allt fram á 69. mínútu þegar Sigrún Gunndís Harðardóttir kom Mosfellingum yfir. Ragna Guðrún Guðmundsdóttir skoraði svo tvö mörk og Guðrún setti svo punktinn yfir i-ið þegar hún skoraði á 84. mínútu. Sumsé fjögur mörk á aðeins fimmtán mínútna kafla. „Markið hjá Sigrúnu braut ísinn. Í fyrri hálfleik héldum við meira og vörðumst á meðan þær voru meira með boltann. Svo komum við út í seinni hálfleikinn og markmiðið var að halda hreinu og koma einu marki á þær,“ sagði Guðrún en Aftureldingu dugði jafntefli í leiknum í fyrradag til að komast upp. „Það var alveg gott að vita af því en við fórum samt inn í leikinn til að vinna hann. Það er aldrei gott að spila upp á jafntefli.“ Skýrt markmið Afturelding hefur verið í sókn eftir að liðið komst upp í Lengjudeildina fyrir fjórum árum. Tímabilið 2018 endaði Afturelding í 7. sæti, 2019 í 6. sæti og í fyrra varð 4. sætið niðurstaðan. Mosfellingar enduðu það tímabil vel og fengu tíu stig af tólf mögulegum í síðustu fjórum leikjum sínum. Í vetur var svo markið sett á Pepsi Max-deildina. „Eftir síðasta tímabil byrjuðum við strax að tala um að við ætluðum að vera í toppbaráttunni í sumar. Markmiðið var að komast upp og það var mjög skýrt.“ Fyrsta tapið hjálpaði Afturelding tapaði aðeins tveimur leikjum í Lengjudeildinni í sumar og ekki annað hægt að segja en að frammistaða liðsins hafi verið sannfærandi. Mosfellingar skoruðu næstflest mörk allra liða (49) og ekkert lið fékk á sig færri mörk (18). „Fyrsta tapið okkar, fyrir Grindavík, var skellur en það hjálpaði okkar. Við unnum fimm leiki í röð eftir það og urðum miklu sterkari,“ sagði Guðrún. Afturelding tapaði fyrir KR, 0-3, í 16. umferð en Mosfellingar létu það ekki slá sig út af laginu. „Það kveikti miklu meira í okkur. Við mættum ÍA upp á Skaga í næstu umferð þar sem við þurftum og ætluðum að vinna og gerðum það í brjáluðu veðri,“ sagði Guðrún. Fannst við vera með tólfta manninn inni á vellinum Mikil og góð stemmning var á Fagverksvellinum í Mosfellsbæ í gær. Og eftir leik var flugeldum skotið á loft til heiðurs nýjasta Pepsi Max-deildarliðinu. Guðrún og stöllur hennar fagna eftir að Pepsi Max-deildar sætið var í höfn.hafliði breiðfjörð „Stemmningin var mjög mögnuð og það var geggjað að spila fyrir framan svona stuðningsmenn og vera nánast með tólfta manninn inni á vellinum. Svo þegar dómarinn flautaði leikinn af var flugeldum skotið á loft sem við höfðum ekki hugmynd um. Þetta var frábært,“ sagði Guðrún. Hún segir að Mosfellingar séu klárir í Pepsi Max-deildina og hefur trú á að þeir geti staðist bestu liðum landsins snúning. „Mér finnst við löngu tilbúnar í það. Ég held að við séum allar mjög gráðugar eftir að hafa loksins komist þangað,“ sagði Guðrún. Vissi alltaf að ég gæti þetta Sem fyrr sagði skoraði Guðrún 23 mörk í Lengjudeildinni í sumar, þar af þrjár þrennur. Á síðasta tímabili skoraði hún fimm deildarmörk og hafði aðeins skorað samtals sjö mörk á ferlinum í deild og bikar fyrir tímabilið í ár. Guðrún segir að í sumar hafi hún loksins fengið traustið sem hún hefur beðið eftir og það hafi gert henni kleift að nýta sína hæfileika. Guðrún hin kátasta eftir leikinn gegn FH.hafliði breiðfjörð „Ég fékk loksins traustið og þetta er fyrsta tímabilið sem ég fæ að spila. Ég hef alltaf bara fengið nokkrar mínútur. Í sumar gáfu þjálfararnir mér allt traustið. Ég missti bara af einum leik, þegar ég var meidd, og gerði mitt besta. Ég vissi alltaf að ég gæti þetta og var alltaf að bíða eftir tækifærinu. En ég bjóst kannski ekki við 23 mörkum,“ sagði Guðrún og hló. En hafa lið í Pepsi Max-deildinni sýnt Guðrúnu áhuga eftir frammistöðuna í sumar? „Ekki svo ég viti. Það var einhver áhugi í félagaskiptaglugganum en annars veit ég ekki mikið meira,“ sagði Guðrún sem gerir ráð fyrir því að spila með Aftureldingu í Pepsi Max-deildinni á næsta ári. Afinn og pabbinn ekki sammála Guðrún er af sannkölluðum fótboltaaðalsættum en móðurbróðir hennar er Arnór Guðjohnsen og afi hennar Eiður Guðjohnsen eldri sem var mættur á leikinn gegn FH í fyrradag. Einhver myndi því segja að fótboltahæfileikarnir og markagenið væri í blóðinu. „Afi vill allavega meina það en ég veit ekki hvort pabbi sé sammála því. Hann vill meina að þetta sé komið frá honum,“ sagði Guðrún hlæjandi að lokum. Lengjudeild kvenna Pepsi Max-deild kvenna Afturelding Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Guðrún skoraði 23 mörk í Lengjudeildinni, níu mörkum meira en næsti leikmaður, Christabel Oduro í Grindavík. Eitt marka Guðrúnar kom í 4-0 sigri Aftureldingar á FH í hreinum úrslitaleik um það hvort liðið myndi fylgja KR upp í Pepsi Max-deildina. „Við mættum brjálaðar í leikinn og ætluðum okkur að vinna hann. Þetta hefur verið markmiðið okkar frá því á undirbúningstímabilinu. Við vorum bara einu stigi frá þessu og það kom ekkert annað til greina,“ sagði Guðrún við Vísi í gær. Staðan í hálfleik var markalaus og allt fram á 69. mínútu þegar Sigrún Gunndís Harðardóttir kom Mosfellingum yfir. Ragna Guðrún Guðmundsdóttir skoraði svo tvö mörk og Guðrún setti svo punktinn yfir i-ið þegar hún skoraði á 84. mínútu. Sumsé fjögur mörk á aðeins fimmtán mínútna kafla. „Markið hjá Sigrúnu braut ísinn. Í fyrri hálfleik héldum við meira og vörðumst á meðan þær voru meira með boltann. Svo komum við út í seinni hálfleikinn og markmiðið var að halda hreinu og koma einu marki á þær,“ sagði Guðrún en Aftureldingu dugði jafntefli í leiknum í fyrradag til að komast upp. „Það var alveg gott að vita af því en við fórum samt inn í leikinn til að vinna hann. Það er aldrei gott að spila upp á jafntefli.“ Skýrt markmið Afturelding hefur verið í sókn eftir að liðið komst upp í Lengjudeildina fyrir fjórum árum. Tímabilið 2018 endaði Afturelding í 7. sæti, 2019 í 6. sæti og í fyrra varð 4. sætið niðurstaðan. Mosfellingar enduðu það tímabil vel og fengu tíu stig af tólf mögulegum í síðustu fjórum leikjum sínum. Í vetur var svo markið sett á Pepsi Max-deildina. „Eftir síðasta tímabil byrjuðum við strax að tala um að við ætluðum að vera í toppbaráttunni í sumar. Markmiðið var að komast upp og það var mjög skýrt.“ Fyrsta tapið hjálpaði Afturelding tapaði aðeins tveimur leikjum í Lengjudeildinni í sumar og ekki annað hægt að segja en að frammistaða liðsins hafi verið sannfærandi. Mosfellingar skoruðu næstflest mörk allra liða (49) og ekkert lið fékk á sig færri mörk (18). „Fyrsta tapið okkar, fyrir Grindavík, var skellur en það hjálpaði okkar. Við unnum fimm leiki í röð eftir það og urðum miklu sterkari,“ sagði Guðrún. Afturelding tapaði fyrir KR, 0-3, í 16. umferð en Mosfellingar létu það ekki slá sig út af laginu. „Það kveikti miklu meira í okkur. Við mættum ÍA upp á Skaga í næstu umferð þar sem við þurftum og ætluðum að vinna og gerðum það í brjáluðu veðri,“ sagði Guðrún. Fannst við vera með tólfta manninn inni á vellinum Mikil og góð stemmning var á Fagverksvellinum í Mosfellsbæ í gær. Og eftir leik var flugeldum skotið á loft til heiðurs nýjasta Pepsi Max-deildarliðinu. Guðrún og stöllur hennar fagna eftir að Pepsi Max-deildar sætið var í höfn.hafliði breiðfjörð „Stemmningin var mjög mögnuð og það var geggjað að spila fyrir framan svona stuðningsmenn og vera nánast með tólfta manninn inni á vellinum. Svo þegar dómarinn flautaði leikinn af var flugeldum skotið á loft sem við höfðum ekki hugmynd um. Þetta var frábært,“ sagði Guðrún. Hún segir að Mosfellingar séu klárir í Pepsi Max-deildina og hefur trú á að þeir geti staðist bestu liðum landsins snúning. „Mér finnst við löngu tilbúnar í það. Ég held að við séum allar mjög gráðugar eftir að hafa loksins komist þangað,“ sagði Guðrún. Vissi alltaf að ég gæti þetta Sem fyrr sagði skoraði Guðrún 23 mörk í Lengjudeildinni í sumar, þar af þrjár þrennur. Á síðasta tímabili skoraði hún fimm deildarmörk og hafði aðeins skorað samtals sjö mörk á ferlinum í deild og bikar fyrir tímabilið í ár. Guðrún segir að í sumar hafi hún loksins fengið traustið sem hún hefur beðið eftir og það hafi gert henni kleift að nýta sína hæfileika. Guðrún hin kátasta eftir leikinn gegn FH.hafliði breiðfjörð „Ég fékk loksins traustið og þetta er fyrsta tímabilið sem ég fæ að spila. Ég hef alltaf bara fengið nokkrar mínútur. Í sumar gáfu þjálfararnir mér allt traustið. Ég missti bara af einum leik, þegar ég var meidd, og gerði mitt besta. Ég vissi alltaf að ég gæti þetta og var alltaf að bíða eftir tækifærinu. En ég bjóst kannski ekki við 23 mörkum,“ sagði Guðrún og hló. En hafa lið í Pepsi Max-deildinni sýnt Guðrúnu áhuga eftir frammistöðuna í sumar? „Ekki svo ég viti. Það var einhver áhugi í félagaskiptaglugganum en annars veit ég ekki mikið meira,“ sagði Guðrún sem gerir ráð fyrir því að spila með Aftureldingu í Pepsi Max-deildinni á næsta ári. Afinn og pabbinn ekki sammála Guðrún er af sannkölluðum fótboltaaðalsættum en móðurbróðir hennar er Arnór Guðjohnsen og afi hennar Eiður Guðjohnsen eldri sem var mættur á leikinn gegn FH í fyrradag. Einhver myndi því segja að fótboltahæfileikarnir og markagenið væri í blóðinu. „Afi vill allavega meina það en ég veit ekki hvort pabbi sé sammála því. Hann vill meina að þetta sé komið frá honum,“ sagði Guðrún hlæjandi að lokum.
Lengjudeild kvenna Pepsi Max-deild kvenna Afturelding Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti